Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Page 42

Fréttatíminn - 25.04.2014, Page 42
Stjörnufréttir eru í boði SkjáSeinS Í slensku fréttaskýringarþætt-irnir Málið hefja göngu sína á ný á SkjáEinum í maí. Um er að ræða vandaða og hárbeitta þætti frá Sölva Tryggvasyni þar sem hann brýtur viðfangsefnin til mergjar. Sölva er ekkert mannlegt óvið- komandi og hefur beint spjót- um sínum að samfélags- vandamálum á borð við barnaníð, einelti, erlend glæpagengi, kannabis, vændi, útlitsdýrkun og úti- gangsmenn. Sem fyrr tekur Sölvi fyrir mikilvæg málefni líðandi stundar og í fyrsta þættinum af fjórum sem sýndir verða núna í vor fjallar Sölvi um framhjá- hald. Hann tekur viðtal við hjónabandsráðgjafa sem segir frá svæsnu máli sem kom inn á borð til hans og varðar framhjáhald. Í næsta þætti á eftir beinir Sölvi spjótum sínum að aðstöðuleysi á Hjartagátt Landspítal- ans. Í þriðja þættinum er rætt við mann sem varð fyrir barðinu á dómstól götunnar þegar hann var sak- aður um kynferðis- lega misnotkun á syni sínum. Fjórði og síðasti þátturinn í vor fjallar svo um myglusveppinn skæða sem orðið hefur til þess að fólk hefur misst heimili sín. Málið hefst að nýju mánudaginn 19. maí klukkan 20.45. Girnilegt góðgæti Þættirnir um Lækninn í eldhúsinu hafa farið frábærlega af stað og Ragnar Freyr hefur sýnt snilldartakta. Í fyrsta þættinum töfraði hann fram dýrindis lambalæri og í öðrum þætti var sjávar- fangið í aðalhlutverki. Þriðji þátturinn verður helg- aður pastaréttum þar sem Ragnar Freyr mun útbúa hvítlaukspasta, risotto með aspas og spaghetti carbonara. Áhugasömum er bent á að skoða blogg- síðu Ragnas Freys, www.laeknirinnieldhusinu.com, þar sem hann birtir uppskriftir úr þáttunum ásamt öðru dásamlegu góðgæti. Læknirinn í eldhúsinu er á SkjáEinum á fimmtudögum klukkan 20.05! Leikkonan Lucy Liu hefur aldeilis slegið í gegn sem Joan Watson í Elementary, en flestir muna vel eftir Lucy úr Charlié s Angels myndunum þar sem hún fór með hlutverk þokka- fullu bardagakempunnar Alex Munday. Í fyrri mynd- inni lék Bill Murray eitt af aðalhlutverkunum en hann ákvað að koma ekki að gerð hinnar síðari og ástæðan ku vera slagsmál sem brutust út á milli hans og Lucy Liu. Fregnir herma að Murray hafi fengið kast í miðjum tökum, sagt bæði Cameron Diaz og Drew Barrymore að þær væri hæfileikaríkar en síðan öskrað á Lucy að hann skyldi ekki hvers vegna í ósköpunum hún væri í myndinni þar sem hún gæti ekki leikið. Það er skemmst frá því að segja að uppákoman endaði með handalögmálum og Murray neitaði í kjölfarið að leika í seinni myndinni; Charlie’s Angels: Full Throttle. Það er samt óhætt að segja að Lucy er þrælgóð í Elementary sem sýndir eru á SkjáEinum á þriðjudagskvöldum klukkan 22.00. Þjófar réttlætisins snúa aftur! Fimmta þáttaröðin af Leverage er að bresta á á SkjáEinum en um er að ræða spennandi þáttaröð í anda Ocean’s Eleven um þjófahóp sem rænir þá sem misnota vald sitt og ríkidæmi og níðast á minnimáttar. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda meðal áskrifenda en með aðalhlutverkið fer Óskarsverðlaunahafinn Timothy Hutton. Nate og félagar eru enn við sama heygarðshornið og í fyrsta þættinum eltast þeir við framkvæmdastjóra skipafélags en svívirðilegar sparnaðarráðstafanir hans leiddu til hörmulegs flug- slyss. Fimmta þáttaröðin af Leverage hefst sunnudag- inn 4. maí klukkan 22.00. kallaði Lucy Liu lélega leikkonu! Frönsk hátíð í SkjáBíó Það verður hátíð í SkjáBíó þann 25. apríl þegar fimm franskar kvikmyndir verða teknar til sýninga. Myndirnar sem um ræðir voru sýndar á franskri kvikmyndahátíð í Háskólabíói fyrr á árinu. Meðal þeirra er rómantíska gamanmyndin Eyja- fjallajökull sem fjallar um fráskilin hjón sem hyggjast vera viðstödd brúðkaup dóttur sinnar í apríl 2010 en þegar Eyja- fjallajökull byrjar að gjósa eru góð ráð dýr. Fluginu er aflýst og þau velja þann kost að fara landleiðina á bílaleigubíl en gallinn er hins vegar sá að hjónin fyrrverandi hatast innilega og leiðin frá Frakklandi til Grikklands, þar sem brúðkaupið er haldið, er löng. Auk Eyjafjallajökuls eru myndirnar Ég um mig og mömmu, Love is in the Air, Einn á báti og heimildarmyndin Once Upon a Forest komnar í SkjáBíó. Málið í maí! tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 20% afsláttur af öllum húsgögnum í apríl Þarftu aÐ muBBlEra upp? 42 stjörnufréttir Helgin 25.-27. apríl 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.