Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Page 46

Fréttatíminn - 25.04.2014, Page 46
G reinin er skrifuð vegna málverkasýningar Bjarna Bernharðar Bjarnasonar í Anarkía listsal Hamraborg 3, Kópavogi. Sýningin stendur yfir frá 5. apríl til 4. maí 2014 Bjarni Bernharður hefur gefið út á fjórða tug bóka, þá fyrstu árið 1975. Ég man fyrst eftir honum seint á áttunda áratugn- um, hávöxnum ungum manni, röskum áratug eldri en ég, sem kom á Mokka og bauð bækur til sölu. Þetta voru lítil kver með ljóðum og myndum sem hann hafði teiknað sjálfur og ég keypti af honum eins og margir gerðu því hann var eitt af þeim ungu, skapandi skáldum sem biðu ekki eftir útgefendum heldur gáfu bækur sínar út sjálf og virtu hvorki hefðir né hefðbundn ar aðgreiningar milli listgreina eins og skáldskapar og myndlistar. Sköpunin og nýsköpunin voru fyrir öllu og ekkert fékk hamið kraftinn. Samfélagið á Mokka tók þessum skáldum vel enda þekktu margir eldri fastagest anna vel þennan kraft og höfðu sjálfir rutt þessa braut á yngri árum. Þarna var komin hin kraftmikla grasrót sem er öllum menningargróðri svo nauðsynleg þótt samfé lagið hafi oftast á henni lítinn skilning og hún njóti helst verndar í afkim- um, á skrítnum kaffihúsum þar sem góð borgararnir sjást sjaldan, eða meðal þeirra sem kjósa að lifa lífinu utan við meginstrauminn. Lífið þar er ekki alltaf auðvelt og það fékk Bjarni Bernharður að reyna. Hann var óþreytandi við sköpun sína, gaf út bækur og hélt sýningar á myndlist sinni, birti verk í tímaritum og reif kjaft á fundum Rithöfundasam bandsins. Árið 1988 varð hann hins vegar fyrir geðrösk un, framdi glæp, og hvarf af sjónarsviðinu um langt árabil meðan hann var að ná bata undir handleiðslu lækna á réttargeðdeild. Allan þann tíma hélt hann þó áfram að skrifa og mála, að þroska stíl sinn og nota sköpunarkraft inn til að takast á við lífið og örlögin. Frá því hann kom aftur af spítalanum hefur Bjarni sinnt listinni af ekki minni krafti en áður. Bækurnar hafa komið út ótt og títt, bæði ljóð og prósaverk, stundum margar á ári, og hann dreifir þeim og selur sjálfur eins og áður. Síðustu ár hefur oft mátt sjá hann í Austurstræti þar sem hann stendur með bækur sínar og býður þær vegfarendum. Mynd- listin hefur líka sótt meira og meira á og bækurnar sem í gamla daga voru skrýddar teikningum státa nú af litríkum málverkum. Síðustu árin má segja að það hafi orðið eins konar sprenging í myndlistariðkun Bjarna. Mál- verkin hafa orðið stærri þáttur í sköpuninni og hafa líka orðið markvissari, teikningin sterkari og litanotkunin öflugri. Bjarni vinnur jöfnum höndum með olíu- liti og akrýl, og nýtir sér mismun- andi eiginleika þessara efna eftir því sem viðfangs efninu hentar. Abstraktið hefur líka orðið fyrir- ferðarmeira og tengist það örugg- lega þessari þróun: Eftir því sem kafað er dýpra í leyndardóma línu og litar kemur betur í ljós að mál- verkið getur lifað sínu eigin lífi án tilvísunar í hlutveruleikann. Sýningin í Anarkíu er önnur sýning Bjarna á þessu vori. Sú fyrri var á Mokka, einmitt þar sem við kynnt umst fyrst fyrir meira en þrjátíu árum. Verkin á sýning unni núna eru einkum frá síðustu þremur árum og ab- straktið er áberandi þótt þarna séu líka málverk þar sem greina má landslag. Það sem slær mann fyrst við þessar myndir er liturinn og djarfar litasamsetn- ingar. Bjarni er ekki hræddur við sterka liti og slær þeim saman af krafti og tilfinningu. Eftir að hann fór að helga sig málverkinu í meira mæli hefur litameðferðin orðið öruggari án þess að dregið hafi úr kraftinum. Þetta er vand- meðfarið og hreint ekki á allra færi að hleypa svo sterkum og afgerandi litum saman á mynd- fleti svo vel fari en þessar myndir Bjarna sýna hve góðum tökum hann hefur náð á aðferðinni. Mjúkar línur hverfast um á strig- anum og litaformin teiknast upp, takast á og ná sáttum í ögrandi myndbyggingu. Bjarni er sjálfmenntaður, bæði í skáldskapnum og myndlistinni. Einhvern veginn þykir það sjálf- sagt í skáldskapnum – það lærir enginn að verða skáld nema af sjálfum sér – meðan menntunar- kröfur verða sífellt meiri á mynd- listarsviðinu. Samt er það alltaf mikilvægast að myndlistarmenn hafi ræktað grasrótina, tekist á við verkin á eigin forsendum og lært gegnum þrotlausa vinnu. Þessi rækt og áratuga iðjusemi hafa skilað sér vel fyrir Bjarna og málverkin á þessari sýningu mynda ótrúlega sterka heild. Þarna eru engar málamiðlanir heldur veitir myndskáldið öllum sínum krafti í verkið, leggur allt undir í glímunni við litinn og myndflötinn. Það er þetta sem gefur myndunum kraft. Jón Proppé ritstjorn@frettatiminn.is Málverkasýning í Anarkía listsal Maðurinn Bjarni Bernharður Bjarnason Bjarni Bernharður Bjarnason leggur allt undir í glímunni við litinn og myndflötinn. Hádegistónleikar Tríós Reykjavíkur, Vorið kemur grænt og hlýtt, verða á Kjarvalsstöðum í dag, föstudaginn 25. apríl, klukkan 12.15. Tónleikarnir eru í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur. Á tónleikunum verður leikið píanó- tríó eftir Beethoven, op.1 nr. 1, en í aðalhlutverki er Vorið úr Árstíðum Vi- valdi. Hér fær tríó Reykjavíkur aðstoð fjögurra nemenda við Listaháskóla Ís- lands og Tónlistarskólann í Reykjavík svo úr verður sjö manna sveit. Árs- tíðirnar eru eflaust eitt þekktasta verk allra tíma og þar er Vorið fremst meðal jafningja. Tríó Reykjavíkur skipa að þessu sinni Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Richard Simm. Nemendur úr Listaháskóla Íslands og Tónlistar- skólanum í Reykjavík eru Guðbjartur Hákonarson, Pétur Björnsson, Hekla Finnsdóttir á fiðlur og Rannveig Marta Sarc á víólu. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.  HádeGistónleikar tríó reykjavíkur á kjarvalsstöðum Vorið kemur grænt og hlýtt Tríó Reykjavíkur skipa Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran, auk Richard Simm. Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Sun 27/4 kl. 20:00 15.k Fös 9/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00 Mið 30/4 kl. 20:00 Sun 11/5 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 Lau 3/5 kl. 20:00 Fim 22/5 kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00 Sun 4/5 kl. 20:00 Fös 23/5 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 lokas Fim 8/5 kl. 20:00 Lau 24/5 kl. 20:00 Ótvíræður sigurvegari Olivier Awards 2013. BLAM (Stóra sviðið) Þri 13/5 kl. 20:00 1.k Lau 17/5 kl. 20:00 5.k Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Mið 14/5 kl. 20:00 2.k Sun 18/5 kl. 14:00 6.k Lau 21/6 kl. 20:00 aukas Fim 15/5 kl. 20:00 3.k Sun 18/5 kl. 20:00 7.k Sun 22/6 kl. 20:00 lokas Fös 16/5 kl. 20:00 4.k Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar! Dagbók Jazzsöngvarans (Nýja sviðið) Fös 25/4 kl. 20:00 3.k Lau 3/5 kl. 20:00 6.k Fös 9/5 kl. 20:00 Sun 27/4 kl. 20:00 4.k Sun 4/5 kl. 20:00 Fös 2/5 kl. 20:00 5.k Fim 8/5 kl. 20:00 Nýtt verk frá CommonNonsense sem færðu okkur Tengdó, Grímusýningu ársins 2012 Ferjan (Litla sviðið) Fös 25/4 kl. 20:00 9.k Mið 14/5 kl. 20:00 20.k Fim 29/5 kl. 20:00 31.k Lau 26/4 kl. 20:00 10.k Fim 15/5 kl. 20:00 21.k Fös 30/5 kl. 20:00 aukas Sun 27/4 kl. 20:00 11.k Fös 16/5 kl. 20:00 22.k Lau 31/5 kl. 20:00 32.k Þri 29/4 kl. 20:00 12.k Lau 17/5 kl. 20:00 23.k Sun 1/6 kl. 20:00 33.k Mið 30/4 kl. 20:00 aukas Sun 18/5 kl. 20:00 24.k Þri 3/6 kl. 20:00 34.k Fös 2/5 kl. 20:00 13.k Þri 20/5 kl. 20:00 25.k Mið 4/6 kl. 20:00 35.k Lau 3/5 kl. 20:00 14.k Mið 21/5 kl. 20:00 aukas Fim 5/6 kl. 20:00 aukas Sun 4/5 kl. 20:00 15.k Fim 22/5 kl. 20:00 26.k Fös 6/6 kl. 20:00 36.k Þri 6/5 kl. 20:00 16.k Fös 23/5 kl. 20:00 27.k Lau 7/6 kl. 20:00 37.k Mið 7/5 kl. 20:00 17.k Lau 24/5 kl. 20:00 aukas Mið 11/6 kl. 20:00 38.k Fim 8/5 kl. 20:00 aukas Sun 25/5 kl. 20:00 28.k Fim 12/6 kl. 20:00 Fös 9/5 kl. 20:00 18.k Þri 27/5 kl. 20:00 29.k Fös 13/6 kl. 20:00 Sun 11/5 kl. 20:00 19.k Mið 28/5 kl. 20:00 30.k Lau 14/6 kl. 20:00 Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar Hamlet litli (Litla sviðið) Fös 25/4 kl. 10:00 * Sun 4/5 kl. 13:00 4.k Fös 9/5 kl. 10:00 * Sun 27/4 kl. 13:00 2.k Sun 4/5 kl. 14:30 5.k Þri 13/5 kl. 10:00 * Sun 27/4 kl. 14:30 3.k Þri 6/5 kl. 10:00 * Mið 14/5 kl. 10:00 * Mið 30/4 kl. 10:00 * Mið 7/5 kl. 10:00 * Fim 15/5 kl. 10:00 * Fös 2/5 kl. 10:00 * Fim 8/5 kl. 10:00 * Fös 16/5 kl. 10:00 * Harmsaga Hamlets fyrir byrjendur. * Skólasýningar Tiny guy (Stóra sviðið) Lau 26/4 kl. 20:00 Erum við of löt til að hugsa? Leikhópurinn Kriðpleir. Aðeins þessi eina sýning! Tini guy – á Stóra sviðinu annað kvöld! HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is SPAMALOT (Stóra sviðið) Lau 26/4 kl. 19:30 27.sýn Fös 9/5 kl. 19:30 30.sýn Sun 18/5 kl. 19:30 33.sýn Fös 2/5 kl. 19:30 28.sýn Lau 10/5 kl. 16:00 31.sýn Lau 24/5 kl. 19:30 34.sýn Lau 3/5 kl. 19:30 29.sýn Lau 17/5 kl. 19:30 32.sýn Sun 25/5 kl. 19:30 35.sýn Salurinn veltist um af hlátri. Fáránlega skemmtilegt! Eldraunin (Stóra sviðið) Fös 25/4 kl. 19:30 Frums. Fim 8/5 kl. 19:30 5.sýn Fim 22/5 kl. 19:30 9.sýn Sun 27/4 kl. 19:30 2.sýn Sun 11/5 kl. 19:30 6.sýn Fös 23/5 kl. 19:30 10.sýn Mið 30/4 kl. 19:30 3.sýn Fim 15/5 kl. 19:30 7.sýn Sun 4/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 16/5 kl. 19:30 8.sýn Tímalaust meistaraverk - frumsýning 25.apríl. Svanir skilja ekki (Kassinn) Fös 2/5 kl. 19:30 21. sýn Mið 7/5 kl. 19:30 23. sýn Lau 10/5 kl. 19:30 25. sýn Lau 3/5 kl. 19:30 22. sýn Fös 9/5 kl. 19:30 24. sýn Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur um undarlegt eðli hjónabandsins. Litli prinsinn (Kúlan) Lau 26/4 kl. 14:00 Aukas. Mið 30/4 kl. 17:00 Aukas. Lau 10/5 kl. 14:00 Aukas. Lau 26/4 kl. 16:00 Aukas. Lau 3/5 kl. 14:00 Aukas. Lau 10/5 kl. 16:00 Aukas. Sun 27/4 kl. 14:00 9.sýn Lau 3/5 kl. 16:00 Aukas. Sun 11/5 kl. 14:00 13.sýn Sun 27/4 kl. 16:00 10.sýn Sun 4/5 kl. 14:00 11.sýn Sun 11/5 kl. 16:00 14.sýn Mið 30/4 kl. 11:00 Aukas. Sun 4/5 kl. 16:00 12.sýn Falleg sýning um vináttuna og það sem skiptir máli í lífinu. Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 26/4 kl. 20:00 64.sýn Fös 2/5 kl. 20:00 66.sýn Lau 3/5 kl. 20:00 68.sýn Lau 26/4 kl. 22:30 65.sýn Fös 2/5 kl. 22:30 67.sýn Lau 3/5 kl. 22:30 69.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Skratinn úr sauðarleggnum (Kassinn) Lau 26/4 kl. 19:30 Sun 27/4 kl. 19:30 SPAMALOT–„alveg konunglega skemmtilegt bull“ Morgunblaðið 46 menning Helgin 25.-27. apríl 2014 VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR Góð samskipti milli þín og barna þinna er besta leiðin til að vernda þau gegn kynferðislegu ofbeldi!

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.