Fréttatíminn - 25.04.2014, Blaðsíða 48
Í takt við tÍmann Sigurborg Selma karlSdóttir
Alltaf á háum hælum
Sigurborg Selma Karlsdóttir er 25 ára og býr í Hlíðunum. Hún lærði fatahönnun í Listaháskólanum en starfar sem blaðamaður á
Morgunblaðinu og skrifar um hönnun og tísku í Sunnudagsblað þess. Hún gengur alltaf í háum hælum og elskar indverskan mat.
Staðalbúnaður
Ég er alltaf á hælum en annars er fatastíll-
inn minn voðalega kasúal. Ég geng oft í
kjólum eða kósíbuxum en reyni yfirleitt
að toppa þetta upp með flottum hælum og
skemmtilegu skarti. Mér finnst GK mjög
flott búð og svo er Zara alltaf fín til að
finna trend sem eru í gangi en eru samt
ódýr.
Hugbúnaður
Ég fer ekkert sérstaklega oft út að
djamma en þegar það gerist er fínt
að fara í drykk á Snaps. Vodka í tónik
verður oftast fyrir valinu eða hvítvín.
Það er alltaf gaman að taka sveiflu á
Kaffibarnum og stundum fer ég á Live
Pub í karíóki ef maður vill fá smá útrás í
góðra vina hópi. Ég fer mikið á kaffihús
um helgar og uppáhalds staðurinn minn
núna er Cuckoo’s Nest, brunch-inn þar er
æðislegur. Við vinkonurnar stefnum á að
hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmara-
þoninu í ágúst og erum því búnar að vera
duglegar á hlaupabrettinu að undanförnu.
Ég horfi ekki mikið á sjónvarp en ég er
með Netflix. Ég er einnig mikill Seinfeld
aðdáandi og er að fylgjast með House of
Cards núna sem eru mjög skemmtilegir
þættir en ég á frekar erfitt með að detta
inn í seríur nema að taka þær allar í einu.
Vélbúnaður
Ég er með Macbook Pro og iPhone sem
gagnast vel í vinnunni, það er þægilegt að
vera alltaf tengd. Svo nota ég alltaf gamla
góða diktafóninn. Mér finnst Instagram
miklu skemmtilegra en Facebook, það er
svo mikið af rusli á Facebook. Svo er ég
á Twitter og er að átta mig þar, ég nota
Twitter mikið til að fylgjast með tísku.
Aukabúnaður
Ég á fimm ára strák og reyni að vera
dugleg að elda fisk fyrir okkur. Við erum
samt líka dugleg að „tríta“ okkur á veit-
ingahúsum. Við elskum bæði ind-
verskan mat – indverskur matur er
það besta sem hann fær – og erum
hrifin af Bombay Bazaar í Kópavogi
og Austurlandahraðlestinni. Ég
stefni á að fara eitthvað til útlanda í
sumar og vonandi fer ég á tískuvik-
una í Kaupmannahöfn í ágúst. Fjöl-
skyldan á sumarbústað í Skorradal
og ég fer eflaust eitthvað þangað. Þar er
alltaf frábært að vera.
Viðskiptatækifæri í austri
Magnús Bjarnason,
forstjóri Icelandic Group
Útflutningsverkefnið ÚH
Útskrift og verðlaunaafhending
Fundarstjóri
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir,
forstjóri Actavis
Að loknum framsöguerindum
verður boðið upp á veitingar
Tækifæri í austri
Ársfundur Íslandsstofu
Mánudagur 28. apríl, kl. 11-13 á Grand Hótel Reykjavík
Skráning á islandsstofa@islandsstofa.is
eða í síma 511 4000
Nánari upplýsingar á Islandsstofa.is
Dagskrá
Setning fundar
Vilborg Einarsdóttir,
formaður stjórnar Íslandsstofu
Ávarp ráðherra
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra
Litið yfir árið
Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri
Íslandsstofu
China ś International Relations
Victor Gao, Director of China National
Association of International Studies
appafengur
The Human Body
Þetta fræðandi
app, The Hum-
an Body, var
valið eitt það
besta á árinu
2013 af App
Store. Það er
ætlað fyrir for-
vitin börn sem
með appinu
geta kynnt sér
hvernig nánast
hvaða líffæri
er virkar. Hver
notandi býr til
sinn „prófíl“
og þar hægt
að stilla hvort
viðkomandi
skoðar stelpu-
eða stráka-
líkama. Nánast
er hægt að ýta
á hvað sem er,
kynnast blóð-
rásarkerfinu,
athuga hvað
gerist ef bein
eru fjarlægð,
grandskoða
virkni lungnanna, fylgjast með
leið fæðunnar niður meltingar-
veginn og það er meira að segja
hægt að þrýsta lofbólum niður
þarmana þannig að það komi
prump. Það síðastnefnda vekur
mikla kátínu á mínu heimili.
Svona frábært app er auðvitað
ekki ókeypis en kostar þó aðeins
litla þrjá Bandaríkjadali. Þó það
sé fróðlegt og skemmtilegt að
nota það í iPhone er það enn
skemmtilegra í iPad. Möguleik-
arnir eru í raun óendanlegir.
Það er bara að fikta sig áfram.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Ég mála mig alltaf eitthvað og
ég á rosalega mörg ilmvötn. Ég
get hins vegar ekki sagt hvaða
ilmvötn ég nota enda á maður
alltaf að vera „mysterious“
með ilmvötnin sín...
Ég er búin að vera áskrifandi
að Vogue síðan ég var tólf ára
og það var mér svolítið til ama
þegar ég var að flytja um dag-
inn. En það kemur samt ekki til
greina að losa sig við blöðin.
Ég geng alltaf
í háhæluðum
skóm.
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
48 dægurmál Helgin 25.-27. apríl 2014