Fréttatíminn - 25.04.2014, Síða 50
T ónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn hefur vakið athygli að undanförnu en hún sendi
frá sér sitt fyrsta lag í ársbyrjun.
Lagið heitir „Sama hvað“ og lýsir
Unnur Sara því sem draumkenndu
popplagi en hún semur bæði lag og
texta. „Lagið fjallar um hvað allir
eru alltaf að drífa sig að komast á
næsta stað í stað þess að staldra við
og finna hvað þeir vilja í alvöru,“
segir hún.
Unnur Sara er aðeins 21 árs og út-
skrifast á næsta ári með burtfarar-
próf í söng frá tónlistarskóla Félags
íslenskra hljómlistarmanna. Ný-
verið fékk hún styrk úr minningar-
sjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar sem
styrkir framúrskarandi söngnem-
endur til náms.
Hún segir viðbrögðin við laginu
hafa komið skemmtilega á óvart.
„Ég hef fengið mjög góð viðbrögð
miðað við að þetta er fyrsta lagið
sem ég sendi frá mér. Fólk hefur
líka verið ánægt með myndbandið,“
segir hún en myndbandið var unnið
af Leikhópnum Svavari og handrit
og leikstjórn í höndum Vilhelms
Þórs.
Helsti áhrifavaldur Unnar Söru
í tónlist er Kate Bush og segist
hún hlusta mikið á hann, en aðrir
áhrifavaldar eru meðal annars Reg-
ina Spektor og Esperanza Spald-
ing. Það lá ekki alltaf beinast við
að Unnur Sara legði tónlistina fyrir
sig. Hún var í söngnámi meðfram
menntaskóla en eftir útskrift ákvað
hún að fara í fullt söngnám.
Hún byrjaði fyrir alvöru að
syngja um níu ára aldurinn en sex
ára heillaðist hún af Stuðmönn-
um og var kvikmyndin Með allt
á hreinu í miklu uppáhaldi. „Ég
hlustaði mikið á lögin úr mynd-
inni,“ segir hún en flest eru þau
orðin ódauðlegur hluti af íslenskri
tónlistarsögu.
Unnur Sara hefur haldið þó
nokkra tónleika en þeir næstu verða
á Þjóðlagahátíð á Siglufirði í sumar
þar sem hún syngur á frönsku lög
Serge Gainsbourg með hljómsveit.
Þá er hún byrjuð að vinna að smá-
skífu sem verður gefin út á næsta
ári. „Þetta verður spennandi,“ segir
þessi unga söngkona sem sannar-
lega á framtíðina fyrir sér í tónlist-
inni.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Menning TónlisTarkonan UnnUr sara eldjárn hefUr vakið aThygli
Semur draumkennda
popptónlist
Tónlistarkonan
Unnur Sara
Eldjárn sendi
frá sitt fyrsta
lag á dögunum
og hefur vakið
nokkra athygli.
Tónlist hennar
má lýsa sem
draumkenndri
popptónlist
undir áhrifum
frá djassi
og íslenskri
þjóðlaga-
tónlist. Sex
ára heillaðist
hún af Stuð-
mönnum og
horfði mikið á
myndina Með
allt á hreinu.
Unnur Sara Eldjárn er aðeins 21 árs og sendi frá sér sitt fyrsta lag í ársbyrjun. Hún semur bæði lög og texta, og helsti áhrifavaldur
hennar í tónlist er Kate Bush. Ljósmynd/Hari
Hugleikur Dagsson er einn aðstandenda Svartra sunnudaga í Bíó Paradís.
Lokasýning vetrarins er á sunnudag og þá verður opnuð glæsileg plakatasýning.
Bíó lífleg dagskrá í Bíó Paradís UM helgina
Plaköt og pólskar myndir í Paradís
Pólskir kvikmyndadagar standa nú
yfir í Bíó Paradís við Hverfisgötu
og lýkur þeim á laugardag. Á dag-
skránni eru þrjár forvitnilegar
myndir sem sagðar eru þverskurður
af því besta sem pólskt bíó hefur
upp á að bjóða. Myndirnar eru á
pólsku með enskum texta og frítt er
inn á allar sýningar.
Opnunarmyndin var Walesa –
Maður vonar sem fjallar um Nóbels-
verðlaunahafann og fyrrum forseta
Póllands Lech Walesa. Hinar tvær
myndirnar eru Lífið er yndislegt,
sem fjallar um baráttu Mateusz sem
hrjáður er af heilalömun, og hin
margverðlaunaða mynd Ída.
Á sunnudag mun svo költmynda-
hópurinn Svartir sunnudagar kveðja
veturinn með plakatasýningu. Sýn-
ingin verður opnuð klukkan 19.30
en klukkan 20 verður kvikmyndin
Brazil, sem þykir eitt af meistara-
verkum kvikmyndasögunnar, sýnd.
Á sýningunni má sjá plaköt
sem listamenn gerðu sérstaklega
fyrir sýningar Svartra sunnudaga
í vetur. Sýningin er sölusýning
og er hvert veggspjald sérprentað
fyrir viðskiptavininn. Sýningin
mun standa fram eftir vori. Meðal
listamanna sem eiga þarna verk
eru Sigtryggur Berg Sigmarsson,
Helgi Þórsson, Sunna Rún Péturs-
dóttir, Ingi Jensson, Sirrý Margrét
Lárusdóttir, Harpa Rún Ólafsdóttir,
Ómar Hauksson, Sjón, Davíð Örn
Halldórsson, Snorri Ásmundsson,
Evana Kisa, Bobby Breiðholt, Víðir
Mýrmann, Hrefna Hörn, Ragnar
Fjalar Lárusson, Ragnar Hansson,
Friðrik Svanur Sigurðarson, Hall-
dór Baldursson, Þorri Hringsson,
Lilja Hlín Pétursdóttir og Eysteinn
Þórðarson.
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
Þjóðleikhúsið frumsýnir
Eldraunina eftir Arthur
Miller í kvöld, föstudags-
kvöld, í leikstjórn Sviss-
lendingsins Stefan Metz.
Sögulegur bakgrunnur
Eldraunarinnar eru
nornaveiðar og galdra-
brennur í þorpinu Salem í
Massachussets árið 1692.
Miller skrifar verkið með
hliðsjón af þeim ofsóknum
sem fjöldi einstaklinga
mátti þola á sjötta áratug
síðustu aldar þegar
bandarísk yfirvöld lögðu
kapp á að fletta ofan af
starfsemi kommúnista í
landinu.
Hilmir Snær Guðnason
leikur bóndann John
Proctor í sýningunni en
áður hafði verið auglýst
að Ingvar E. Sigurðsson
myndi leika hlutverkið.
Með hlutverk eiginkonu
hans fer Margrét Vil-
hjálmsdóttir, Elma
Stefanía Ágústsdóttir
leikur ástfangna unglings-
stúlku og fjöldi annara
leikara fer með hlutverk í
sýningunni. Til að mynda
Þórhallur Sigurðsson sem
hefur ekki stigið á svið
sem leikari í nokkur ár og
Sigurður Skúlason.
Dísa safnar fyrir plötugerð
Tónlistarkonan Dísa Hreiðarsdóttir, sem
síðustu ár hefur trommað og spilað á píanó í
Brúðarbandinu, Grúsku Babúsku og með Elízu
Newman, hyggur á útgáfu sinnar fyrstu sólóskífu
undir nafninu Bláskjár. Hún hefur nú hafið söfnun
á Karolina Fund til að fjármagna upptökur og
framleiðslu á plötunni og stendur söfnunin til
5. júní. Nánari upplýsingar má finna á Karolina-
fund.com/project/view/337. Dísa segir að tónlist
Bláskjás sé ljóðræn alþýðutónlist þar sem lögð er
á að segja sögur með ríkum og einlægum boð-
skap. Fyrstu tónleikar Bláskjás með hljómsveit
verða í Fríkirkjunni hinn 16. maí. Dísa er að ljúka
meistaranámi í tónlist við LHÍ og Bláskjár er út-
skriftarverkefni hennar.
Eldraunin í Þjóðleikhúsinu
50 dægurmál Helgin 25.-27. apríl 2014