Fréttatíminn - 25.04.2014, Page 54
barnamenning 29. apríl-4. maí 20142
Það er úr nægu
að velja þegar
dagskrá Barna-
menningarhá-
tíðar er skoðuð.
Hér er hlaupið
yfir nokkra
áhugaverða
viðburði en
ítarlega dag-
skrá má finna
á heimasíðu
hátíðarinnar.
Rekstrarvörur til fjáröflunar
– safnaðu peningum með sölu á fjáröflunarvörum frá RV
FÓ
TB
O
LT
I
BA
DM
IN
TO
N
SU
N
D
HA
N
DB
O
LT
I
KÖ
RF
UB
O
LT
I
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
RV
1113
Er æfingaferð,
keppnisferð,
útskriftarferð eða
önnur kostnaðarsöm
verkefni framundan?
Síðustu 30 árin hafa félagar í
íþróttafélögum, kórum og öðrum
félagasamtökum aflað sér fjár
á einfaldan hátt með sölu á WC
pappír, eldhúsrúllum, þvottadufti og
öðrum fjáröflunarvörum frá RV.
Fjölbreytt dagskrá um alla borg
Perlutónleikar
Tónagull heldur, ásamt Berglindi
Maríu TóMasdóTTur flautuleikara,
tónleika á léttum nótum fyrir allra yngstu
börnin í HannesarHolTi þar sem
sungnar verða þekktar perlur og barna-
gælur. Tónleikagestum býðst að vera með
í söngnum og taka þátt í flutningi með
klappi og smáhljóðfærum. Lóunni verður
fagnað, riðið heim til Hóla og fé rekið úr
móunum svo eitthvað sé nefnt.
Sunnudagur 4. maí kl. 15.00 til 16.00
Gallerí UngLamb
Í gallerí unglaMB gefst ungu
fólki tækifæri til þess að stíga sín
fyrstu skref í heimi lista, sýna verk
sín og koma sjálfu sér á framfæri.
Öllum unglingum í félagsmiðstöðvum
Kringlumýrar var velkomið að taka þátt
og nú hafa 30 listamenn skráð verk sín til
sýnis. Um er að ræða sýningu sem enginn
ætti að láta framhjá sér fara, því þarna
verða myndlistarlistamenn framtíðarinnar
til.
Við hverju leitar þú svara?
Hefur þig alltaf langað í slímfótabað eða
að vita hvað þú átt að gera ef þú lendir á
eyðieyju? Prófa ryksuguhanska eða lenda
í sápukúluævintýri? Það verður spenn-
andi upplifun að kíkja í ToppsTöðina,
frumkvöðlasetur í gömlu varaaflstöðinni
við Rafstöðvarveg í Elliðarárdal, fá svar við
allskonar spurningum og safna í reynslu-
bankann. Íslenskt hugvit verður í hávegum
haft.
Kynlegir kvistir
Hefurðu einhvern tímann haldið á steini
eða trébút og séð í honum alls kyns
verur eða andlit? Í húsakynnum Mynd-
Höggvarafélagins verður farið í
skapandi ferðalag um heim sjónlista
þar sem form, litir, áferð, ljós og skuggi
eru nýtt í persónulegri tjáningu.
Myndhöggvararnir KarloTTa
Blöndal og Jóna Hlíf Hall-
dórsdóTTir bjóða krökkum
að smíða og mála skúlptúra í þrívídd til að
taka með sér heim.
Dansveisla í Hörpu
Í tilefni af alþJóðlega dansdeginuM
29. apríl sameina listdansskólar höfuð-
borgarsvæðisins krafta sína og bjóða upp
á allsherjar dansveislu í eldBorg. Boðið
verður upp á metnaðarfulla dagskrá þar
sem ólíkir dansstílar og dansarar, jafnt
mjög ungir sem langt komnir, fá
að njóta sín. Trúðar og Charlie
Chaplin-ar, blómagarðar og
svanapollur eru aðeins brot af
því augnakonfekti sem boðið verður upp á.
Skemmtum okkur saman
Börnin á MiðBorg, frístundaheimilinu
drauMalandi og í ausTurBæJar-
sKóla setja upp sýninguna Við skemmt-
um okkur saman. Sýningin er afrakstur
átta menningarveislna sem börnin héldu
og eiga uppruna sinn í mismunandi menn-
ingarheimum víðs vegar að. Ljósmyndir
og annan afrakstur af indíánahátíð, úr
sænskri veislu, holi veislu og risaeðluhátíð
má nú sjá á KJarvalssTöðuM.
Ég veit eina stjörnu
Það verður ævintýri líkast þegar 500 reyk-
vísk leikskólabörn sameinast í einn kór og
syngja lögin hans Jóns Ásgeirssonar
við undirleik atvinnutónlistarmanna.
Fram koma einnig forskólanemendur
TónsKóla sigursveins og HaMra-
HlíðarKórinn. Þetta er í fjórða sinn
sem Tónskóli Sigursveins heiðrar ástsælt
tónskáld með þessum hætti.
Þriðjudagur 29. apríl kl. 14.00 til
15.00
Drullumall
Unglingar í félagsmiðstöðvum Kamps
halda tónleika með það að markmiði
að hvetja unglinga til að kynna sér
ólíkar tegundir tónlistar, prófa
sig áfram í tónlistarsköpun og
skapa vettvang þar sem unglingar
geta lært af reyndu tónlistarfólki
í öruggu umhverfi félagsmið-
stöðvarinnar. Í tilefni af BarnaMenning-
arHÁTíð koma fram ungar og upprenn-
andi hljómsveitir auk reyndari listamanna
eins og friðriK dór og Úlfur Úlfur.
Þriðjudaginn 29. apríl kl. 19.30 til
22.00
Börn stjórna leiðsögnum
um sýningarnar á Kjarvals-
stöðum
Nemendur í 6. bekk í laugarnessKóla
stjórna leiðsögn um sýninguna Árs-
Tíðir KJarvals, um sýningu finnska
myndlistamannsins Harro og sýningu
Hildar ÁsgeirsdóTTur Jónsson.
Sláist með í för og skoðið verk þessara
listamanna með augum barna!
Myndasögusmiðja fyrir
draumlynda
Taktu þátt í myndasögusmiðju í Borgar-
BóKasafninu og teiknaðu drauma
þína. Í smiðjunni verður farið yfir þau
undirstöðuatriði sem gera teikningu að
myndasögu. Leiðbeinandi verður finnski
myndasögusmiðurinn og kennarinn
peTri KoiKKalainen.
Sérðu ekki að ég er líka
unglingur
félagsMiðsTöðin asKJa/KleTTa-
sKóli, setur upp sýninguna sérðu
eKKi að ég er unglingur
í Hornsílinu, sýningarsal
sJóMinJasafnsins.
Nánast allir unglingar í Öskju
eru á fötlunarstigi 1, þá eru þau
unglingar, jafnfjölbreytt og með
sömu áhugamál og aðrir unglingar.
Markmiðið er að sporna gegn því við-
horfi að fatlaðir séu umönnunarþung
smábörn alla ævi og sýna þroska þeirra.
14 ára lífið
unglingar í reyKJavíK eru skapandi
og skemmtilegur hópur en hvað eru
unglingarnir að fást við í sínu daglega lífi?
Við fáum innsýn í líf fjórtán ára unglinga
út frá þeirra sjónarhorni í gegnum myndir
á insTagraM.
Hnésokkar og lakkrísrör
BarnaBallið í ævinTýraHöllinni
í iðnó er skemmtilegt tækifæri fyrir öll
börn og fjölskyldur þeirra til að koma
saman og dansa, gleðjast, hoppa og
tjútta. Þeir miklu gleðigjafar valdiMar
guðMundsson og vinir halda uppi
fjöri og flytja eigin tónlist, barnalög og
barnvæn lög frá ýmsum tímabilum ís-
lenskrar dægurlagasögu sem flestir ættu
að kannast við.
Laugardaginn 3. maí kl. 14.30 til
16.30
Miðstöð barnamenningar
Í iðnó verður starfrækt barnamenning-
arhús undir nafninu ævinTýraHöllin.
Þar fá börn og unglingar að njóta skap-
andi hæfileika sinna í skemmtilegu
umhverfi. Í Ævintýrahöllinni
verður fjölbreytt dagskrá fyrir
börn og vel tekið á móti
fjölskyldum og hópum.
Helstu stórviðburðir verða
barnaball með valdiMar
guðMundssyni og vinum, balkansk-
ir tónleikar, danssýning með egypsku
þema og kammertónleikar. Í smiðjum
verður svo hægt að læra að öðlast ofur-
hetjukrafta, rappa, dansa afró-brasilískan
bardagadans, búa til hljóðfæri og fleira.
Hátíðin er tileinkuð náttúru landsins,
börnum og vísindum.
Í boði verða fjölbreyttir fjölskylduvið-
burðir, svo sem fuglaskoðun, útileikir,
tónlistaratriði, sögustund, sápukúlur,
krítar og margt fleira. Sérstakir við-
burðir tengdir einstöku friðlandi Vatns-
mýrarinnar verða einnig á dagskránni en
þar geta börn notið villtrar náttúru og
fuglalífs í miðri borginni.
sKoTTMarKaður verður við Norræna
húsið frá klukkan 12:00 til 16:00 þar sem
fólk getur sett upp sölubás í farangurs-
rými eða skotti bíla sinna. Nauðsynlegt
er að skrá sig fyrirfram hjá Norræna
húsinu á þann viðburð.
Þá verður grasaHlaupið 2014
hlaupið þar sem grasafræðingur stendur
fyrir grasaleit. sveinn KJarTansson,
sJónvarpsKoKKur með meiru,
verður með þemað Fisk í dag en síðar
í maí opnar hann nýjan veitingastað í
Norræna húsinu.
Þorri atriða fer fram í og við Norræna
húsið en einnig í Þjóðminjasafninu og
Háskóla íslands. Dagskráin fer að mestu
leyti fram utandyra og fólk því hvatt til
að klæðast eftir veðri.
Nánari upplýsingar um dagskrána má
nálgast á faceBooK-síðunni
vaTnsMýrarHÁTíð 2014.
Kynning
Vatnsmýrarhátíð
fyrir alla fjölskylduna
Vatnsmýrarhátíðin verður haldin sunnudaginn 4. maí og er hún
lokahnykkur Barnamenningarhátíðar. Norræna húsið stendur
fyrir Vatnsmýrarhátíðinni í samstarfi við Þjóðminjasafnið og
Háskóla Íslands.