Fréttatíminn - 30.05.2014, Side 10
VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA
Með biðpósti sleppurðu við að pósturinn
hlaðist upp heima hjá þér meðan þú ert í fríi.
Pantaðu biðpóst á www.postur.is eða á næsta
pósthúsi og þú velur hvar pósturinn þinn bíður
eftir þér.
www.postur.is
PANTAÐU BIÐPÓST
FYRIR SUMARFRÍIÐ!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
1
3
-1
5
4
8
Glútenlaust,
góðan daginn!
R ekstur og fjárhagsstaða sveitarfélaga hefur verið að styrkjast á heildina litið allt
frá árinu 2009 samkvæmt grein-
ingu Íslandsbanka um málefni
sveitarfélaga. Flest sveitarfélag-
anna hafa lagt áherslu á hagræð-
ingu í rekstri og að greiða niður
skuldir. Hins vegar hafa heildar
fjárfestingar og framkvæmdir
sveitarfélaganna verið í lágmarki,
nokkur sveitarfélög hafa þó byggt
hjúkrunarheimili á framangreindu
tímabili. Það verkefni er samvinnu-
verkefni milli ríkis og sveitarfélags
þar sem ríkið gerir langtíma leigu-
samning við sveitarfélagið.
Skuldir og skuldbindingar
sveitarfélaga á Íslandi hækkuðu
umtalsvert haustið 2008. Helsta
ástæða þess var gengisfall krón-
unnar og mikil verðbólga. Bróður-
partur skulda sveitarfélaganna var
verðtryggður eða í erlendri mynt
en hækkun vísitölu neysluverðs
nam 43% frá lokum árs 2007 til árs-
loka 2012. Gengisvísitala íslensku
krónunnar hækkaði um 92% á
sama tímabil.
Í skýrslunni kemur fram að
tekjur íslenskra sveitarfélaga eru
að aukast á milli ára og nemur
aukningin rúmum 71 milljarði
króna, um 32% frá árinu 2010. Á
árinu 2013 lækkuðu skuldir og
skuldbindingar sveitarfélaga á
Íslandi um rúmlega 39 milljarða
króna frá árinu á undan sem sam-
svarar um 7% lækkun. Styrking
krónunnar útskýrir að hluta til
þessa lækkun en á árinu 2013
lækkaði gengisvísitala krónunnar
um 9%.
Í skýrslunni kemur fram að
íbúaþróun hafi verið jákvæð
undanfarin tvö ár. Hlutfallsleg
fólksfjölgun hefur orðið á öllum
landsvæðum nema einu, Norður-
landi vestra. Mest var aukningin
á höfuðborgarsvæðinu (2,5%) en
þar á eftir komu Suðurnes, Suður-
land og Austurland. Ef horft er á
tímabilið frá árinu 2010 til 2012
var þessu öfugt farið en þá var
fækkun á nánast öllum landsvæð-
um. Helsta skýring á þessum mun
er að á tímabilinu frá 2010 til 2012
voru búferlaflutningar á milli landa
þannig að brottfluttir voru umfram
aðflutta en sú þróun hefur snúist
við síðastliðin tvö ár.
Fjárhagsleg staða sveitarfélaga
landsins er nokkuð góð samkvæmt
skýrslunni og hefur þróunin verið
jákvæð síðustu ár. Niðurstöðurnar
fyrir A- og B-hluta benda til þess
að rekstur um 97% sveitarfélaga
sé í lagi og geti staðið undir nú-
verandi skuldsetningu. Séu niður-
stöður fyrir A-hluta skoðaðar sýna
þær að rekstur 88% sveitarfélaga
stendur undir skuldsetningu.
Lækkun hlutfallsins bendir til
þess að mörg sveitarfélög á Íslandi
séu með sterk B-hluta félög sem
rekstur sveitarfélagsins í heild nýt-
ur góðs af. Margar ástæður geta
verið fyrir mismunandi fjárhags-
stöðu sveitarfélaga, til dæmis ólíkt
atvinnulíf, íbúaþróun og breyting á
tekjustofni.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Viðsnúningur í rekstri
sveitarfélaga frá hruni
Rekstur og fjárhagsstaða sveitarfélaga hefur styrkst frá árinu 2009 en fjárfestingar og fram-
kvæmdir hafa verið í lágmarki. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Íslandsbanka um málefni
sveitarfélaga. Helstu framkvæmdir sem sveitarfélög hafa ráðist í eru bygging hjúkrunarheimila
sem unnar eru í samvinnu við ríkið.
A- og B-hluti í rekstri sveitarfélaga. Hvað þýðir það?
Frá Akureyri. Íslensk sveitarfélög eru 74 talsins. Frá árinu 1990 hefur sveitarfélögum fækkað um meira en helming í kjölfar
sameininga. Fjárhagsleg staða sveitarfélaga landsins er nokkuð góð samkvæmt skýrslunni og hefur þróunin verið jákvæð
síðustu ár. Niðurstöðurnar fyrir A og B hluta benda til þess að rekstur um 97% sveitarfélaga sé í lagi og geti staðið undir nú-
verandi skuldsetningu. Séu niðurstöður fyrir A hluta skoðaðar sýna þær að rekstur 88% sveitarfélaga stendur undir skuldsetn-
ingu. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages
Starfsemi sveitarfélaga
er skipt í A-og B-hluta. Til
A-hluta telst starfsemi
sem að hluta til eða að
öllu leyti er fjármögnuð
með skatttekjum. Undir
A-hluta falla lögbundin
verkefni ásamt öðrum
tilfallandi verkefnum.
Dæmi um lögbundin
verkefni eru rekstur
leikskóla og grunnskóla,
staðbundin félagsþjón-
usta og málefni fatlaðra.
Í B-hluta eru fyrirtæki/
stofnanir sem að hálfu
eða meirihluta eru í eigu
sveitarfélagsins eða eru
að meirihluta á ábyrgð
þess og eru rekin sem
fjárhagslega sjálfstæðar
einingar. Fyrirtæki/
stofnanir í B-hluta eru
að mestu eða öllu leyti
fjármagnaðar með
þjónustugjöldum. Dæmi
um B-hluta fyrirtæki eru
hafnarsjóður, vatns-
veita, rafveita, hitaveita,
fráveita og sorphirða.
10 fréttaskýring Helgin 30. maí-1. júní 2014