Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.05.2014, Page 14

Fréttatíminn - 30.05.2014, Page 14
S Sveitarstjórnarkosningar fara fram á morgun, laugardaginn 31. maí. Kosningarnar eru mikilvægar, enda velja kjósendur fulltrúa sem fara munu með málefni nærsamfélagsins næstu fjögur ár. Sveitarfélög gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki og ber að gæta hagsmuna íbúanna. Nærtækast er að nefna þar skóla- mál, félagsþjónustu, skipulags- og sam- göngumál, auk um- hverfismála. Forsenda þess að sveitarfélög geti rækt lögbundnar skyldur sínar við íbúa er að fjármálastjórn þeirra sé markviss og stefnuföst. Um 60% af skatttekjum sveitar- félaganna fara í að greiða laun starfs- manna og launatengd gjöld. Ýmis sveitarfélög fóru illa út úr efnahagshruninu árið 2008 enda voru mörg þeirra mjög skuldsett. Undanfarin ár hafa batamerki sést í rekstri þeirra, tekjur hafa aukist og gert er ráð fyrir hagnaði í ár, sé á heildina litið. Heildartekjur hafa aukist jafnt og þétt frá árinu 2010 og framlegð frá rekstri hefur aukist. Með gildistöku sveitarstjórnar- laga árið 2012 var ákvæði um 150% skuldaviðmið fyrir A og B-hluta í reikningsskilunum. Árið 2012 var fyrsta rekstrarárið vegna hins nýja skuldaviðmiðs og nam viðmiðið það ár um 204%. Fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir lækkun hlutfallsins og að það nemi um 174% árið 2014, að því er fram kemur hjá innanríkisráðu- neytinu, ráðuneyti sveitarstjórnar- mála. Hlutverk sveitarfélaga hefur verið að þróast og breytast á undan- förnum árum og áratugum með yfir- færslu mikilvægra þjónustuverkefna frá ríkinu til þeirra. Með þeirri eðli- legu þróun hefur þjónustan færst nær íbúunum – og ætti samkvæmt því að batna. Það er síðan íbúanna að fylgja þeirri þróun eftir, veita kjörnum fulltrúum aðhald. Ónefnt er að sveitarfélögin gegna þýðingar- miklu hlutverki sem vinnuveitendur en þau eru sem heild einn stærsti vinnuveitandi í landinu. Á framboðslistum í sveitarstjórn- arkosningunum á morgun eiga sæti 2.916 einstaklingar og er meðalald- ur þeirra 44,4 ár, sem er áþekkt því sem var í kosningunum 2010. Meðal- aldur karla er hærri en kvenna, eða 45,5 ár samanborið við 43,1 ár hjá konum. Hlutur kvenna í fyrsta sæti á framboðslistum er nú meiri en nokkru sinni, 33%, borið saman við 22% árið 2006 og 25% árið 2010. Þróunin hefur verið í jafnræðisátt en enn er langt er í land svo viðunandi teljist. Markmiðið hlýtur að vera að kynjaskipting í forystusætum sé sem jöfnust. Þróunin er í rétta átt en enn er verk að vinna. Á framboðs- listunum í heild eru 1536 karlar og 1380 konur. Karlar eru 53% fram- bjóðenda, konur 47%. Þessi hlutföll eru hin sömu og voru í síðustu sveit- arstjórnarkosningum. Alls eru 184 listar í framboði til 74 sveitarstjórna í kosningunum. Flestir framboðs- listar eru í tveimur stærstu sveitar- félögum landsins, Reykjavík og Kópavogi, alls 8. Það er fagnaðarefni og til marks um grósku og áhuga á lýðræðislegri þátttöku. Þjóðfélagsástandið var um margt sérstakt þegar síðustu sveitarstjórn- arkosningar fóru fram, vorið 2010. Efnahagur var almennt bágur svo skömmu eftir hrun og fundu hefð- bundnir stjórnmálaflokkar smörþef- inn af óánægju kjósenda. Hún lýsti sér jafnframt í einni dræmustu þátt- töku í sveitarstjórnarkosningum til þessa og óvenju háu hlutfalli auðra seðla. Þjóðarhagur hefur batnað síðan, hagvöxtur er að aukast og atvinnu- leysi hefur minnkað til muna. Aðstæður eru því aðrar en fyrir fjórum árum þótt enn sé talsvert í land. Sveitarstjórnarkosningar taka óhjákvæmilega mið af stöðu landsmála hverju sinni þótt málefni sveitarfélagsins sjálfs séu vitaskuld í fyrirrúmi. Valdið er í höndum kjósenda á kjördegi. Kosningarétturinn er dýr- mætur. Hann eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri. Enn fremur eiga kosninga- rétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, sem og aðrir erlendir ríkis- borgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjör- dag. Mikilvægt er að kjósendur nýti rétt sinn, taki afstöðu og hafi þannig áhrif á þróun mála í sínu sveitar- félagi. Sveitarstjórnarkosningar Forystuval til næstu fjögurra ára Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýs- ingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. www.kia.com H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4- 01 34 Glæsilegur Kia Rio - rúmgóður og einstaklega sparneytinn Nútímatækni og hönnun hefur ekki einungis skilað mögnuðum gæðabíl, heldur er hann einn sparneytnasti fjöldaframleiddi dísilbíll í heimi. Magn CO2 í útblæstri er einnig mjög lítið svo hann fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mínútur í senn. Að sjálfsögðu er 7 ára ábyrgð á nýjum Kia Rio, svo hún gildir til ársins 2021. Komdu og reynsluaktu, við tökum vel á móti þér. Eyðir aðeins frá 3,6 lítrum á hundraðið ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook Verð frá 2.590.777 kr. Rio 1,1 dísil Eigum bíla ti l afgre iðslu strax ! 30.296 Íslendingar syngja í laginu Ísland sem frumflutt var í Kastljósi í vikunni. Halldór Gunnar Pálsson samdi lagið við ljóð Jökuls Jörgensen. Hall- dór tók sönginn upp á 153 stöðum á landinu og að baki verkefninu liggja yfir þúsund vinnustundir. 124 milljón króna tap varð á rekstri Sjóvár á fyrsta ársfjórðungi. Hagn- aður félagsins á sama tíma í fyrra var 617 milljónir króna. 7 mörk hefur KR-ingurinn Baldur Sigurðsson skorað gegn FH á síðustu árum. Hann tryggði KR sigur gegn FH í bikarnum á miðvikudagskvöld. 1.160 milljónir króna voru tekjur ríkisins af bílaleigum fyrstu tíu mánuði síðasta árs. Í Viðskiptablaðinu kemur fram að tekjur ríkisins af bílaleigum hafi tvöfaldast á síðustu sjö árum. Vikan í tölum 14 viðhorf Helgin 30. maí-1. júní 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.