Fréttatíminn - 30.05.2014, Side 21
skálað í freyðivíni. Ég var allt í
einu komin í nýja fjölskyldu sem
tók mér virkilega vel. Þegar ég
vaknaði um morguninn var strax
byrjað að spyrja mig hvað mætti
færa mér að borða eða drekka.
Þau dekruðu alveg við mig.“
Auðmjúkur búddisti
Nanna komst að því að faðir
hennar hafði flust með systur
sinni til Bandaríkjanna frá Ban-
kok. „Systir hans var fegurðar-
drottning og efnaðist eftir að hún
giftist hátt settum manni innan
hersins. Hún varð svo reyndar
ástfangin af öðrum manni og fór
með honum til Bandaríkjanna,
og pabbi minn fór með,“ segir
Nanna. Hún komst einnig að
því að hún á margt sameigin-
legt með systrum sínum, Jane
og Carinu. „Jane er sú lang-
skólagengna í fjölskyldunni og
var mikill nörd í skóla eins og ég.
Ég var reyndar dansandi nörd.
Carina er förðunarfræðingur,
mjög afslöppuð og listræn. Ég
er þarna einhvers staðar á milli,
listræn en líka metnaðarfull,“
segir Nanna og nefnir sem dæmi
að hún hafi stofnað dansskólann
DanceCenter Reykjavík, sem
hún rekur í dag, þegar hún var
ólétt. „Við systurnar ákváðum að
fá okkur allar eins skartgrip og
það endaði með að við fengum
okkur allar eins hringa þar sem
þrír hringir skarast í einum sem
er svo táknrænt fyrir hvernig líf
okkar þriggja skarast.“
Föðurfjölskylda Nönnu er
búddatrúar og áður en hún
kvaddi fór faðir hennar með hana
í taílenskt búddahof í London.
„Hann er svo auðmjúkur og
sagði það mikilvægasta í lífinu
sé að hafa jafnvægi í öllu. Eng-
inn hefur gott af því að hafa of
mikið af einhverju. Trúin þeirra
vakti strax áhuga hjá mér enda
snýst hún bara um kærleik.“
Nanna er komin aftur til Ís-
lands og stefnir faðir hennar á
að koma í heimsókn bráðlega
með eiginkonu sinni og hittir
hann þá barnabörnin sín tvö og
tengdason. Nanna segist vera
afar þakklát og líður eins og
nú sé komið síðasta púslið sem
vantaði í líf hennar. „Ég er búin
að fá skýringar á mörgu í mínum
persónuleika. Stundum fannst
mér ég vera utangarðs í fjöl-
skyldu minni en eftir að hafa hitt
mitt föðurfólk veit ég af hverju ég
er eins og ég er. Nú skil ég betur
ævintýraþrána sem hefur alltaf
blundað í mér.“
Og þó Nanna hafi fundið blóð-
föður sinn heldur hún áfram að
kalla manninn sem gekk henni
í föðurstað „pabba.“ „Ég er svo
heppin,“ segir hún. „Nú á ég tvo.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
3 4 5
viðtal 21 Helgin 30. maí-1. júní 2014
Á morgun höldum
við upp á afmæli.
Bosch-búðin var opnuð í Hlíðasmára 3 í Kópavogi fyrir einu ári.
Á morgun, frá kl. 11 til 16, höldum við upp á afmælið - frábær afmælistilboð,
happdrætti og terta. Tilboð á öllum vörum í tilefni eins árs afmælisins.
Verið velkomin!
Afmælistilboð á fjölda heimilistækja frá Bosch. 20% til 30% afsláttur.
Afsláttur á öllum öðrum vörum í tilefni dagsins.
Happdrætti: Allir sem kaupa e-ð í Bosch-búðinni á morgun, geta sett nafn sitt í pottinn.
Fjöldi vinninga. Fyrsti vinningur er gjafabréf frá Bosch-búðinni að verðmæti 50.000 kr.
Afmælisterta frá Tertugalleríi Myllunnar.
Kjóstu og líttu inn til okkar í kaffi á morgun.