Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.05.2014, Qupperneq 24

Fréttatíminn - 30.05.2014, Qupperneq 24
S íðustu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík voru einstakar. Þær komu í kjölfar efnahagshruns. Nýr flokkur sem varð til í janúar á kosningaárinu blés allt í einu út og vann stórsigur, fékk meira en þriðjung atkvæða. Margir ráðlögðu Jóni Gnarr að láta sér ekki detta í hug að verða borgarstjóri, það væri nóg að hafa framið þennan óvenjulega pólitíska gjörning – að leiða grínframboð til sigurs. Nú skyldi Jón fá sér til fulltingis fag­ mann til að stjórna borginni. En Gnarr lét sér ekki segjast. Gjörningnum var fjarri því lokið. Hann settist sjálfur í borg­ arstjórastólinn – og hefur verið vinsælasti borgarstjóri Reykjavíkur í manna minnum. Það er engin leið að segja að Jón hafi staðið sig verr en aðrir borgarstjórar – á mörgum sviðum hefur hann raunar staðið sig miklu betur. Á tíma hans hefur verið stöðugleiki í stjórn borgarinnar eftir tímabil þar sem skipt var ótt og títt með tilheyrandi hjaðningavíg­ um – og svo hefur framganga hans verið með þeim hætti að atvinnustjórnmálamenn virka kjánalegir við hlið hans – hjárænulegir og falskir. Atvinnupólitíkusarnir hafa ekki átt neitt svar við Jóni – í samanburði við borgarstjór­ ann sem var sagður vera trúður virka þeir eins og algjörir trúðar. Kórónan á performans Jóns er auðvitað þegar hann hættir, býður sig ekki fram í ann­ að sinn þótt hann gæti unnið auðveldan sigur. Það myndi engum hefðbundnum stjórnmála­ manni detta í hug. Jón Gnarr er örugglega ekki að plotta neitt í líkingu við það, en hann gæti vísast boðið sig fram til forseta eftir tvö ár og sigrað, hatursmönnum sínum – eins og til dæmis á Morgunblaðinu – til ómældrar hrellingar. Jón gaf þeim langt nef og getur farið hróðugur burt. Björt framtíð sigrar á landsvísu Rykið eftir hrunið er að setjast. Besti flokkur Jóns Gnarrs hefur runnið saman við Bjarta framtíð sem er að festa sig í sessi sem hefð­ bundinn stjórnmálaflokkur. Björt framtíð er fyrst og fremst stofnuð í kringum pólitískan metnað tveggja Samfylkingarþingmanna, Guðmundar Steingrímssonar og Róberts Marshall. Hvorugur þeirra getur talist stjórn­ málamaður með sérlega hrífandi eða ferska sýn. Flokkurinn náði hins vegar að hirða stór­ an hluta af fylgi Samfylkingarinnar í síðustu þingkosningum og virðist ætla að halda því áfram í kosningunum á laugardag á stöðum eins og Akureyri, Kópavogi og Hafnarfirði. Björt framtíð verður semsagt sigurvegari kosninganna á landsvísu. Ein stórtíðindin verða þau að Björt framtíð nær fótfestu í bæjarstjórnum víða um land. Það er mikil­ vægt ef flokkurinn á ekki að lognast út af eftir fáar kosningar. Um leið heftir það vaxtar­ möguleika Samfylkingarinnar verulega – hún verður einn af stóru töpurum kosninganna ef fer sem horfir og getur ekki vonast til að fara upp í hámarksfylgi sitt á landsvísu, sirka 30 prósent, meðan Björt framtíð gengur þokka­ lega vel. Dagur er eftirmaður Jóns Gnarr En í Reykjavík horfir þetta öðruvísi við. Höfuðborgin er eini staðurinn á landinu þar sem stefnir í sigur Samfylkingarinnar. Móralskt séð er það mikilvægt fyrir flokk­ inn, þótt í því felist auðvitað ekki nein stuðn­ ingsyfirlýsing við formann hans, Árna Pál Árnason. Hann getur varla orðið mjög upp­ litsdjarfur á kosningavökunni í sjónvarpinu. Sigur Samfylkingar í borginni mun felast í tvennu, persónulegum vinsældum Dags B. Eggertssonar – sem er lang leiðtogalegastur af oddvitunum í borginni – og hins vegar því að í framboðslista Samfylkingarinnar felast fyrirheit um áframhald Gnarrs­stjórnarinnar í Reykjavík. Dagur er í raun hinn útvaldi eftir­ maður Gnarrs. Dagur hefur líka lært sína lexíu eftir mis­ heppnaða tilraun til að blanda sér í landsmálin sem varaformaður Samfylkingarinnar. Hann er ekki jafn stríður, hefur náð að hafa hemil á sjálfvirkum málflaumi sem oft stóð upp úr honum – nálægðin við Jón Gnarr virðist hafa valdið því að Dagur er ekki jafn atvinnupóli­ tíkusalegur og áður. Það er mikill kostur í augum kjósenda. Ef Dagur vinnur stóran sigur í borginni og verður borgarstjóri mun ábyggilega koma upp umræða um að nauðsynlegt sé að hann taki við sem formaður Samfylkingarinnar. Það verður hins vegar að teljast ólíklegt að hann falli í þá freistingu. Það er talsverður munur á því að vera vinsæll borgarstjóri í borg sem er í uppgangi og er mjög umtöluð erlendis en að reyna að hífa upp fylgi stjórnarandstöðu­ flokks sem er óvinsæll út um land, hefur ekki náð að endurnýja sig og er í sárum eftir þátt­ töku í ríkisstjórn sem endaði fremur illa. Degi eru í raun allir vegir færir án Samfylkingar­ innar. Leitað sökudólga innan Sjálfstæðisflokks Sjálfstæðismenn eins og Styrmir Gunnarsson eru mjög áhyggjufullir vegna stöðu Sjálfstæð­ isflokksins í Reykjavík. Styrmir hefur spurt hvort höfuðborgin sé orðin „rauð“ – og hann kallar á uppgjör innan Sjálfstæðisflokksins ef útkoman í borginni verður eins og skoð­ anakannanir benda til. Gamli Morgunblaðs­ ritstjórinn talar beinlínis um að leitað verði „sökudólga“. Ein skýringin á slæmu gengi gæti náttúr­ lega verið sú að allir sjálfstæðismennirnir séu fluttir burt, í Garðabæ eða út á Seltjarnarnes – í „Bláa öryggisbeltið“ kringum borgina eins og harðir flokksmenn kalla það. Sagt er að þar geti flokkurinn boðið fram fuglahræðu og samt unnið sigur. Sú skýring er þó ekki sérlega trúverðug. Í borgarstjórnarkosningunum 2010 náði Sjálf­ stæðisflokkurinn 34 prósenta fylgi. Sögulega var það ekki mikið, en þetta var eftir hrun sem flokknum var kennt um og eftir að Jón Gnarr kom og setti allt á hvolf borgarpólitík­ inni. Kannski var þetta ekki svo slæmt? Þá hafði flokkurinn vinsæla forystukonu, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Hún gat á þeim tíma náð til frjálslynds fólks í borginni, ungs fólks, menntafólks – en það virðist flokknum vera fyrirmunað nú þegar stefnir í sögulegt af­ hroð. Morgunblaðið kvartar stanslaust undan því í leiðurum að stjórnarandstaða Sjálfstæðis­ flokksins í borginni sé ekki nógu hörð – „fari ekki í öll mál“ eins og það hét á tíma Davíðs Oddssonar. En nú eru aðrir tímar. Fólk hefur minni þolinmæði fyrir pólitískum látalátum og morfístöktum – það var einlægni Jóns Gnarrs sem hreif borgarbúa og sú staðreynd að hann þóttist ekki vita allt. Gísli Marteinn Baldursson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir voru hrakin burt. Það duldist samt ekki að þau vildu heill borgarinnar og veg sem mestan og þau geta tengt við nútímann – Gísli í skipulagsmálum, Þorbjörg í menntamálum. Kannski var þetta skammsýni? Nær ekki að tengja við kjósendur Í staðinn var fenginn gamall sveitarstjórnar­ maður vestan af Fjörðum, formaður Sam­ bands íslenskra sveitarfélaga. Halldór Hall­ dórsson nýtur virðingar fyrir störf sín, en hann var algjörlega óþekktur í borginni þegar hann steig fram á sjónarsviðið. Það voru sér­ legir hollvinir flugvallarins í Vatnsmýri sem tryggðu sigur hans í prófkjöri – eins og ekki væri hægt að skilja það mál eftir í höndum fólks sem hefur átt lögheimili í Reykjavík aðeins lengur. En Halldór hefur ekki náð að tengjast kjósendum. Í raun er hann enn mjög lítt þekktur. Flugvallarmálið virðist ekki brenna sérstaklega á kjósendum og í skipulagsmálunum er flokkurinn klofinn, því borgarfulltrúarnir Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir, sem báðar sækjast eftir endurkjöri, studdu hið nýja Aðalskipulag Reykjavíkur. Flokksmenn hafa verið á hött­ unum eftir málum sem hægt er hægt að keyra á rétt fyrir kosningarnar, en það háir þeim nokkuð að Halldór er enginn lýðskrumari – þetta er heiðarlegur maður sem á ekki gott með að tala sér þvert um geð. Hnignun Sjálfstæðisflokksins í borginni byrjaði fyrir sex árum, segir í leiðara Morgun­ blaðsins þar sem frambjóðendurnir í Reykja­ vík fá yfirhalningu. Fyrir sex árum? Jú, það var þá að gamli góði Villi hvarf úr pólitíkinni. Halldór er persona non grata á Morgun­ blaðinu einfaldlega vegna þess að hann ljær máls á aðild að Evrópusambandinu. Ein­ kennileg uppákoma varð í síðustu viku þegar spurðist að á hádegisfundi í Verði yrði þrýst á Halldór að draga sig í hlé. Ekki varð neitt úr því, en þetta mun hafa verið að undirlagi Júlíusar Vífils Ingvarssonar sem skipar annað sætið á listanum og hefði þar með færst upp í fyrsta sætið. Fæstir telja þó að listanum myndi ganga betur með Júlíus í efsta sætinu. Þarna var mundaður rýtingur sem átti að fara í bakið á oddvitanum. Gamla djásnið í kórónunni Hér er áhugavert að staldra við og skoða for­ söguna. Reykjavík var djásnið í kórónu Sjálf­ stæðisflokksins. Borgarstjórarnir komu úr röðum hans og urðu síðar forsætisráðherrar: Bjarni Benediktsson, Gunnar Thoroddsen, Geir Hallgrímsson, Gunnar Thoroddsen, Davíð Oddsson. Sögulegar persónur. Flokk­ urinn réð lögum og lofum í borginni, útdeildi lóðum og leyfum og öðrum gæðum. Þá fluttu vinstri menn í Kópavog og byggðu sér bæ, því þeir fengu ekki lóðir eða fyrirgreiðslu í borginni. Þar voru kommar og kratar og framsóknarmenn. Kópavogur var hluti af Seltjarnarnesi en varð sjálfstætt bæjarfélag þegar horfur voru á að vinstri menn yrðu í meirihluta á Nesinu. Nú hefur þetta snúist við, Kópavogur er blár – en Reykjavík rauð, eða eigum við að segja fölbleik? Vinstri mönnum reyndist ómögulegt að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borg­ inni. Flokkurinn hafði líka rosalega kosn­ ingamaskínu, fylgdist grannt með því hverjir komu á kjörstað og var með bílaflota til að aka kjósendum þangað. Vinstrið hafði ekki roð við þessu. Það var ekki fyrr en 68 kynslóðin var komin með kosningarétt að meirihluti Sjálfstæðisflokksins féll í fyrsta sinn. Það þóttu feikileg tíðindi og var skrifað um þetta í heimspressuna. „Maí 78 undir heimskauta­ sól“, mátti lesa í Le Monde. Konurnar sem felldu Sjálfstæðisflokkinn Það sem munaði mest um var stórsigur Alþýðubandalagsins sem fékk næstum 30 prósent – Sjálfstæðisflokkurinn var enn með 47,4 prósent, þannig að þetta var naumt. Sigur Alþýðubandalagsins var að miklu leyti Guðrúnu Helgadóttur að þakka, hún var beitt, fyndin og skemmtileg, smellpassaði inn í tíðarandann með fas sitt og sínar vinsælu bækur – þarna var kom­ inn foringi sem gat skákað Sjálf­ stæðismönnum. Annars höfðu borgarpólitíkusar vinstrisins yfirleitt verið frekar litlaust fólk. Vinstri meirihlutinn 1978 til 1982 var í tómum vand­ ræðum. Mikið ósamlyndi var innan hópsins og hann réð illa við valdakerfið sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði komið sér upp í borginni. Eftir hann rann upp tími hins sterka leiðtoga, Dav­ íðs Oddssonar, sem þarna gat sér orð fyrir að vera háðskur og snjall, foringi sem umbar ekki neitt röfl. Hann sigraði í þrennum kosningum í borginni, fékk rúmlega 52 prósenta fylgi í fyrri tvö skiptin, en 1990 varð algjör sprenging í fylginu, það var 60 pró­ sent. Vinstra fólkið nennti ekki einu sinni að mæta á kjörstað. Stuttu síðar hvarf Davíð af vettvangi og varð formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætis­ ráðherra. Markús Örn Antonsson var gerður að borgarstjóra, en þegar leit út fyrir að hann myndi ekki fiska í kosn­ ingum var Árni Sigfússon settur í embættið – hann ríkti í 88 daga. Þá var kominn fram R­listinn, sameigin­ legt framboð Alþýðubandalags, Kvennalista, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í forsvari. Ingibjörg Sólrún og R­listinn sigruðu í þrennum næstu kosningum. Þetta voru mjög harðir kosningaslagir – allsendis ólíkir því sem gerist nú. Þarna tókust á tvær fylkingar sem spöruðu ekkert til, þær höfðu nægt fé til að auglýsa, fótgöngulið til að fara út á meðal borgarbúa – umfjöllun var komin á fullt í fjöl­ miðlum löngu fyrir kosningarnar, jafnvel ári fyrr. Kjörsóknin var líka mjög góð, 88 prósent árið 1994. Til samanburðar má nefna að kjörsóknin 2010 var 73 prósent og margir telja að hún fari undir 70 prósent um helgina. Staða stjórnar- flokka Á þessum tíma hnignar fylgi Sjálf­ stæðisflokksins í borginni jafnt og þétt. Það dugði ekki að tefla fram Birni Bjarnasyni 2002, hann var talinn sá eini sem gæti haft roð við Ingi­ björgu Sólrúnu, en svo fór að hann gekk mjög laskaður frá borði. Það mátti vera að tíminn þegar Sjálfstæðisflokk­ urinn gat gert sér vonir um hreinan meirihluta í borginni væri liðinn og kæmi ekki aftur. Sá sem hreppir efsta sætið í Reykjavík á ekki von á að verða forsætis­ ráðherra lengur eða söguleg persóna, hin forðum öflugu hverfafélög eru ekki nema svipur hjá sjón, flokkurinn logar í innbyrðis átök­ Furðuleg kosningabarátta – spennandi kosninganótt Egill Helgason rýnir í kosningarnar á laugardag, en þó aðallega í baráttuna um borgina. Framhald á næstu opnu Sigur Samfylkingar í borginni mun felast í tvennu, persónu- legum vinsældum Dags B. Eggerts- sonar – sem er lang leiðtogalegastur af oddvitunum í borginni – og hins vegar því að í framboðslista Sam- fylkingarinnar felast fyrirheit um áframhald Gnarrs-stjórnarinnar í Reykjavík. Dagur er í raun hinn útvaldi eftir- maður Gnarrs. Egill Helgason ritstjorn@frettatiminn.is 24 fréttaskýring Helgin 30. maí-1. júní 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.