Fréttatíminn - 30.05.2014, Qupperneq 40
40 heimili og hönnun Helgin 30. maí-1. júní 2014
Gefðu fallega hönnun!
Laugavegi 32 - S:553-2002
Rakel Húnfjörð, eigandi
verslunarinnar Radísu
í miðbæ Hafnarfjarðar,
kom auga á efri hluta
eldhúsinnréttingar frá
sjötta áratugnum sem
átti að henda. Þá kvikn-
aði sú hugmynd að
breyta innréttingunni í
sjónvarpsskáp sem nú
sómir sér vel í stofunni
og hýsir ýmsa smáhluti.
„Upphaflega fann
vinkona mín eldhúsinn-
réttinguna á netinu og
fékk gefins gegn því að
sækja hana. Hún var að
setja upp eldhús á heim-
ilinu sínu en svo þegar
hún fékk innréttinguna
fyrst fannst henni lyktin
af henni svo vond að
hún ákvað að nota hana
ekki,“ segir Rakel. Yfir-
leitt voru slíkar innrétt-
ingar hvítar eða krem-
litar en þessi innrétting
er grænblá og heillaðist
Rakel af litnum. „Mér
fannst liturinn og
áferðin svo falleg og
benti manninum mínum
á. Honum leist nú ekk-
ert voða vel á þetta í
fyrstu.“ Lúðvík Krist-
insson, eiginmaður Rak-
elar, er lærður smiður
og kemur það yfirleitt
í hans hlut að fram-
kvæma smíðavinnuna
við hugmyndir hennar
en hún sér svo um aðra
vinnslu, eins og til dæm-
is að pússa og mála.
Eiginmaðurinn
þynnti skápinn með því
að taka aftan af honum
og Rakel skóf af upp-
safnaða eldhúsfitu til
margra ára. „Ég skóf
Eldhúsinnrétting varð
að sjónvarpsskáp
Rakel Húnfjörð
breytti efri hluta
gamallar eldhúsinn-
réttingar í sjón-
varpsskáp. Margra
ára gamla eldhúsfitu
skóf hún af með
gluggasköfu og
úr varð hin fínasta
hirsla í stofuna.
Sindrastólinn kom
fyrst á markað árið
1961 og var hannaður
af Ásgeiri Einarssyni,
framkvæmdastjóra
húsgagnagerðarinnar
Sindra. Stóllinn hefur
notið mikilla vinsælda
hér á landi sem og
erlendis. Í Tímariti
iðnaðarmanna frá
árinu 1962 er sagt
frá því að stóllinn
hafi verið sýndur í
London og fengið þar
glimrandi góða dóma
og umfjöllun í fjölda
tímarita.
Sindrastóllinn sígildi
Frá árinu 1970 var stóllinn
ófáanlegur en í kringum
Hönnunarmars 2012 var fram-
leiðsla á honum hafin aftur.
þetta af með gluggasköfu
og þreif hann ofsalega vel.“
Svo var skápurinn skrúfaður
fastur við vegg fyrir neðan
sjónvarpið. „Hann er alveg
fullkominn fyrir afruglara,
geislaspilara, diska, tímarit og
allt þetta smáa sem maður vill
hafa á vísum stað.“
Rakel gerir nokkuð af því
að kaupa notuð húsgögn
og gera upp en segir helst
vanta tíma til að gera meira
af því. „Á heimilinu er fullt af
húsgögnum sem til stendur
að laga. Svo er ég líka fljót
að losa mig við húsgögnin
ef mér finnst þau ekki hafa
heppnast nógu vel hjá mér
þannig að það er töluvert
rennirí af húsgögnum hérna í
gegn á heimilinu.“
Dagný Hulda Erlendsdóttir
danýhulda@frettatiminn.is
Eldhúsinnréttingin er hinn fínasti sjónvarpsskápur. Rakel Húnfjörð heillaðist af litnum þegar hún sá innréttinguna fyrir utan hjá vinkonu sinni. Sú ætlaði að henda innréttingunni.
Rakel Húnfjörð hefur gaman af því að gera upp gömul húsgögn. EIginmaður hennar er lærður smiður og því kemur smíðavinnan yfirleitt í hans hlut. Rakel sér svo um að pússa og mála.
Lj
ós
m
yn
di
r/
H
ar
i.