Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.05.2014, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 30.05.2014, Blaðsíða 64
SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 Haukur Sigurðsson, einn skipuleggjenda hátíðar- innar. Tvær sýningar með úrvals- verkum úr safneign Listasafns Reykjavíkur verða opnaðar laugardaginn 31. maí klukkan 16 á Kjarvalsstöðum, Reykjavík, bær, bygging og Hliðstæður. Á sýningunni Reykjavík, bær, bygging má sjá hvernig borgin kom íslenskum listmálurum fyrir sjónir á hundrað og tveggja ára tímabili, allt frá 1891 til 1993. Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO hefur valið Reykjavík- urljóð eftir 10 skáld frá árunum 1931-2013 til að ljóðskreyta sýninguna, að því er fram kemur í tilkynningu. Þetta er fyrsta samstarfverkefni Listasafns Reykjavíkur og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO á þessu sviði. Á sýningunni eru málverk eftir helstu frumherja íslenskrar myndlistar, Þórarin B. Þorláksson, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Jóhannes Kjarval, Kristínu Jónsdóttur og Gunnlaug Blöndal. Einnig eru á sýningunni úrvalsverk næstu kynslóðar, sem komst til þroska á öðrum og þriðja áratug aldarinnar, þeirra Snorra Arinbjarnar, Gunnlaugs Scheving, Nínu Tryggvadóttur og Louisu Matthíasdóttur. Sýningar- stjórar eru Hafþór Yngvason og Aðalsteinn Ingólfsson. - jh  Kjarvalsstaðir tvær sýningar opnaðar á laugardaginn Úrvalsverk úr safneign Listasafnsins Nína Tryggvadóttir. Frá höfninni, 1940.  Bíó veisla fyrir unnendur góðra heimildamynda fyrir vestan Norræn kvikmynda­ hátíð á Ísafirði Kvikmyndahátíð NAFA, eða Norrænu mannfræði-kvikmyndasamtakanna, verður haldin á Ísafirði 4.-6. júní næstkomandi í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða. Kvikmyndirnar eru flestar í heimildamyndastíl og koma frá öllum heimshornum. Þrjátíu erlendir gestir taka þátt en auk kvikmyndasýninga verður haldin ráðstefna þar sem erlendir og innlendir fyrirlesarar kynna rannsóknir sínar og hugmyndir. u ndirbúningurinn hefur gengið mjög vel. Það sem er auðvit-að alltaf erfiðast er að finna peninga. En við höfum verið heppin með samstarfsaðila úti og nýtt okkur sam- bönd frá Noregi, segir Haukur Sigurðs- son, einn skipuleggjenda hátíðarinnar en hann var lærði sjónræna mannfræði í Tromsö í Norður Noregi. „Kvikmynda- sjóður Norður-Noregs er okkar helsti styrktaraðili auk JAF (Journal of Ant- hropological Film) en þau sjá alfarið um að koma öllum fræðimönnunum hingað.“ Fjölbreytar kvikmyndir sýndar Sýndar verða 23 kvikmyndir á hátíð- inni, stuttar og langar frá öllum heims- hornum, en þær hafa verið valdar af sérstakri valnefnd sem fór í gegnum þær 300 kvikmyndir sem sendar voru inn af mannfræðingum og kvikmynda- gerðarmönnum um heim allan. Þær kvikmyndir sem iðulega eru sýndar á NAFA-hátíðinni eru oft frábrugðnar þeim myndum sem fólk á að venjast úr bíóhúsum landsins. „Þetta eru heim- ildamyndir en oft í sérstökum stíl, oft í anda „cinema verité“. Myndirnar eru vissulega mis-aðgengilegar en flestar ættu að vekja áhuga allra, alls ekki bara einhverra spekinga. Myndirnar verða sýndar stanslaust frá 14 til 23 í Ísafjarð- arbíói og aðgangur er ókeypis. Kvik- myndir NAFA-hátíðarinnar eru mjög fjölbreyttar og koma alls staðar að. Þetta eru ekki þessar hefðbundnu Hollywood- myndir en það ætti að opna glugga inn að fjarlægum menningarheimum sem eru fólki ókunnugir, og þá vonandi í leið- inni að eyða fordómum og auka víðsýni,“ segir Haukur. Það þarf ekki allt að vera í Reykjavík NAFA-hátíðin er haldin ár hvert víðsveg- ar um Norðurlöndin en þetta er í annað sinn sem hún er haldin á Íslandi. „Það átti að halda hana í Reykjavík núna í ár en svo vantaði einhvern til að halda utan um hátíðina og þá var haft samband við mig. Þessi sjónræna mannfræði klíka er nú ekkert sérstaklega stór í Evrópu og þeir sem halda utan um hátíðina kenndu mér í Noregi. Þegar ég var beðinn um þetta setti ég bara sem skilyrði að há- tíðin yrði haldin á Ísafirði, þar sem ég bý hér. Og það var bara samþykkt,“ segir Haukur sem er að vonum ánægður með staðsetninguna. „Þetta er frábært fyrir okkur hér en líka skemmtilegt fyrir þá sem koma að utan að fá að upplifa Vestfirði. Það þarf ekki allt að vera í Reykjavík.“ Það er mikið um að vera fyrir vestan í næstu viku því í kjölfar kvikmyndahátíð- arinnar á Ísafirði verður heimildamyn- dahátíðin Skjaldborg haldin á Patreks- firði. „Það er gaman að segja frá því að flestir gestir NAFA-hátíðarinnar ætla að lengja ferðina og fjölmenna á Skjald- borg, enda væri fáránlegt að fara ekki þegar þú ert á annað borð komin alla leið hingað.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Kvikmyndahátíð Norrænu mannfræði-kvikmyndasamtakanna verður haldin á Ísafirði dagana 4.-6. júní. Fjölmargir erlendir gestir sækja hátíðina. Kvikmyndasýningarnar eru opnar öllum og aðgangur er ókeypis. Þetta eru heim- ildamyndir en oft í sér- stökum stíl, oft í anda „cinema verité“ 64 menning Helgin 30. maí-1. júní 2014 LINGUA veggklukka 7.950 kr. CONCEAL ósýnilega hillan Lítil 2.950 kr. Stór 3.950 kr. BOHO klútahengi 2.950 kr. CLIPLINE myndarammi 7.950 kr. BLACK TIE bindahengi 2.450 kr. HANGIT hengi fyrir myndir og minnismiða 4.950 kr. FLIP snagi 5.950 kr. FEATHERS veggskraut 2.950 kr. TEKK COmPANy OG HABITAT KAUPTúN 3 SímI 564 4400 vEFvERSLUN á www.TEKK.IS Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 Gerum hús að heimili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.