Brennidepill - 01.03.1998, Blaðsíða 2

Brennidepill - 01.03.1998, Blaðsíða 2
FORMANNSSPJALL Ragnar Garöarsson, M.Sc. í stjórnmála- heimspeki og for- maður Félags stjórn- málafræðinga. BA í stjórnmálafræði frá Háskóla íslands 1992 og M.Sc. í stjórnmálaheim- speki frá London School of Economics and Political Science 1994. Starfar sem aöalritari Norræna Sumarháskólans. Stjórnmálafræði er fræðigrein sem á und- anfórnum árum hefur öðlast gífurlegar vin- sældir meðal nemenda, bæði háskólanema og framhaldsskólanema. Þetta hefur einnig leitt til stórkostlegrar aukningar útskrif- aðra stjórnmálafræðinga. Stjórnmálafræðin er orðin svona vinsæl, tel ég, vegna þess að hún nálgast viðfangsefnið með því að skoða ekki bara viðfangsefnið sjálft, heldur setur það í stærra samhengi í samfélaginu. í samfélagi nútímans, sem ótrautt stefnir í átt til meiri hagkvæmni og skilvirkni, og í heimi sem í síauknum mæli alþjóðavæðist, er slík heildræn og samfélagsnæm fræði- grein ómissandi. Sérhæfing nútímans leið- ir nefnilega ekki eingöngu til frekari upp- skiptingar samfélagsins, heldur einnig til samhæfni, samþjöppunar og sameiningar. Uppskiptingin er kannski sýnilegust á hinu persónulega sviði, þar sem einstaklingur- inn öðlast sífelit meiri þekkingu á sífellt þrengra sviði. En þegar kemur að stóru myndinni sjáum við „vélina", hið kapítal- íska markaðshagkerfi og fijálslynt lýðræði, þar sem eitt á einum stað, hefur áhrif ann- ars staðar. Allt og allir eru orðnir þátttak- endur í „vélinni“. Færri svið samfélagsins, hvort sem er efnahagslega, pólitískt eða landfræðilega séð, eru útundan, einangruð eða ónæm íyrir breytingum annars staðar. Þess vegna vex þörfin fyrir þekkingu og nálgun viðfangsefna sem er næm fyrir hver áhrifin eru út fyrir hið nánasta umhverfi. Stjómmálafræðin fjallar nefnilega ekki eingöngu um stjórnmál. Stjórnmálafræð- ingar sækjast ekki allir eftir að verða þing- menn, þó að við sjáum í dag merka stjórn- málamenn með háskólagráðu í stjórnmála- fræði. Stjórnmálafræðin er fyrst og fremst fræðigrein um nútíma samfélag. Hún varð til í samfloti annarra félagsvísindagreina í kjölfar iðnbyltingarinnar og þeirri umturn- un sem mannlegt samfélag varð vitni að þegar nútíminn „skall á“. Þetta er köllun fé- lagsvísindanna, að leita skýringa á nútím- anum. Það er of langt mál að útlista allt það sem stjórnmálafræðin fjallar um, en hún fæst m.a. við rannsóknir á opinberri stjórn- sýslu og stefnumótun, alþjóðastjórnmál (þ.á.m. Evrópumál), vinnumarkaðsfræði, stjórnmálaheimspeki og tengsl trúarbragða og stjórnmála. í þessu riti sjáum við gott dæmi um viðfangssvið stjórnmálafræðinn- ar, nefnilega sveitarstjórnarmál. Stjórn- málafræðingar hafa í síauknum mæli hasl- að sér völl á sveitarstjórnarstiginu, bæði sem embættismenn og kjörnir fulltrúar. Félag stjórnmálafræðinga hefur á skömmun tíma orðið öflugur og framsæk- inn félagsskapur í okkar samfélagi. Frá stofnun þess vorið 1995 hafa verið haldnir fjöldi funda, nokkrar ráðstefnur og gefin út fréttabréf og ársrit. Sérstaklega vil ég minnast á opinn fund forsetaframbjóðenda fyrir forsetakosningarnar 1996. Þetta var fyrsti fundurinn þar sem allir frambjóðend- ur komu fram á sama tíma og sótti á þriðja hundrað manns fundinn. Hér sjáum við svo fyrsta tölublaðið í nýrri tímaritaröð á veg- um Félags stjórnmálafræðinga. Þetta blað, “Brennidepiir, er framlag okkar til þess að bæta umræðuna á íslandi um mikilvæg þjóðfélagsmál. ,,Iómfrúrútgáfan“, ef svo má segja, er helguð sveitarstjórnarmálum, en þau eru eitt margra sviða þar sem þekking og menntun stjómmálafræðinga nýtur sín. Með þessu framtaki, og yfirhöfuð í starfi félagsins, er það mín von að vegur og virðing stjórnmálafræðinnar, og háskóla- menntunar almennt, aukist. Nútíma ís- lenskt samfélag hefur þörf fyrir vel mennt- að fólk, og sú þörf fer stöðugt vaxandi. Stjórnmálafræðingar eiga allt til þess að hjálpa til við að skila íslensku samfélagi á- fram á brautinni inn í nútímann með þekk- ingu sinni, menntun og margvíslega starfi. Fjarðargata 17 SÍMI 565-2790 FAX 565-0790 Fólk og þekking Liösauki ehf. Skiphott 50c, 105 Reykjavik simi 562 1355, fax 562 1311 hönnunográðgjöf VERKFRÆÐISTOFA 2 Brennidepin l.tbl. 1998

x

Brennidepill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brennidepill
https://timarit.is/publication/1061

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.