Brennidepill - 01.03.1998, Blaðsíða 20

Brennidepill - 01.03.1998, Blaðsíða 20
Konur í sveitarstjórnir ekki bara réttlætiskrafa Völd og áhrif kvenna eru ekki í samræmi við framlag þeirra til samfélagsins. Þessari fullyrðingu má sjá stoð á alltof mörgum sviðum. Það má vísa til kynbundins launamunar kvenna og karla, að atvinnuleysi slær harðar niður hjá konum en körlum og til þess hversu fáar konur eru í forystu stjórnmála. Þrátt fyrir ýmsa mikilvæga áfangasigra, sbr. kjör Margrétar Frímannsdóttur í for- mannsembætti Alþýðubandalagsins og ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem borgarstjóra í Reykjavík, er enn langt í land. Síðustu sveitarstjórnarkosningar gáfu ekki tilefni til bjartsýni hvað varðar aukinn hlut kvenna í sveitarstjórnum. Konur eru að- eins fjórðungur sveitarstjórnarmanna. Þegar litið er til stóru sveitarfélaganna er hlutur kvenna rúm 31% sem er sama hlutfall og eftir kosningarnar 1992. Það er í fyrsta sinn síðan 1974 að ekki hefur orðið umtalsverð aukning á hlut kvenna í sveitar- stjórnum. Það þarf að auka hlut kvenna til jafns á við hlut karla - um það eru flestir sammála. Spurningin er hvernig? Jafnréttisráð og seinna Skrifstofa jafnréttismála hafa frá upphafi lagt áherslu á að nauðsynlegt sé að auka völd og áhrif kvenna í stjórnmálum. Krafan um aukinn hlut kvenna í sveitarstjórn er ekki bara réttlætiskrafa byggð á þeirri forsendu að konur eru helmingur Iandsmanna og að íslendingar geti ekki státað sig af að búa í lýðræðissamfélagi ef heimingur þjóðarinnar er settur hjá þegar ráðum er ráðið. Þessi krafa byggir líka á þeirri sannfær- ingu að samstarf og samstaða karla og kvenna í stjómun bæjarfé- laga og landsins alls skipti máli - fyrir alla. Til að vinna að þessu markmiði hafði Jafnréttisráð vorið 1997 forgöngu um skipan samstarfshóps sem í eiga sæti fulltrúar Jafnréttisráðs og stjóm- málaflokkana ásamt fulltrúum KRFÍ og KÍ. Hópurinn hefur látið hanna fyrir sig merki sem er táknrænt fyrir þann boðskap sem hann setur á oddinn - að við séum „sterkari saman“, konur og karlar í sveitarstjórnum. I vinnu hópsins hefur m.a. verið fullyrt að í dag sé augljóslega enn meiri þörf en áður fyrir reynslu og þekkingu kvenna við mót- un stefnu og ákvarðanatöku í málefnum sveitarfélaga. í þessu sambandi er bent á reynslu og þekkingu kvenna á fræðslu- og fé- lagsmálum en þessir málaflokkar eru að verða æ fyrirferðarmeiri á sveitarstjómarstiginu. Hópurinn hefur sett sér að efla umræðu Stefanía Traustadóttir. Sérfræðingur á Skrif- stofu jafnréttismála og hefur sem slíkur skrifað margar úttektir og greinar um jafnrétti, konur og stjórnmál. B.A. fráH.Í. 1976, cand.polit. í félagsfræði frá háskólanum í Þrándheimi 1983. Brennidepin l.tbl. 1998

x

Brennidepill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brennidepill
https://timarit.is/publication/1061

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.