Brennidepill - 01.03.1998, Blaðsíða 4

Brennidepill - 01.03.1998, Blaðsíða 4
Reykjavíkurborg - þjóimstufyrirtæki eða skattaparadís? „Það orkar mjóg tvímælis aö lög- þvinga fram sam- einingu sveitarfé- laga, eöa þvinga hana fram ofan frá eins og var reynt að gera áriö 1993". „Úti á lands- byggðinni eru sveitarfélögin of veikburða til að taka við þeim margþættu verk- efnum sem hafa verið flutt og munu verða flutt til þeirra frá rík- inu". „Það ætti að vera kappsmál fyrir sveitarfélögin að fá ákveðna hlut- deild í veltuskött- um". Stöðnuðu stjórnvaldi breytt í þjónustufyrirtæki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Hversu langt finnst þér eiga að ganga ísameiningu sveitaríélaga? Ég held að það megi ganga nokkuð langt í sameiningu sveitarfélaga, jafnvel lengra en gert hefur verið. Það er að vísu kominn góður gangur í þessi mál núna, vegna þess að frum- kvæðið hefur komið frá sveitarfélögunum sjálfum. Það orkar mjög tvímælis að lög- þvinga fram sameiningu sveitarfélaga, eða þvinga hana fram ofan frá eins og var reynt að gera árið 1993. Þá voru lagðar fram tillög- ur um umfangsmikla sameiningu sveitarfé- laga um allt land en það var víðast hvar fellt í kosningum. Tillögurnar voru ekki nógu vel undirbúnar og íbúarnir sáu ekki hvaða ávinning þeir eða sveitarfélögin hefðu af sameiningunni enda voru tillögurnar ekki unnarheimaíhéraði. Áður en kosið var um sameiningu Reykja- víkur og Kjalarness var hins vegar unnin mik- il undirbúningsvinna af fulltrúum beggja sveitarfélaga og íbúarnir vissu nákvæmlega hvað í sameiningunni fólst og gátu metið hagsmuni sína hlutlægt. Það er mín skoðun að það þurfi fyrst að sameina nokkuð stór svæði og í framhaldi af því er svo hægt að dreifa verkefnum út til eininganna. Það væri td. ótvíræður kostur fyrir höfuðborgarsvæðið ef til nánari sameiningar kæmi þannig að hægt væri að ná betur utan um innri upp- byggingu svæðisins, s.s. vegakerfið, hafnar- mál, almenningssamgöngur, veitumál og að- alskipulagsmál. Hinar stóru línur í innri upp- byggingu svæðisins þurfa að verða meira sameiginlegar og þegar því er náð er sjálfsagt að dreifa allri nærþjónustu til minni eininga. Það yrði til mikilla hagsbóta fyrir íbúa og at- vinnulíf á svæðinu. Ég held t.d. að sú mikla uppbygging og samkeppni sem er að verða í verslun sé ekki til góðs fyrir svæðið í heild. Þar er eins dauði annars brauð og ég óttast að það geti komið nið- ur á miðborginni sem er sameign allra landsmanna. Eru sveitaríé- lögin að þínu mati í stakk búin til að takast á hendur þau verkefni sem felast í aukinni ábyrgð? Nei, það eru þau ekki. Úti á landsbyggðinni eru sveitarfélögin of veikburða til að taka við þeim margþættu verkefnum sem hafa verið flutt og munu verða flutt til þeirra frá rfkinu. I öðrum löndum er um að ræða þrjú stjórn- sýslustig; ríkið, héraðsstjórn og sveitarstjórn. Stór verkefni á borð við skóla- og menntamál eru yfirleitt flutt á herðar héraðsstjórna og nærþjónusta af ýmsu tagi til sveitarstjóma. Á íslandi höfum við ekki þetta millistig sem hér- aðsstjórnirnar eru og ég held að það sé í raun ekki fýsilegur kostur. En sveitarfélögin verða þá að hafa burði til að taka við þeim fjölmörgu verkefnum sem um ræðir og það þýðir vita- skuld aukna sameiningu sveitarfélaga. Þegar rfkið flytur verkefni yfir til sveitarfélaga verð- ur það auðvitað líka að flytja það fjármagn sem þarf til að þau geti sinnt þeim sómasam- lega. Það verður að haldast í hendur. En mjög oft er verið að færa auknar skyldur og verk- efni yfir á sveitarfélögin, án þess að færa fjár- magnið. Það gerist einfaldlega þannig að Al- þingi seturlög, um skóla, leikskóla, félagslega þjónustu, málefni aldraðra, fatlaðra og svona mætti lengi telja, og það ákveður skyldur sveitarfélaganna og hvaða þjónustu þau eiga að veita. Með svona einhliða ákvörðunum er verið að skapa aukin fjárútlát hjá sveitarfélög- unum. Alþingi gengur eflaust gott eitt til en knýr á um aukin fjárútlát sem getur reynst erfiðurbitiaðkyngja. Það ætti að vera kappsmál fyrir sveitar- félögin að fá ákveðna hlutdeild í veltuskött- um. Eins og er hafa þau bara tekjur af útsvari einstaklinga og fast- eignagjöld en ríkið hefur alla veltuskatta af fyrirtækjum og neyslu og því þarf að breyta. í mörgum öðrum löndum er sveitarfélögum tryggð viss hlutdeild í veltusköttum og því hefði það heilmikla kosti í för með sér ef sveitarfélögin ættu hlutdeild t.d. í virðisauka- skatti. Þá skilaði góðærið sér mun fyrr til þeirra en það gerir í dag. Hvaða mál verða stærstu bar- áttumál R-listans í komandi borg- arstjórnarkosningum ? Okkar stærsta baráttumál verður að halda áfram því verki að breyta Reykjavfkurborg úr stöðnuðu sfjórnvaldi í þjónustufyrirtæki sem rekið er í þágu borgarbúa. Við munum hér eftir sem hingað til setja fólk en ekki flokk í fyrirrúm. Á yfirstandandi kjörtímabili höfum við lagt megináherslu á fjölskyldumálin og ber þar hæst uppbygging í skólum og leikskólum. Þar hefur að mínu mati verið lyft grettistaki. Ég reikna ekki með því að við þurfum að leggja jafnmikla áherslu á byggingafram- kvæmdir í þessum málaflokkum á næsta kjör- tímabili en við þurfum hins vegar að snúa okkur meira að innra starfi skólanna og leik- skólanna, þ.e. þeirri þjónustu sem þessir skól- ar veita. í skólunum er heilmikil vinna farin af stað í tengslum við innra skipulag þeirra og viðhorf til skólastarfs. Einsetning grunnskól- anna er þar vitaskuld stærsti þátturinn og markmiðið er að skólatími barna og vinnu- tími foreldra fari að verulegu leyti saman. l.tbl. 1998

x

Brennidepill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brennidepill
https://timarit.is/publication/1061

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.