Brennidepill - 01.03.1998, Blaðsíða 12

Brennidepill - 01.03.1998, Blaðsíða 12
Dalabyggð verja töluvert miklu meiri fjármunum til almannatrygginga og félagshjálpar en minni sveitarfélög. Árið 1995 vörðu sveit- arfélög með fleiri en 3000 íbúa nærri þrefalt meira fjármagni í þennan lið en sveitarfélög með færri en 400 íbúa, og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu vörðu nærri fjórfalt meiri fjármunum í almanna- tryggingar (mælt í útgjöldum á íbúa).21 Án þess að ofangreindar tölur séu krufnar nánar má draga af þeim þá skjótu ályktun, að fólki er veitt misgóð og mis- mikil opinber þjónusta eftir búsetu. Slíkt ætti í sjálfu sér ekki endilega að vera vandamál, t.d. ef munurinn er tilkominn vegna vals íbúa sjálfra, t.d. með því að halda sköttum sveitarfélagsins lágum eða velja að veita fjármagni í aðra liði.22 Skýr- ingin liggur þó varla í valmöguleikum, heldur miklu fremur í getu minni sveitar- félaga til að veita sambærilega þjónustu og veitt er í þeim stærri: Litlu sveitarfélög- in ráða einfaldlega ekki við sama þjón- ustustig. Jafnari stærðarhlutföll milli sveitarfé- laga í landinu myndu því án efa stuðla að jafnari dreifingu og aðgengi að opinberri velferðarþjónustu milli svæða og lands- hluta. Sameining sveitarfélaga væri liður í að ná þessu markmiði. III. Stærð sveitarfélaga skíptir niáli Hér að ofan hefur verið farið yfir tvenns- konar róksemdir fyrir sameiningu sveitar- félaga hér á landi, þ.e. sambandið milli stærðar annars vegar og stjórnsýslu og verkefna sveitarfélaga hins vegar. Ekki ber að líta á umræðuna sem tæmandi upp- talningu, fleiri atriði væri einnig hægt að benda á, t.d. sambandið á milli byggðaþró- unar og sameiningar sveitarfélaga.23 Bent var á að sameining sveitarfélaga er leið til að stækka sveitarfélög og treysta þannig stjómsýsluna og getu til að annast lög- bundin verkefni. Ekki var í því sambandi reynt að draga upp neikvæðar hliðar á sameiningu, en vissulega hentar samein- ing misvel sem leið til eflingar byggðar- laga, t.d. vegna landfræðilegrar einangr- unar og legu sveitarfélaga. Aðalatriðið í umræðunni um gildi sameiningar hlýtur þó að snúast um þá spumingu, hvert á að vera hlutverk sveitarfélaga í opinberri stjórnsýslu og nútíma velferðarsamfélagi hér á íslandi. Sé hlutverk þeirra minni- háttar skiptir minna máli hversu stór eða mörg sveitarfélögin eru, sé hlutverkið hins vegar veigamikið skiptir stærðin verulegu máli. Sveitarfélög hafa gegnt lykilhlutverki á sumum sviðum, á öðrum sviðum hefur ríkið séð um verkefni hins opinbera, en einnig hefur tíðkast hér flókin verkaskipt- ing milli þessara aðila. Allt bendir hins vegar til þess, að þáttur sveitarfélaga í verkefnum hins opinbera eigi eftir að aukast á næstu árum og þá hljóta menn að þurfa að horfa með gagnrýnni hætti en hingað til á stærð sveitarfélaga, ekki síst með tilliti til skilvirkni stjórnsýslu þeirra og getu til að annast krefjandi verkefni. Stærðin er grunnbreyta í þróun sveitar- stjdrnarkerfisins í víðum skilningi, varð- andi verkefni þeirra, sjálfstæði og tekju- stofna, og þegar allt kemur til alls getur spurningin um stærð sveitarfélaga einnig verið spurning um möguleikana á al- mennri valddreifingu í samfélaginu.24 Sameining sveitarfélaga á Islandi skiptir því miklu máli varðandi framtíð og um- gjörð sveitarstjórnarkerfisins í heild sinni. IV. Heimildir Árbók sveitarfélaga 1996. Samband islenskra sveitarfélaga, nóvember 1996. P. Bogason (1992) Forvaltning og stat. íritröð- inni „Offentlig forvaltning i Danmark", útgefið afSystime, Kaupmannahöfn. Endurshoðun á tekjustofnum sveitarfélaga. Skýrsla nefndar félagsmálaráðuneytis um tekju- stofna sveitarfélaga, Reykjavík 1992. Hermann Sœmundsson (1996) Kommunalt selvstyrepá Island. Kandídatsritgerð fra'Háshól- anum íÁrósum. Larsen, Helge ogAudun Offerdal (1994) Demokrati og deltakelse i kommunene. Kommuneforlaget AS, Osló. Nordisk statistisk árbog 1995 Útgefið af„Nordiska Statistiska Sekritariatet", Stohkhólmi, 1995. E. Page (1991) Localism and Centralism in Europe: The Political and Legal Bases ofLocal Self-Government. Oxford University Press, New York. Sigfús Jónsson (1992) Stjórnun sveitarfélaga. 13. frœðslurit Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavík. Stjórnartiðindi Structure and operation oflocal and regional democracy: Iceland. Skýrsla frá Evrópurdðinu um stjórnsýslu sveitarfélaga d Islandi, Strass- borg,1993. Sveitarsjóðareikningar 1995 Gefið út afHag- stofu íslands, ínóvember 1996. Neðanmálsgreinar 1 Lokaskýrsla sameiningarnefndar. 2 í Árbók sveilarfélaga 1996, bls. 113, er að finna yfirlit yfir fjölda sveitarfélaga á íslandi síðan árið 1703. 3 Eða öllu heldur flulningur á kennslukostnaði til sveitar- félaga. en sá hluti hafði verið hjá ríkisvaldinu fram að 1. ágúst 1996 meðan sveitarfélögin höfðu frá 1990 séð um allan annan kostnað við rekstur grunnskóla. 4 Sjá Stjórnartíðindi nr. 161/1996. 5 Sbr. t.d. ummæli Smára Geirssonar forseta bæjarstjórn- ar iVeskaupstaðar í' grein Morgunbíaðsins, dags. 8. nóv- ember 1997, um sameiningu Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar. 6 l'ess má geta að enn er lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga aðeins 50, sbr. sveitarstjórnarlög nr. 8/1986 og skv. frum- varpi til nýrra sveitarstjórnarlaga, sem nú hefurverið lagt fyrir þingið, er ekki gert ráð fyrir breytingum. 7 Sbr. td. viðtal við núverandi félagsmálaráðherra í Morg- unblaðinu 28. janúar 1996, sem og viðtal við núverandi formann Sambands íslenskra sveitarfélaga í Morgunblað- inu, 6. september 1994. ¦ Sveitarstjórnarmál. 4. tbl. 1997, bls. 246. 'E.Page, 1991, bls. 2. 10 Larsen og Offerdal, 1994, bls. 42. " Sjá t.d. lýsingu Sigfúsar Jónssonar, 1992, á stjórnsýslu misstórra sveitarfélaga. bls. 62-66. 12 Sjá ll.yfirlit í Sveitasjóðareikningum 1995. 13 Skýrsla Félagsmálaráðuneytis frá 1991, „Skipting landsins í sveitarfélög 2", varpar góðu Ijósi á þá umfangs- miklu samvinnu sem ríkir á milli fámennari sveitarfélaga um ýmis lögbundin verkefni. 14 l'essi skoðun kom t.d. fram hjá ísaki Ólafssyni, sveitar- stjóra á Reyðarfirði, í viðtali við Morgunblaðið 20. sept. 1997. 15 P. Bogason, 1992, bls. 70. 16 Sjá t.d. Nordisk slatistisk árbog 1995, bls. 294-297. 17 P.Bogason, 1992, bls. 95-104. 1!i Lokaskýrsla Sveitarfélaganefndar, bls. 20. 19 Þessi skoðun kemur t.d. fram í Lokaskýrslu Sveitarfé- laganefndar, bls. 20-21, skýrslunni Structure and oper- ation of local and regional democracy: [celand, bls. 13, sem og skýrslunni Endurskoðun á tekjustofnum sveitarfé- laga, bls. 24. 20 P. Bogason, 1992.bls.68. 31 Sveitarstjórnarmál 1995, bls. 16. 22 P. Bogason, 1992,bls.77. 23 Sbr. ummæli Smára Geirssonar í Morgunblaðinu 20. sept. 1997 er rætt var um sameiningu Eskifjarðar, Nes- kaupstaðar og Reyðarfjarðar: „Menn verða fyrst og fremst að hugsa um hvað gerir svæðið sterkt. (...) Við viljum ekki horfa uppá fólksflótta heldur spyrna við fótum og gera það sem hægt er og teljum að sameining sé einn þáttur í því." 24 Hugmyndin sótt í P.Bogason, 1992, bls. 69. 12 l.tbl. 1998

x

Brennidepill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brennidepill
https://timarit.is/publication/1061

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.