Brennidepill - 01.03.1998, Blaðsíða 7
„ Wss samkeppni
um fólk er holl öll-
um samfélögum. “
„ Viö ætlum að
stööva ofbeldi í
miöbænum meö
öruggara um-
hverfi og virku
samstarfi nýrrar
útideildar, íbúa,
fyrirtækja, lög-
reglu og almenn-
ings. “
„ Viö ætlum aö
draga úr borgar-
bákninu oggera
þaö skilvirkara
meö aöferöum
þjónustusamn-
inga og árangurs-
stjórnunar. “
„ Viö forystumenn
listanna viröumst
vera sammáia um
mikilvægi liös-
heildarinnar og
aö nærtækast sé
aö meta einstak-
lingana, frá fyrsta
til sextánda
manns í hvorum
hópi, sem munu
skipa borgar-
stjórnarflokka
hvors lista.
Þeirra bíöur aö
vera í forsvari
mikilvægra mál-
efna. Hvaöan
kemur reynsla
þessara einstak-
linga?"
Við ætlum að gera umgjörð miðborgar-
innar notendavinsamlega - m.a. með
breyttri stefnu í innheimtu bílastæðagjalda.
Fækka skyndiákvörðunum í skipulagi gatna.
Við ætlum að stöðva ofbeldi í miðbænum
með öruggara umhverfi og virku samstarfi
nýrrar útideildar, íbúa, fyrirtækja, lögreglu
og almennings. Við munum stuðla að skipu-
lagi hverfalöggæslu, sem hefur skilað mikl-
um árangri þar sem henni hefur verið kom-
ið á. Samband lögreglu og íbúa verður vin-
samlegra og margfalt árangursríkara.
Við munum vinna á langtímaatvinnu-
leysi með fleiri menntunartilboðum og sér-
stökum samningum við fyrirtæki í borginni.
Við munum að nýju tryggja góða um-
hirðu á borgarlandinu.
Við ætlum að taka upp þráðinn þar sem
frávar horfið í öflugri uppbyggingu hjúkrun-
arheimila og þjónustu við aldraða.
Við ætlum að stöðva ásókn ungs fólks á
félagsmálastofnun með því að strengja ör-
yggisnetið þannig að þeir sem í það falla,
flækist ekki og festist í því eins og nú gerist,
heldur fái bakstuðning til að rísa á fætur að
nýju.
Við ætlum að hefja að nýju öflugt átak í
uppbyggingu upplýsingakerfis í grunnskól-
unum. Við eigum að setja okkur skýr mark-
mið og leiðir að því að bjóða bestu grunn-
skóla á Vesturlöndum. Við ætlum að efla
tengsl skólastiga og takavirkari þátt í stuðn-
ingi við menntun sem skilar betri atvinnu-
tækifærum.
Við ætlum að byggja áfram leikskóla og
auka jafnræði heimavinnandi og útivinn-
andi foreldra með vali í þjónustu við foreldra
barna á leikskólaaldri m.a. með heima-
greiðslum.
Við munum gera list og menningu að
öflugri atvinnugrein og útfiutningsvöru -
Við ætlum að styrkja listina á öflugan hátt
en fækka fóstum áskrifendum að styrkjum.
Við ætlum að draga úr borgarbákninu og
gera það skilvirkara með aðferðum þjón-
ustusamninga og árangursstjórnunar.
Hvað hefur R-listinn gert á kjör-
tímabilinu sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði ekki gert?
Þrátt fyrir þessar kjöraðstæður hafa skuldir
borgarinnar vaxið og sveitarfélagið Reykja-
vík er að tapa forystuhlutverki sínu sem
framvörður lágra gjalda, framvörður nýrra
og framsækinna hugmynda í þágu íbúanna.
Valkostur þeirra sem bera atvinnumögu-
leika sína og aðsetur saman við borgir í öðr-
um löndum.
í síðustu borgarstjórnarkosningum 1994
bentum við á að reynslan af vinstrimeiri-
hluta í borgarstjórn væri ekki góð. Síðasti
vinstri meirihluti 1978-82, hækkaði alla
skatta á Reykvíkingum sem þeir gátu, þegar
þeir höfðu völd.
Brennidepin
Hægt er að nefna fjölmörg dæmi um lé-
lega stjórnarhætti og aðgerðir R-listans sem
við erum afar ósátt við:
R-listinn sagði allt annað en að hann
myndi hækka fasteignagjöld um 30% með
holræsaskattinum, en hreinsun strandlengj-
unnar er verkefni sem við hófum og hefur
verið unnið að í 12 ár frá 1986.
Þá bjuggust Reykvíkingar ekki við að R-
listinn kostaði hvert heimili milli 40 og 120
þúsund krónur í kaupmáttarskerðingu - að-
eins í gegnum aukna skatta - og mun meira
með auknum álögum fyrir þjónustu borgar-
innar.
Þá vissu Reykvíkingar ekki að þrátt fyrir
góðæri myndu skuldir borgarinnar hækka
um 4 milljarða króna.
Höfum hugfast að hinir efnameiri hafa
alltaf getað veitt sér sem flest, enn frekar í
góðærinu. En það er efnaminnsta fólkið sem
geldur aukinna skatta og dýrari þjónustu
borgarinnar. Fyrir þetta fólk vil ég ekki síst
beijast.
Borgarbúar gátu ekki ímyndað sér að
fólksflutningar á höfuðborgarsvæðið færu
framhjá Reykjavík en stefndu þess í stað til
Kópavogs.
Þá grunaði borgarbúa ekki að R-listinn
legði dýrmætasta framtíðaríbúðasvæðið á
Geldinganesi undir iðnaðar- og geymslu-
svæði - sprengdi sig inn í þessa nátt-
úruperlu í grunni Reykjavíkur og vísaði með
því nýjum útsvarsgreiðendum til Kópavogs.
Þá grunaði Reykvíkinga ekki að að fjór-
um árum liðnum yrðu nánast engar at-
vinnu- eða íbúðalóðir tilbúnar til úthlutunar
í Reykjavík.
Þá grunaði ekki öryrkja og fátækustu
borgarbúana að R-listinn myndi hlutafélaga-
væða leiguíbúðir og hækka leiguverðið.
Hver hefði búist við að kaupmáttaraukn-
ing Reykvíkinga úr síðustu kjarasamning-
um jafngilti nýjum sköttum og álögum R-
listans?
Þá vissu Reykvíkingar að álögur á fjöl-
skylduna voru mun lægri í Reykjavík en
Kópavogi, en hvern gat órað fyrir að þremur
árum síðar yrðu skatta- og gjaldahækkanir í
Reykjavík slíkar að þær væru orðnar svipað-
ar og stundum hærri en í Kópavogi
Þá bjuggust Reykvíkingar ekki við að fé-
lagsmálapakkinn myndi þenjast út en færri
fengju raunverulega úrlausn mála. Félags-
málastofnun er fyrir marga orðin álitlegri
kosturen dagvinna.
Þá vissu Reykvíkingar ekki að samgöng-
ur í borginni myndu stórversna og mengun
aukast án þess að R-listinn aðhefðist.
Hvernig gátu borgarbúar ímyndað sér að
þrátt fyrir góðærið myndi atvinnuleysi
kvenna og langtímaatvinnuleysi aukast í
Reykjavík?
Þá bjuggust menn ekki við að biðlistar
eftir hjúkrunarrýmum fyrir aldraða myndu
hrannast upp.
Enginn sagði frá því að sumarvinna ung-
linga yrði dregin stórlega saman og fleira
ungt fólk myndi leita til Félagsmálastofnun-
ar.
Þá grunaði engan að átak í tölvuvæðingu
grunnskóla frá síðasta kjörtímabili myndi
koðna niður.
Þá grunaði engan að 2000 börn myndu
bíða eftir leikskólum í dag, þar sem annað
val býðst ekki.
Ekki var sagt frá því að heimgreiðslur
sem valkostur fyrir foreldra 500 barna á dag-
vistaraldri yrðu lagðar niður.
Þá óraði engan fyrir að mismunun í
styrkjum til lista- og menningarhópa myndi
aukast.
Þau sögðu ekki frá því að embættis-
mannakerfið myndi þenjast út um 55 millj-
ónir króna á ári.
Hvað er það heizt sem að þínu
mati sker D-listann frá R-listanum
sem valkostur fyrir kjósendur?
Af framansögðu er Ijóst að afar margt ber í
milli. En ég vil einnig vekja athygli á að regl-
ur borgarstjórnar, nefnda og ráða borgarinn-
ar, eru þannig að það skiptir meginmáli að
aðal- og varaborgarfulltrúarnir hafi mikla
hæfileika. Þeir búi yfir þekkingu og þeir hafi
vilja til að leggja þessa þekkingu alla fram.
Ur því að við forystumenn listanna virðumst
vera sammála um mikilvægi liðsheildarinn-
ar er nærtækast að meta einstaklingana, frá
fyrsta til sextánda manns í hvorum hópi,
sem munu skipa borgarstjórnarflokka hvors
lista. Þeirra bíður að vera í forsvari mikil-
vægra málefna. Hvaðan kemur reynsla þess-
ara einstaklinga, hvar liggja þekkingarsvið
þeirra, hvernig eru þeir fallnir til að Ieiða
hvern málaflokk og skila okkur farsællega
inn í nýja öld?
l.tbl. 1998