Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Page 10

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Page 10
56 SVEITARSTJÓRNARMÁL getur átt, þar til þingið setur sér sjálft fundarsköp. Nefndir kýs þingið og deildir þess til athugunar málefnum, sem fyrir liggja, eftir því sem þurfa þykir. 10. gr. — Allar tillögur eða málefni, sem fyrir þingið eru lögð, skulu fyrst borin upp fyrir forsetum sameinaðs landsþings og deilda þess. Ef málið varð- ar öll sveitarfélög, skulu þeir ákveða, að með það verði farið í sameinuðu þingi. Varði málið hins vegar eingöngu sum sveitarfélög, vísa forsetar því til meðferð- ar þeirrar deildar, sem við á. Úrskurði forseta má skjóta til sameinaðs lands- þings. 11. gr. — Landsþingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins. Landsþingið setur stjórn og fulltrúa- ráði starfsreglur. Það úrskurðar reikn- inga sambandsins og tekur yfirleitt allar ákvarðanir, er varða starfsemi þess og skipulag. Sveitarstjórnir, sem óska, að fyrir verði tekin á þinginu ákveðin mál, skulu senda stjórn sambandsins tilkynn- ingu um það eigi síðar en 2 vikum fyrir þing. b. Fulltrúaráð. 12. gr. — Fulltrúaráð sveitarfélaganna skal kosið af Iandsþingi. Eiga í því sæti 20 menn úr hópi kjörinna þingmanna, kosnir eins og hér segir: Úr Austfirðingafjórðungi .. 2 menn — Norðlendingafjórðungi . 4 — — Vestfirðingafjórðungi . . 4 -— — Sunnlendingafjórðungi . 10 — Auk þeirra eiga sæti í fulltrúaráði þeir 5 menn, er skipa framkvæmdastjórn, og er formaður hennar sjálfkjörinn formað- ur fulltrúaráðsins. •Við fulltrúakjörið skiptist þingið i deildir eftir fjórðungum, og kjósa þing- menn hvers fjórðungs þá tölu fulltrúa- ráðsmanna, er fjórðungnum ber. Varamenn skulu kosnir jafnmargir og á sama hátt. Hlutfallskosningar skulu við- hafðar við fulltrúaráðskjör, sé þess kraf- izt af einhverjum fulltrúa fjórðungsins. 13. gr. — Fulltrúaráð skal vera stjórn sambandsins til aðstoðar milli þinga. Það heldur fundi, þegar stjórn sambandsins telur þess þörf, þó eigi sjaldnar en einn fund árlega. Skulu þar rædd þau mál, er stjórnin leggur fyrir fulltrúaráð, og á- lyktanir teknar um þau. Þar skulu og rædd og ályktanir gerðar um þau mál- efni, er fulltrúarnir bera fram eða óska sérstaklega eftir, að fyrir séu tekin. Stjórn sambandsins ákveður fundar- slað og fundartima fulltrúaráðs og til- kynnir meðlimum fulltrúaráðsins það með hæfilegum fyrirvara. c. Framkvæmdastjórn. 14. gr. — Framkvæmdastjórn sam- handsins skipa 5 menn, formaður, vara- formaður, ritari, féhirðir og aðstoðarfé- hirðir og jafnmargir varamenn. Stjórnarmenn skulu búsettir i Reykja- vík eða svo nálægt Reykjavik, að þeir eigi hægt með að ná sarnan til fundar með tveggja sólarhringa fyrirvara. 15. gr. — Formaður skal kjörinn af landsþingi sameinuðu, og er sá rétt kjör- inn formaður, er flest fær atkvæði. Hinir fjóriT stjórnarmenn skulu kosnir þannig, að tvo kýs þingdeild kaupstaða og kaup- túna, en aðra tvo kjósa fulltrúar hrepps- félaganna, hvorir úr sínum hópi. Vara- menn skal kjósa jafnmarga og á sama hátt. Hlutfallskosningu skal viðhafa, sé Jiess krafizt. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum að öðru leyti. 1(). gr. — Stjórnin — sérstaklega for- maðurinn — annast dagleg störf í l)águ sambandsins. Stjórnin heldur fundi, þeg- ar formanni þykir Jmrfa, þó eigi sjaldnar en annan hvern mánuð. Hún ræður starfsfólk í skrifstofu sambandsins, sér um innheimlu tekna og annast reikn- ingshald J)ess, svarar fyrirspurnum og annast bréfaskriftir og kemur fram fyrir sambandsins hönd, Jiegar með þarf, eftir því sem við á. Stjórnin gerir á landsþingi grein fyrir starfsemi sambandsins milli þinga.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.