Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Blaðsíða 12
58 SVEITAHSTJÓRNARMÁL laganná, og felur J)ingið stjórninni að koma J)eim tillögum á framfæri, þegar endurskoðun útsvarslaganna fer fram.“ 3. Eftirgreindum tillögum var vísað til alhugunar fráinkvæmdastjórnar: a. „Stofnþing Sambands ísl. sveitarfé- laga telur þess brýna þörf, að bæjar- og sveitarfélög skapi sér nýja tekjustofna með víðtækum opinberum rekstri, þar sem við verður komið, svo sem með útgerð togara og vélbáta, verksmiðju- rekstri til hagnýtingar íslenzkra afurða o. s. frv., eftir því sem bezt hentar á hverj- um stað. . Felur þingið stjórn sambandsins og fulltniaráði að vinna að framgangi ])ess- ara mála, með þvi m. a. að aðstoða bæj- ar- og sveitarfélögin með útvegun teikn- inga, áætlana um stofnkostnað og rekstr- arkostnað fyrirtækja o. s. frv.“ b. „Stofnþing Sambands ísl. sveitarfé- laga skorar á fulltniaráð og fram- kvæmdastjórn að vinna að því við Al- þingi og ríkisstjórn að ganga ekki endan- lega frá löggjöf mn framtíðartilhögun rafmagnsmála landsins, áður en umsagn- ar og álits þeirra um þau hefur verið leit- að.“ c. „Stofnþing Sambands ísl. sveitarfé- laga samþykkir að fela fulltrúaráði sinu og framkvæmdastjórn að hlutast til um, að hluti bæjar- og sveitarfélaga af ágóða Áfengisverzlunar ríkisins verði 20% í stað 5%, eins og nú er.“ d. Breytingartillögu við þessa tillögu fulltrúa Vestmannaeyjakaupstaðar frá Axel V. Tuliniusi, fulltrúa Hólshrepps, og Valdimar Björnssyni, fulltrúa Keflavík- urhrepps, svo hljóðandi: „í stað orðanna: „hluti bæjar- og sveit- arfélaga af ágóða Áfengisverzlunar rikis- ins verði 20% í stað 5%, eins og nú er,“ komi: að 20% af heildartekjum ríkisins af áfengis- og tóbakssölu renni til allra bæjar- og sveitarsjóða á landinu. Skipt- ist þessi fjárhæð eftir fólksfjölda í hverju bæjar- og sveitarfélagi.“ e. f sambandi við 2. lið tillagna allsherj- arnefndar flutti Óli Hertervig svo hljóð- andi tillögu, sem samþykkt var að vísa til fulltrúaráðs og framkvæmdastjórnar sambandsins: „Athuga skal sérstaklega, hvort ekki sé rétt, að niður verði felldur úr útsvarslög- gjöfinni að mestu eða öllu leyti réttur sveitarfélaga til þess að krefjast skipting- ar á útsvörum, en laka i þess stað upp ný ákvæði um útsvarsskyldu í atvinnu- sveit, ])ótl eigi sé heimilisfesta þar.“ Allmiklar og fjörugar umræður urðu um tillögur ])essar, hverja um sig og i heild, og greindi menn nokkuð á um ýmis alriði. Fundarstjóri tilkynnti dagskrá næsta funda r. Fleira gerðist ekki. Fundi slilið kl. 12 miðnættis. 5. fundur (13. júní). Hófst kl. 10 árdegis. Fundarstjóri Sig- urjón Jónsson, oddviti Seltiamárneshr. Lesnar fundargerðir frá 3. og 4. fundi og samþykktar athugasemdalaust. Gengið til dagskrár: lá. Jónas Guðmundsson, eftirlitsmaður sveitarstjórnarmálefna, flutti mjög fróð- legt erindi um endurskoðun sveitar- stjórnarlaga. Lagði hann að erindislok- um l'ram svo hljóðandi tillögu: „Stofnþing Sambands íslenzkra sveitar- félaga lýsir ánægju sinni yfir því, að haf- in er endurskoðun sveitarstjórnarlag- anna, og væntir þess, að því verki verði lokið sem fyrst. Stofnþingið lýsir yfir því sem sinni skoðun, að fyllilega geti komið til álita að leggja sýslurnar niður sem lið í sveit- arstjórnarkerfinu, en taka í þeirra stað upp fjórðunga eða fylki, sem fengju meira vald i ákveðnum málefnum sveit- arfélaganna en nú er hjá sýslunefndum og bæjarstjórnum, og væri fylkjunum stjórnað af fylkisþingum, sem til væri kosið af sveitarfélögunum innan fylkis- ins, og fylkisstjórnum, er þingin veldu. Stofnþingið væntir þess, að þegar frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.