Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Blaðsíða 13
SVEITARSTJÓRNARMÁL
59
liggur fyrir, verði samtökum sveitar-
stjórnarmanna gefinn kostur á að at-
huga það og segja á þvi álit sitt, áður en
það kemur fyrir Alþingi.“
Tillagan var samþykkt með samhljóða
atkv.
1(5. Helgi H. Eiríksson hafði framsögu
fyrir eftirfarandi nefndaryfirlýsingu og
tillögu:
„Nefnd sú, sem kosin var í tilefni af
þeirri uppástungu Ólafs B. Björnssonar,
forseta bæjarstjórnar Akraness, að sér-
stakar nefndir yrðu starfandi í hinum
ýmsu sveitarfélögum á landinu til að eiga
frumkvæði að aukinni alhliða menning-
arstarfsemi, hver á sínum stað, lýsir yfir
þvi, að hún er hlynnt því, að til öflugrar
starfsemi verði stofnað í þessu efni, og
leggur því fram eftirfarandi tillögu:
Þar sem sambandið hefur í lögum sin-
um viðurkennt það nauðsyn og skyldu
sína að hafa bætandi áhrif og afskipti af
alhliða menningarmálum hinna ýmsu
sveitarfélaga, beinir þingið þeim ein-
dregnu tihnælum lil stjórnar sambands-
ins og fulltrúaráðs, að það athugi, á hvern
hátt megi bezt auka og tryggja viðgang
slíks starfs á hinum ýmsu stöðum, t. d.
með skipun fastra nefnda, eins og fram-
sögumaður benti á, og leggi tillögur sín-
ar þar um fyrir næsta landsþing."
Tillagan var samþ. í einu hljóði.
17. Jónas Guðmundsson lagði fram og
gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu:
„Stofnþing Sambands islenzkra sveit-
arfélaga samþykkir að beina þeirri á-
skorun til væntanlegrar sambandsstjórn-
ar, að hún alhugi, með hverjum hætti sé
tiltækilegast, að komið verði upp í land-
inu hæli fyrir vandræðafólk það, sem nú
er á vegum sveitarstjórna heima í hrepp-
um og kaupstöðum, en hælisvist eða fast
athvarf fæst hvergi fyrir eins og sakir
standa.
Sérstaklega er stjórninni falið að at-
huga vel, hvort ekki væri rétt, að sveitar-
félögin kæniu sér upp í félagi hæli fyrir
þetta fólk, t. d. á þeim grundvelli, að hvert
sveitarfélag tryggði sér þar rúm fvrir
einn eða fleiri menn og stæði undir stofn-
kostnaði hælisins að þeim hluta. Stjórnin
skili áliti i málinu á næsta landsþingi."
Tillagan var samþykkt með samhljóða
atkvæðum.
18. Frú Katrín Pálsdóttir, bæjarfull-
trúi í Reykjavík, fékk levfi fundarins til
þess að flytja tilmæli frá Mæðrastyrks-
nefnd Reykjavíkur um ákvörðun barns-
meðlaga. Lagði hún fram þessa tillögu:
„Stofnþing Sambands íslenzkra sveit-
arfélaga lýsir sig fylgjandi þvi, að meðal-
meðlög séu samræmd um land allt og
miðað við meðahneðlög í Reykjavik.“
Svo hljóðandi breytingartillaga kom
fram frá Helga H. Eiríkssyni:
„Stofnþing Sambands íslenzkra sveit-
arfélaga felur stjórn sainbandsins og
fulltrúaráði að taka til rækilegrar athug-
unar, hvort ekki sé rétt, að meðalmeðlög
séu samræmd um land allt og miðað við
meðalmeðlög í Reykjavík.“
Breytingartillagan var samþykkt.
Jónas Guðmundsson lýsti reglum um
kosningar í stjórn og fulltrúaráð, er fara
skyldu fram á næsta fundi.
Fundarstjóri tilkynnti dagskrá næsta
fundar.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. rúml. 12 á hád.
; I ! I ! ;
6. fundur (13. júní).
Hófst kl. 1% e. h. Fundarstjóri Björn
Jóhannesson, forseti bæjarstjórnar Hafn-
arfjarðar.
Lesin fundargerð 5. fundar og samþ. i
e. hlj.
Gengið til dagskrár:
19. Kosinn formaður sambandsstjórn-
ar. Kosningu hlaut Jónas Guðmundsson,
eftirlitsm. sveitarstjórnarmálefna, með
37 atkv. Björn Jóhannesson, forseti bæj-
arstjórnar Hafnarfjarðar, hlaut 1 atkv., og
fimm seðlar voru auðir.
20. Álit og tillögur fjárhagsnefndar.
Björn Birnir og Steinþór Guðmundsson
gerðu grein fyrir störfum fjárhagsnefnd-