Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Page 17

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Page 17
SVEITARSTJÓRNAUMÁL £ Komið var til Reykjavíkur kl. íiunlega 2 að nóttu. Við þingslit hafði verið samþykkt að fela riturum og fornianni sambandsins og fundarstjóra að ganga frá gerðabók ui/n síðasta fund og skýrslu um boðsferðirnar. r II. Avörp og ræður. A. Þingsetning. Ræða Guðmundar Ásbjörnssonar. Háttvirta samkoma. Tildrögin til þessarar samko.mu eru þau, að eftirlitsmaður sveitarstjórnar- málefna, hr. Jónas Guðmundsson, fyrrv. alþm., skrifaði bæjarstjórnum Reykja- víkur og Hafnarfjarðar 25. jan. 1943 og mæltist til þess, að þær veldu sinn mann- inn hvor til þess að taka sæti í nefnd á- samt honum, með það fyrir augurn að koma á sambandi milli sveitarfélaga landsins til eflingar hagsmunamálum þeirra og ef verða mætti til þess að auka skilning á gildi þeirra og þýðingu fyrir þjóðfélagið. Urðu bæjarstjórnirnar við þe.ssum til- .mælum og kusu forseta sina, þá Guðm. Ásbjörnsson og Björn Jóhannesson, lil þess að taka sæti í nefndinni. Nefndin tók svo til starfa í marzmán- uði 1943 og hefur starfað öðru hverju siðan með þeim árangri, sem nú liggur fyrir þessari ráðstefnu. Allur undirbúningur þessa máls hefur verið meiri erfiðleikum bundinn vegna þess, að hér er um nýmæli að ræða hjá okkur, svo og vegna þess, að styrjöidin hefur gert mjög erfitt að al'la ýmissa upp- lýsinga um starfshætti slíkra sambanda erlendis, sem hefðu mátt verða okkur til leiðbeininga, þó að um alls ólíka stað- hætti sé að ræða. Þó að ég í upphafi gæti þess, hver I.JÓSM. VIGF. SIGUIIfi. Giiðmundtir Asbjörnsson, forseli bœjarstjórnar Hcykjauikur, selnr fyrsta þing Sambands islcnzkra svcilarfclaga 11. júni 19'i5 í ncdrideildarsal Alþingis.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.