Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Qupperneq 21
SVEITARSTJÓRNARMÁL
(>7
I..TÓSM. VIGF. SIGUnG.
Jónas Gtiðnumdsson eftirlitsmaðnr sveitarsljórnarmdlefna gefnr skijrslu um
tildrög stofnunar samtiandsins.
í milli og hvers konar rig. Þetta næst
miklu betur, ef sambandið er eitt, en
ef þau eru tvö, og sama er um alla
fræðslustarfsemi þess, að hiin nýtist
mun betur, sé um eitt samband að
ræða.
011 þessi atriði samanlögð voru • svo
þung á metunum h.já okkur, að við sann-
færðumst betur og betur um það, eflir
því sem við hugsuðum málið lengur og
ræddum það meira, að rétt væri, að eitt
samband yrði stofnað fyrir öll sveitarfé-
lög landsins.
Mér þykir ekki við eiga að víkja hér
neitt sem heitir að einstökum greinum
eða ákvæðum frumvarpsins. Þó vil ég að-
eins segja fáein orð um 11. og 12. grein
frumvarpsins, sem ég get búizt við, að
einhverjum ágreiningi geti valdið, eins og
ævinlega á sér stað, þegar verið er að
skipa fulltrúum fyrir ýmsa landshluta.
Eins og sést af greininni, er gert ráð fyrir
því, að fulltrúaráðið skipi 10 menn úr
Sunnlendingafjórðungi, 4 menn úr Vest-
firðinga- og aðrir 4 úr Norðlendin^afjórð-
ungi og 2 úr Austfirðingafjórðungi. Mörg-
um mun nú sjálfsagt þykja hér ójafnt
skipt, en til grundvallar þessari skiptingu
liggur tvennt, bæði fólksfjöldinn og sveit-
arfélagafjöldinn. Reykjavík og Sunnlend-
ingafjórðungur með Vestmannaeyjum og
Hafnarfirði er svo langtum fólksfleiri en
hinir, að hjá því verður engan veginn
komizt að taka tillit til þess við val í
fulltrúaráðið. Eg er og þeirrar skoðunar,
að fulltrúaráðsmönnum, Sem búsettir eru
utan Reykjavíkur, verði að greiða bæði
ferðakostnað og fæðispeninga, meðan þeir
dvelja á fundum fulltrúaráðsins, annars
verður fulltrúráðið gagnslaust með öllu,
enda tæplega hægt að ætlast til þess, að
menn leggi á sig löng ferðalög og dýr og
alllanga dvöl fjarri heimahögum sínum
án þess að fá kostnaðinn AÚð það greidd-
an. Mín trú er það, að þegar fram í sæk-
ir, muni það verða fulltrúaráðið, sem að
öllum jafnaði kemur fram fyrir sam-
bandsins hönd og segir álit sitt á þeim
málum, sem sambandinu verður ætlað að
fjalla um. Sjálf sambandsþingin, sem háð