Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Blaðsíða 30
76 SVEITARSTJ ÓRNARMÁL þess eða formaður einn, né heldur sljórnin ein, sem vinnur það verk, sem þarl' til þess, að svo megi verða, heldur verða það sveitarfélögin í heild. Á þeim hlýtur starfsemin fyrst og fremst að hvíla. Við erum búnir að ræða svo mikið um, hve nauðsynlegt sé að varðveita þá ein- ingu og þann samhug, sem skapazt hefur ineðal okkar þessa fáu daga, sem við höf- um selið þetta þing. Og ég endurtek enn einu sinni, að því aðeins tekst þessum samtökum að vinna það, sem er nokkurs virði fyrir Iand og lýð, að það takist að varðveita þá samheldni, sem skapazt hefur, og auka hana, en láta hana ekki dvína. Eg vil þakka öllum þeim fulltrúum, sem komið hafa utan af landi, sumir um langan veg', lil þess að sitja þetta þing. Ég veit, að þeir hafa lagt á sig mikið erf- iði og kostnað, margir hverjir. Með þvi hafa þeir lagt stein í þá byggingu, sem við erum að reisa hér. Einnig tek ég undir það þakklæti, sem bæjarstjórn Reykja- . víkur hefur verið fært fyrir margvíslega fyrirgreiðslu. Ég þakka skrifurum þings- ts fyrir ágætt starf þeirra. Síðast ekki sízt þakka ég forsetu.m þeim, sem stjórnað hafa þinginu, fyrir þeirra störf og röggsömu fundarsljórn. A111 hefur þetta gengið ánægjulega og vel. Þegar fulltrúarnir fara nú til heimkynna sinna úti um landið, hið ég þá að bera kveðju til sveitarfélaga sinna frá okkur og árna þeiin allra heilla. Þau hafa verið með að leggja grundvöll að þessu nýja sambandi okkar. Við höfum verið sáð.menn þessa dagana. Við höfum verið að stofna fé- lagsskap, sem við með vissu höfum enga hugmynd um, hvort verða kann að gagni eða ógagni fyrir land og lýð. Við höf- um verið að sá og vonumst eftir góðri og nytsamri uppskeru. Og það er næsta óliklegt, að það verðum við, sem nú er- uin hér í kvöld, sem uppskerum þrosk- aðan ávöxl af því, sem nú var niður sáð. Um það tjáir heldur ekki að fást, þvi að það er Guð, sem ávöxtinn gefur. Og við biðjum, að hann megi gefa góðan ávöxt af þeirri viðleitni, sem felst í stofnun þessa sambands. Einhver versta fylgja ís- lenzku þjóðarinnar frá alda öðli hefur verið sundrungin. Og frægust af allri íslenzkri sundrungu er sundrung ís- lenzkra sveitarfélaga, hreppapólitíkin, sveitarígurinn. Það, sem við höfum nú verið að gera með stofnun þessara sam- taka, er m. a. að veita þessum höfuð- fjanda, islenzku sveitarfélagasundrung- unni, fyrsta höggið. Eg vænti, að okkur takist að uppræta hana að lokum og að jieim, sem á eftir okkur koma, auðnist að sjá þá sundrung niður kveðna að fullu og öl 1 ii. Og ef það tekst, þá hefur tekizt að leggja traustan stein i framtiðarbyggingu íslenzku þjóðarinnar, og þá munu allir í'agna því, að við stofnuðum þetta sam- hand, og þakka okkur það, þegar árin Iíða. Sveitarstjórnir landsins sameinaðar eiga margþættum og góðum starfskröfL- um á að skipa, og meðal annars erum við svo heppnir að hafa hér meðal okk- ar sem fulltrúa á þinginu einn af kunn- uslu söngstjórum landsins, hr. Áskel Snorrason l'rá Akureyri. Og hvort sem hér kann að vera fleira eða færra af góðuin söngmönnum, þá hið ég Áskel að láta okkur syngja að loknu máli minu okkar gamla og góða ættjarðarljóð „Ó, fögur er vor fósturjörð“. Mér finnst það eiga hezt við hér í hinni dásamlegu fegurð og helgi þessa staðar. Ég vil svo vona, að stjórn sambands- ins heri gæfu til þess að eiga sem hezt og öruggast samstarf við öll sveitarfélög landsins og að okkur takist að leggja grundvöll að samheldni í stað sundrung- ar í lífi íslenzku þjóðarinnar. Segi ég svo stofnþingi Sambands ís- lcnzkra sveitarfélaga slitið.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.