Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Page 31
SVF.ITARSTJÓRNARMÁL
77
III. Erindi
flutt á stofnþingi Sambands ísl. sveitarfélaga 11.—13. júní 1945.
Gunnar Viðar:
Tekjuöflun bæjarfélaga.
Háttvirta samkoma!
Eftirlitsmaður sveitarstjórnarmálefna
hefur beðið mig um að segja hér nokkur
orð um tekjuöflun bæjarfélaga. Ég taldi
mér þetta skylt sem formanni niðurjöfn-
unarnefndar höfuðstaðarins, og mér er
það enda ljúft, því að hyggja mín er sú,
að brátt muni koma að þvi, að þau mál
muni þarfnast nokkurra úrlausna frá því,
sem nú er. Eg mun því með nokkrum orð-
um reifa þetta mál hér.
Það mun öllum hér kunnugt, að tekju-
öflun bæjarfélaganna var fyrir stríð kom-
in’ í mesta öngþveiti. Tekjuþörf bæjanna
jókst stöðugt, bæði af eigin tilverknaði og
að tilhlutun ríkisvaldsins. Hins vegar eru
og voru tekjustofnar þeirra fábreyttir og
reyndust ekki nægilegir né nógu teygjan-
legir fyrir hina vaxandi tekjuþörf. Stjórn-
arskrá bæjar- og hreppsfélaga í tekjuöfl-
unannálúm, ef svo mætti segja, er falin í
20. gr. laga nr. 12 31. maí 1927, sveitar-
stjórnarlögunum. Sú grein hljóðar svo:
„Tekjur sveitarsjóðs eru:
1. Útsvör.
2. Afgjald af fasteignum hrepps og upp-
rekstrargjald.
3. Á'extir af innstæðufé og leigufé.
4. Hundaskattur.
5. Endurgjald á veittum sveitarstyrk
frá þurfalingi sjálfum eða ættingjum
hans.
(i. Frá öðruin hreppum:
a. endurgjald á veiltum þurfa-
mannastyrk;
b. endurgjald fyrir önnur viðskipli.
7. Óskilafjárverð.
8. Sektir eftir sættum eða dómum.
9. Gjald al' síldarveiði og ufsa með nót.
10. Gjafir eða aðrar óvæntar tekjur.
Að vísu er í sveitarstjórnarlögunum
hvergi minnzt á bæjarfélög, aðeins
hreppsfélög, sem 20. gr. gildir fvrir, og
svo sýslusjóði, sem sérreglur eru aftur
fyrir. Þó verður að ganga út frá því, að
20. gr. gildi einnig fyrir bæjarfélög, því
að hvergi eru annars staðar neinar regl-
ur, sem gilda fvrir þau. Að vísu eru sér-
lög fyrir hvern kaupstað, en þar er sýni-
lega byggt á því, að tekjuöflunaraðferðir
bæjanna séu þær sömu og hreppanna.
Auk þess eru til lög nr. 69 1937, sem
breytt er með lögum nr. 46 1938 og lög-
um nr. 30 1939, sem bera tililinn: um
tekjur bæjar- og sveitarfélaga og eftirlit
með fjárstjórn bæjar- og sveitarstjórna.1)
Að því er tekjuöflun snertir fjalla þau
þó eingöngu um fasteignagjaldið.
I.
Langsamlega stærsti tekjustofn bæj-
anna er útsvörin, sein jal'na ber niður
„eftir efnum og ástæðum“. Við skuluin
líta á þann skattstofn ofurlítið nánar. Að
jafna beri niður eftir efnum og ástæðum,
merkir vafalaust það, að jafna eigi niður
eftir gjaldgelu manna, sem þá auðvitað
ekki fer eftir því, hvað hver er með i vas-
anum á augnablikinu, heldur eftir mögu-
leikanum til þess að láta al' mörkum í
bráð og lengd. Vafalaust er möguleikinn
til þess að framkvæma þess háttar niður-
jöfnun beztur í smáum hreppsfélögum,
þar sem hver þekkir annars hagi, lniskap-
arhætti, heimilisþyngsli og annað, sem
máli skiplir um gjaldgetuna. Þ. e. a. s.,
þar getur inaður gerl sér nokkuð glögga
grein fyrir gjaldstofninum, ]). e. ástæð-
um þeirra, sem bera eiga gjaldið. Hitt
getur menn aftur greint á um, hvern mun
eigi að gera á gjaldi hinna einstöku gjald-
1) Nú lög uin fastt‘ignaskatt til bœjar- ou
hreppsfélaga og Jöfnunarsjóð sveitartelaga.