Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Blaðsíða 32
78
SVEITARSTJÓHNARMÁL
þegna, t. d. hvort gjaldið á að vera hlut-
fallslegt miðað við gjaldstofninn eða stig-
hækkandi pg þá hversu mikið. 1 bæjarfé-
lögunum er aftur á móti erfiðara að gera
sér grein fyrir hag hvers gjaldþegns og
því erfiðara sem bæirnir verða stærri.
Verður þá meir og meir að byggja á
framtölunum lil tekju- og eignarskatts
og þeim upplýsingum, sem skattayf-
irvöldin geta aflað sér í sambandi við
þau. í framkvæmdinni er það þá líka orð-
ið þannig, að í bæjunum er beinagrindin
í útsvörunum tekju- og eignarskattur, alls
staðar stighækkandi, eftir því sem ég bezt
veit.
Nú leggur ríkið einnig árlega á tekju-
og eignarskatt, sömuleiðis stighækkandi.
Þó að nú i litsvörunum séu tekin ýmis til-
lit, sem ekki eru tekin i tekjuskatti, og á
sumuni hlutum teknanna tekið lausar og
öðrum fastar af niðurjöfnunarnefndum
en af skattanefndum eða skattstjórum, er
það þó ljóst, að í höfuðatriðum er hér
tvímennt á sama skattstofninum. Og ekki
nóg með það. Bæirnir hafa, eins og eðli-
legt er, orðið að notji útsvörin sem hinn
hreyfanlega tekjustofn sinn. En þó að
þetta væri vitað, hefur ríkið einmitt einn-
ig framar öllu öðru notað tekju- og eign-
arskattinn sem hinn hreyfanlega tekju-
stofn sinn. Þannig kom það til, að á
kreppuárunum fyrir stríðið voru ríki og
bæjarfélög í stöðugu kapphlaupi um
þennan tekjustofn, með vixlhækkunum á
skatt- og útsvarsstigunum. Þó að við nú
hér, þar sem uiri er að ræða þessi mál frá
sjónarmiði tekjuöflunar bæjarfélaganna,
sleppum því, að það er allsendis óviðun-
andi frá sjónarmiði skattborgaranna, að
tveir aðilar geti þannig hvor í sínu lagi
ákveðið skattstiga svo háa sem þeim hent-
ar, þá snertir hitt mjög fjárhag bæjarfé-
laganna, að skattstofninn verður með
þessu móti ótryggur.
Eins og það er barnalærdómur í stærð-
fræðinni, að 2-f-2==4, eins er hitt barna-
lærdómur í skattamálum, að 2 + 2 þurfa
alls ekki að vera 4. 2 -þ 2 geta kannske
verið = 3, og það getur skeð, þegar til
lengdar lætur, að það verði minna en 2.
Þetta stafar ekki aðeins af því, að hneigð-
in til beinna skattsvika vex eftir því, sein
skattstigarnir verða hærri. Hitt verkar
kannske allt eins sterkt, að mjög háir
skattstigar skrúfa tekjuhæðina sjálfkrafa
niður. Einstaklingur, sem hefur háar
tekjur fvrir, leggur ekki á sig aukið erfiði
fyrir það eitt að fá í hendur einhverja
upphæð til að bera á milli ríkis- og bæj-
arsjóðs. Fyrirtæki leggja ekki i nýjar
framkvæmdir, sem aukin áhætta fylgir,
ef ágóðavonin er gerð hverfandi lítil með
of háum sköttum. Sömuleiðis hafa fyrir-
tækin vaxandi hneigð lil þess að láta
„fara i kostnað“, t. d. láta fara fram við-
gerðir, sem ekki borga sig þjóðhagslega,
en borga sig fyrir fyrirtækið sökum skatt-
sparnaðarins, sem af því hlýzt. Eða þá að
fyrirtækin taka á sig aukin útgjöld, sem
koma einhverjum þeim í hag, sem lægri
eru í tekjum, en þau vilja hlynna að.
Þannig skefst toppurinn ofan af tekjun-
um. Auk þess verða skattyfirvöldin linari
í framkvæmd, jiegar skattarnir verða ó-
hóflega háir. Það hefur alltaf reynzt örð-
ugt að framkvæma lög, sem brjóta í bága
við almenna réttarmeðvitund.
Það var líka ljóst á kreppuárunum fyr-
ir stríðið, að jiessi skattstofn var að bila.
Háar tekjur sáust vart lengur. Ein af af-
leiðingum þess var það, að nokkur of-
vöxtur hljóp víða í hin svonefndu veltu-
útsvör. Úr því að þau berast hér í tal,
mætti e. t. v. spyrja: er velta fyrirtækis
yfirleitt réttmætur skattstofn?
Ef svo væri, að tekjuframtal hvers fyr-
irtækis gæfi fyllilega rétta mynd af af-
konni þess, væri það trauðlega verjandi
að leggja á veltuútsvör almennt. Niður-
jöfnunarnefndunum færi J)á nokkuð líkt
og manninum, sem seldi hverja einingu
af vöru sinni með tapi, en hagnaðist samt
í heild með þessari röksemd: „det er
Mængden, som gör det“. Annað mál er
það, þó að gott og farsælt fyrirtæki, sem
máske eitt og eitt ár reyndist hafa tilíölu-
lega litlar eða engar tekjur, væri samt
sem áður það árið látið bera sæmilegt út-