Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Blaðsíða 34
80 SVEITARSTJÓRNARMÁL ar leiðir til greina, svo sein ég mun síðar drepa á. II. Sá annar skattur, seni bæjarfélögunum er heimilaður, er fasteignaskatturinn. Eins og áður er nefnt, eru ákvæðin um hann nú í löguin nr. (59 1 93 7 með seinni breytingum. Aðalinntak þeirra laga er það, að fasteignaskatturinri megi vera 2% af byggingarlóðum, 1% af húseignum og öðrum mannvirkjum og %% af túnum, görðum, reitum, erfðafestulöndum og öðrum lóðum og lendum. Þetta er þó ekki hreinn skattur, því að svo er fyrir mælt, að ef lagður er á slíkur fasteignaskattur, sem nemur helmingi hámarks þess, sem leyft er, eða meira, skal bæjarsjóður á sinn kostnað annast sóthreinsun, sorp- hreinsun og salernahreinsun. Er því að því leyti um að ræða gjald fyrir þjónustu. Auk þess hefur þessi skattur nú litla fjár- hagslega þýðingu. I bæjarreikningi Rvík- ur árið 1944, sem enn er ekki prentaður, nema útsvörin 29 6(56 þús. kr., en fast- eignaskatturinn 1430 þús. kr., eða aðeins rúml. 4.8% af útsvarsupphæðinni. Auk þess er þessi skattur tiltölulega fastur og ósveigjanlegur og því engan veginn fall- inn til þess að vera aðaltekjustofn bæjar- félaganna. Hins vegar mætti hann gjarn- an hafa meiri þýðingu en nú. Bæði er það almennt viðurkennt, að fasteignaskattar ættu helzt að tilfalla bæjar- og sveitarfé- lögum, af því að útgjöld þeirra koma einmitt oft beint fasteignunum til góða og auka verðgikli þeirra. Væri því ekki úr vegi, að rikið léti eftir sinn fasteigna- skatt, sem þá félli til sveitarfélagsins á hverjum stað. Auk þess ætti skatturinn vafalaust að vera hærri en hann er nú, ef tekið er tillit til breyttra verðmæta og lækkunar verðgildis peninganna. í 20. gr. sveitarstjórnarlaganna er það hvergi nefnt, að hreppsfélag megi hafa lekjur af atvinnurekstri. Nú er þó svo komið, að bæirnir reka yfirleitt fleiri eða færri fyrirtæki, sem selja borgurunum lífsnauðsynjar við verði. Rafveitur, vatns- veitur, tvær hitaveitur og ein gasveita eru nú reknar af bæjunum. Mættu nú bæirnir nota þessi fyrirtæki sem tekjulindir? Sennilega ekki eftir þessu. Auðvitað yrði ekki að því fundið, þar sem útgjöld slikra fyrirtækja eru alltaf nokkuð óviss, þó að bæjarfélag hagaði sér eins og „bonus paterfamilias", þ. e. a. s. eins og ráðsett- ur borgari, og setti verðið á þessum nauð- synjum þannig, að það væri tryggt gegn skakkaföllum á rekstrinum. Einnig hef- ur það vist raunverulega verið látið á- tölulaust, þó að slík fyrirtæki greiddu eitthvað smávegis til hinnar almennu stjórnar bæjarmálefnanna. En flestir munu sammála um það, eftir eðli þeirra nauðsynja, sem bæjarfélögin hér selja, að ekki ætti að vera um verulegar tekjur að ræða af sölu þeirra, jafnvel þótt heim- ilt væri. Einn er sá tekjustofn, sem ekki er get- ið í 20. gr. sveitarstjórnarlaganna, en er þó leyfður, t. d. með löguiri nr. 18 1920, fyrir bæjarfélög utan Reykjavikur og Akureyrar. Það eru gangstétta- og hol- ræsagjöld. Þetta eru gjöld, sem ekki eru eiginlegir skattar, heldur þvingaðar greiðslur til endurgjalds fyrir ákveðnar aðgerðir hins opinbera, sem miða til hags- bóta og verðhækkunar fyrir ákveðnar fasteignir. I borgum Ameríku hafa þessi tvö gjöld og ýmis önnur hliðstæð haft geysimikla fjárhagslega þýðingu. Hafa þau eftir hlutarins eðli sérstaklega mikla þýðingu fyrir bæi, sem eru í vexti. Þó að ég hal'i ekki kynnt mér þau mál nægilega, tel ég það víst, að þeir möguleikar, sem í þessum gjöldum eru fólgnir, hafi ekki verið hagnýttir sem skyldi, og teldi ég rétt, að ráðamenn bæjanna tækju þau mál upp til nýrrar og vandlegrar athugunar. III. En eins og áður er sagl, voru og eru út- svörin aðaltekjustofn bæjanna. Ég tók það einnig fram áðan, að fyrir stríðið virtist skattstofninn vera að bila fyrir sameiginlegum áhlaupum rikis og bæjar. En svo komu umskiptin. Harðæri snerist í góðæri á sneggri og róttækari hátt en

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.