Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Qupperneq 35
SVEITARSTJÓRNARMÁL
81
við íslendingar höfum áður reynt. Af-
leiðing þessa var óhjákvæmilega sú, að
útsvarsstigarnir gátu lækkað og nálgazt
það að vera verjandi. Ríkið gat og slakað
á klónni gagnvart lægri tekjum, þó að
það hins vegar hækkaði skattstigann á
hærri tekjum.
En þetta átli ekki við svo búið að
standa. Árið 1942 voru samþykktar breyt-
ingar á skattalögunum, þar sem m. a. frá-
dráttarhæfni skatta og útsvara frá skatt-
skyldum tekjuin var sleppt og auk þess
skattstiginn á hærri tekjum, hinn svo-
nefndi stríðsgróðaskattur, hækkaður gíf-
urlega. Svo mikið var hann hækkaður, að
ríkisvaldið sá ástæðu til að gera niður-
jöfnunarnefndum óheimilt að leggja
tekjuútsvar á þann hluta teknanna, sein
umfram er 200 000 kr. Jafnframt náði
þessi stríðsgróðaskattur lengra niður en
svo, að nokkurri átt næði að tala um
stríðsgróða, nefnilega niður í kr. 45 000
skattskyldar tekjur. Stríðsgróðaskattur-
inn er auk þess orðinn svo hár á öðru
hundrað þúsundinu, að niðurjöfnunar-
nefndir hafa víða séð sig til neyddar að
hafa útsvörin stiglækkandi, þegar þangað
er komið.
Nú er það að vísu svo, að bæjar- eða
sveitarsjóður á þeim stað, sem stríðs-
gróðaskatturinn er á lagður, fær 40% af
honum. En þegar tekið er lillit til þess,
að niðurjöfnunarnefndirnar hafa jafnan
þurft að vera „stóri bróðir" i álagningu á
lekjur, verður það þó 1 jóst, að með þessari
löggjöf er þrengl að tekjuöflunarmögu-
leikum bæjarfélaganna. A það má og
benda, að sá bás, sem niðurjöfnunar-
nefndum var með þessu markaður árið
1942, hefur síðan þrengzt til muna með
lækkandi verðgildi krónunnar. Tvö
hundruð þús. kr. eru raunverulega tölu-
vert minni upphæð nú en þá.
En ríkið hefur ekki látið sér nægja að
taka af bæjarfélögunum réttinn til álagn-
ingar á hátekjurnar. Nú er ríkið farið að
nota miðlungs- og hærri borgaralegar
tekjur sem hinn hreyfanlega skattstofn
sinn. Svo var það í aðalatriðum með hinn
svokallaða verðlækkunarskatl 1943 og
viðaukaskattinn í ár.
í góðæri því, sem hér hefur ríkt undan-
farin ár, hefur þó ástandið verið nokk-
urn veginn viðunandi. Þó að þungi beinu
skattanna bæði á háum tekjum og lágum
hafi verið mikill, og þó að undandráttur
undan skatti sé vafalaust orðið almennara
fyrirbæri hér en víða annars staðar, væri
það máske of djúpt tekið í árinni að segja,
að ástandið í þessum efnuni væri öldung-
is óverjandi. En sennilega verðum við
hráðum að fara að horfast í augu við þá
staðreynd, að verðið á helzlu úflutnings-
afurðum okkar fari að falla erlendis og
að tími veltiáranna sé liðinn. Ef bæjarfé-
lögin geta þá ekki dregið verulega úr út-
gjöldum sinum, sem varla er við að hú-
ast, má gera ráð fyrir mjög auknum út-
svarsþunga, ef ekki verða gerðar gagn-
ráðstafanir. Það er því vafalaust rétt af
bæjarfélögunum að athuga nú þegar,
hvaða möguleikar eru fyrir hendi i þess-
um efnurn, og að reyna að ná samkomu-
lagi við ríkisvaldið um eitthvert fyrir-
komulag, sem báðir aðilar mættu við una.
Kæmu þá að sjálfsögðu ýmsar leiðir til
greina. Eg drap á það hér að framan, að
eðlilegast væri, að sveitar- og bæjarfélög
sætu ein að fasteignaskattinum. Sömu-
leiðis minntist ég á það, að sennilega væru
nokkrir ónotaðir möguleikar fólgnir i
gangstétta- og holræsagjöldum og hlið-
stæðum greiðslum. En vafalaust hrykki
þetta þó skammt. Þriðja leiðin er sú, að
rikið hliðri til við álagningu tekjuskalts-
ins. Sannleikurinn er sá, að það, að út-
svarsþunginn t. d. hér í Reykjavík varð
ekki alveg óþolandi á kreppuárunum fyr-
ir stríðið, kom til af því, að ríkisskattur-
inn á félögum var tiltölulega lágur. Þó að
skattstiginn væri nokkuð hár, voru skatt-
arnir frádráttarhæfir. Auk ]>ess gátu l'é-
lögin lagl allar tekjur sínar í varasjóð, og
var þá helmingur þeirrar upphæðar und-
anþeginn skatti. Þarna myndaðist ríflegt
skattlaust bil, sem niðurjöfnunarnefnd-
irnar gátu setzt að og urðu að setjast að.
Gátu því þessi fyrirtæki borið rifleg úl-