Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Side 36

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Side 36
82 SVEITARSTJÓKNAHMÁL svör án Jicss að kikna undir. Þetta er nú orðið mjög breytt, eins og flestum mun kunnugt. Ef rílcið á að hliðra til, liggur kannske beinast við, að meiri hluti af hinum svonefnda stríðsgróðaskatti en hingað til verði látinn renna til bæjarfé- laganna. Eins og ég áður minntist á, er þessi hluti nú 40%, en ekki væri óeðli- legt, að hann væri hækkaður upp í t. d. % hluta. Þó má vera, að þetta hefði ekki mikla þýðingu á næstu árum. Ef hér kernur hráðlega fjárkreppa, má búast við, að hátekjurnar liili fyrst og fremst og þar með afrakstur stríðsgróðaskattsins. Kæmi þá til mála, ef um það er að ræða, að rik- ið hliðri til á tekjuskattinum, að það geri það með þvi að lækka skattstigann á miðlungs- og lágtekjum. Fjórða leiðin er sú, að ríkið afsali sér lil bæjar- og sveitárfélaga nokkru af tekjum þeim, sem það aflar á hverjum stað. Svo er nú gert með stríðsgróðaskatt- inn, og var ineð þvi játað, að með honum væri skattstofn tekinn af þessum aðilum og rétt að bæta þeim það. En'í sjálfu sér gæti þetta alveg eins komið til greina í ýmsum öðrum tilfellum. Mætti þar t. d. nefna hinn almenna tekjuskatt, erfðafjár- skattinn eða ágóða af söiu tóbaks og á- fengis umfram þau 5%, sem nú eru heim- iluð þar, sem útsala er. Fimmta leiðin er svo sú, að ríkið taki að sér kostnaðinn við ýmis þau hlutverk, sem bæjar- og sveitarfélög inna nú af höndum, enda er skipting þeirra byrða meir til komin við tilviljanlega sögulega þróun en ákveðna rökvísa hugsun. Mætti þar taka til dæmis skólamál og löggæzlu. Það er auðvitað engu síður rikishlutverk að halda uppi lögum og rétti í landinu eða að sjá fyrir nauðsynlegri fræðslu al- mennings en að leggja vegi um afskekkt- ar sveitir. Væri þvi fyllilega athugandi, hvort ekki væri rétt, að rikið tæki að sér að bera alveg kostnaðinn við þessar grein- ar hinna opinberu mála, í stað þess að láta þau að mestu hvíla á herðum bæjar- og sveitarfélaga, eins og nú er gert. Ég hef nú drepið i stórum dráttum á tekjuöflunarmál bæjanna, eins og þau koma mér fyrir sjónir í dag. Eg tel það vel farið, að samtök sveitarfélaganna taki þessi mál til athugunar og reyni að ná samkomulagi við ríkisvaldið um aðgerðir til úrlausna, eftir því sem hagkvæmt • þykir. Því að mér er það Ijóst, og ég hygg, að flestum samstarfsmönnum mínum í niðurjöfnunarnefndunum sé það ljóst, að hér er vá fyrir dyrum, eins og löggjöfinni er nú báttað. Ólafur B. Björnsson: Samvinna sveitarfélaga um menn- ingarmál. Sjálfsagt mun mörgum finnast sem samböndin séu orðin nógu mörg í þessu litla þjóðfélagi, að vafasamt sé um af- rakstur og ágæti þeirra og því sé ekki ráðlegt að fjölga þeim eða auka þvilíka starfsemi. Þrátt fyrir slíkar hugsanlegar mótbár- ur eru hér saman komnir fulltrúar frá fjölda sveitar- og bæjarfélaga á landinu í því augnamiði að bæta einum hlekk í sambandakeðju samtíðarinnar. Þessi almenna þátttaka sveitarfélag- anna virðist því benda til, að þau telji samtök þessi eiga tilverurétt eða vera ef lil vill nauðsvnleg. En þau eru ekki nauð- synleg nema þau i reyndinni geti orðið gagnleg. Vér erum því hér komin til þess fyrst og fremst að gera oss grein fyrir nauðsyn þessara samtaka og gagnsemi. I frv. því til laga fyrir þetta væntan- lega samband, sem sent hefur verið hin- um ýmsu sveitarfélögum til athugunar, hljóðar fyrsta gr. svo um tilgang sam- bandsins: „Tilgangur sambandsins er: að vinna að aukinni fræðslu um mál- efni íslenzkra sveitarfélaga og efla sumstarf þeirra á milli; að vinna að því, að æðri stjórnarvöld taki réttmætt tillit til óska og þarfa - sveitarfélaganna, m. a. með því að fulltrúar þeirra séu til kvaddir, er

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.