Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Síða 40
86
SVEITARSTJÓRNARMÁL
sé skynsamlegast að haga því starfi, sem
hcr þarf að vinna. Skal ég þá í örfáum
orðum skýra frá hugmynd minni um
þetta efni:
Eg' gat þess hér áður, að víða væri
nokkuð unnið í áttina um þessi efni fyrir
lilstilii einstaklinga og félaga. Á því eru
ýmsir erfiðleikar, eins og ég gat um, m. a.
vegna þess, að slíku starfi er hin mesta
nauðsyn og styrkur að fá aðhald og
stuðning frá æðri stöðum, þ. e. frá ráða-
mönnum ríkis og bæja. Yfirleitt eiga ]>essi
mál ekki mikils stuðnings að vænta úr
þessari átt, og þá sízt nema á pappírnum
eða að nafninu til.
Þjóð vorri þarf aðmiða vel áfram í þess-
um efnum, ef ekki á að verða af lands og
lýða tjón. Hér er það sem oftar, að skiln-
ingurinn er upphaf vizkunnar. Það er
engu hægt um að þoka, ekkert hægt að
laga, nema fólk skilji, að lagfæringar sé
þörf. Það er því næsta mikilsvert, að þetta
samband viðurkenni jiessa almennu
nauðsyn og sluðli að skipulögðu starfi
úti um hæi og byggðir landsins. Allar
bæjarstjórnir og hreppsnefndir í hinum
stærri sjóþorpum þurfa að skilja þetta og
viðurkenna með því að hefja skipulags-
hundið starf og styðja hvers konar við-
leitni til samstarfs, — ekki aðeins að
nafninu til eða til að þykjast, lieldur af
alvöru og í einlægni.
Mér hefur komið til hugar, að i hverju
bæjarfélagi og stærri sjóþorpum væri
skipuð 5 manna nefnd, sem sérstaklega
hefði frumkvæði, hugleiddi, skipulegði og
bæri fram ýmsar tillögur fyrir viðkom-
andi hrepps- eða bæjarstjórn um þau mál-
efni, sem næst liggur að leysa og mestu
varða í þessum efnum og heyra hér und-
ir. Þrír menn eða konur væru valdir til
þessa starfs utan bæjarstjórna, en tveir
innan hrepps- eða bæjarstjórna. Form.
þessara nefnda hverrar fyrir sig ætti svo
hverju sinni að mæta á sambandsfundum
íslenzkra sveitarfélaga. Heima fyrir hefði
hver nefnd nána samvinnu við alla aðila
einstaklinga og félaga, sem vilja hyggja
upp og veita viðnám i þessum efnum.
Ég mun nú senn láta máli mínu lokið.
Að sjálfsögðu mætti margt fleira segja um
slíkt stórmál, en ég tel þess ekki þörf á
þessu stigi málsins. Læt ég því nægja það,
sem þegar hefur verið sagt í sem stytztu
máli, til þess að koma því hér á framfæti
við það samband, sem hér hyggst að
hefja starf. Ég treysli á skilning þess og
velvilja, með því að óska ])ess, að fundur-
inn kjósi nú þegar 12 manna nefnd i
málið til frekari athugunar og afgreiðslu,
enda leggi nefndin álit sitt og tillögur
fyrir fundinn, áður en honum slítur. Sé
1 maður l'rá hverju þeirra 9 bæjarfélaga í
landinu og enn fremur 3 menn frá stærstu
kauptúnum landsins.
Hér er mikiS og margþætt verk að
vinna, verk, sein hefur mikilvæga og
markvissa þýðingu fyrir framtíð þjóðar-
innar í heild, verksvið, sem slíkt allsherj-
arsamband sem þetta getur ekki gengið
fram hjá á vorri öld.
Jónas Guðmundsson:
Endurskoðun sveitarstjórnarlaganna.
Góðir fundarmenn. Þetta verða aðeins
fáir og lauslegir punklar um endurskoð-
un sveitarstjórnarlaganna. En mér þykir
rétt að gera þinginu grein fyrir því, að
nefnd hefur starfað að þessari endur-
skoðun nú um skeið, skipuð af Jóhanni
Sæmundssyni, þegar hann var félags-
málaráðherra. í henni eiga sæti auk mín
þeir Gissur Bergsteinsson hæstaréttar-
dómari og Tómas Jónsson borgarritari.
Starf okkar gekk fyrst aðallega út á það
að afla okkur sem beztra gagna um skip-
un þessara mála í öðrum löndum og þá
sérstaklega á Norðurlöndum. En af lög-
um og reglugerðum einum verður ekki
fyllilega séð, hvernig farið er að þvi að
stjórna málefnum sveitarfélaga. Þar kem-
ur til greina gömul hefð og ýmis fram-
kvæmdaratriði, sem of langt yrði að rekja
hér. Okkar hlutverk átti að vera: að fella
í eina heild bæjarstjórnarlöggjöfina, því
að til þessa hefur hver kaupstaður feng-