Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Page 42

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Page 42
88 SVEITARSTJ ÓRNARMÁJ.. skólahverfanna, — ekkert millistig á milli. Vegamálin eru mest í höndum vega- málastjóra og svo sveitanna — hreppa- vegirnir. Sýsluvegirnir heyra aðeins að nafninu til undir sýslurnar, raunverulega falla mestallar framkvæmdir við þá undir ríkið eða vegamálastjóra. Hafnarmálefn- in hafa skipazt þannig, að vitamálastjórn og stjórn hafnarmálefna er í höndum vitamálastjóra og sveitarfélaganna. Þar er heldur ekkert millistig. Svona er þró- unin. Þetta þýðir það, að á fáeinum ára- tugum lendir allt raunverulegt vald hér á landi í höndum ríkisins, hverfur raun- verulega úr höndum sveitarfélaganna. í gærkvöld var uppi tiLlaga um það, að ríkið tæki að sér alla löggæzlu. Það er eitt af því, sem ég persónulega er samþvkkur, að rikið hafi algerlega, en sveitarfélögin alls ekki. Ég vil, að aðeins sé til ríkis- lögregla, en ekki nein bæjarlögregla. Ég vil, að ríkið haldi upp lögum og rétti í öllu landinu. Á síðari árum hefur komið fram ákveð- in tilhneiging hjá sveitarfélögum um að ýta af sér ýmsu yl’ir á ríkið, — og það eins hjá kaupstöðunum, þótt i þeim sveit- arfélögum búi mestur þróttur. Á að stefna í þessa átt áfram eða á að breyta til? Á að veita sveitarfélögunum meira vald og fjármagn en verið hefur eða láta þau ýta smátt og smátt öllu saman af sér yfir á ríkið? Ég gæti gert miklu gleggri grein fyrir þessu og mun kannske gera það annars staðar. En hér ætla ég að láta þetta nægja: Mér er ljóst, að livor þessi skipan hefur sína kosti og lika sína á- kveðnu galla. Við þá fyrri er helzti kost- urinn „centralisationin", samræmingin á öllu valdinu undir eina sterka stjórn hjá ríkisstjórn og Alþingi, samdráttur alls valds á einn stað. En það þýðir minnk- andi áhrif héraðanna á sína eigin stjórn. Það er Iíka kostur, að með þessu verður mikil aðgreining hinna ýmsu málefna- flokka hvers frá öðrum, og si'i sérgrein- ing nær yfir allt landið. Meginkostur siðari leiðarinnar er „decentralisation“, dreifing valdsins. Henni fylgir aukið vald og áhrif héraðanna á stjórn eigin málefna og minni bein afskipti rikisvaldsins af sveitarfélögunum. Það er kostur. Því að allir, sem eiga að vera sjálfstæðir, þurfa að kunna að lifa án of mikillar íhlutunar æðri stjórnarvalda. Annar kostur þess að dreifa valdinu er sameining hinna ýmsu málefna heima i héraði, sem geta haft betra sameiginlegt eftirlit með málum sínum. Vegamál, skólamál, heilbrigðismál, fátækramál í héraðinu í heild heyra þá undir sameig- inlegt þing og stjórn heima í héraðinu, en ekki hver þessara flokka undir sér- staka stjórnarráðsdeild i Reykjavík. Höf- uðókostur þessa skipulags, er ég fyrr nefndi, er sá, að héruðin (kaupstaðir og hreppar) glata með því sjálfstæði sínu að fullu og öllu, eins og sýslurnar eru nú búnar að gera. En ókostur síðari skipun- arinnar er aðallega sá, að sú mikla sam- ræming, sein fvlgir því að draga allt vald- ið á einn stað, hverfur. Margt verður sterkara við samdrátt valdsins á einn stað, en einstaklingarnir, sem ríkið er byggt upp af, glata við það sjállstæði sinu. Út frá þessu verður að meta, hvort fyrirkomulagið sé heppilegra. Ég dreg enga dul á það, að persónulega hallast ég að fylkjaskipuninni eða fjórð- ungsskipun og vil leggja niður sýslu- nefndir. Við getum talað um ömt, fylki eða fjórðunga. Ég hallast að orðinu fylki, sem er ágætt norrænt orð. Fjórðungur finnst mér bera með sér, að landinu verði ekki skipt nema í fjóra hluta, en það gæti orðið of stórt og að ýmsu óheppilegt. Þess vegna vildi ég kalla svæðin fylki eða ömt. í höfuðatriðum yrði skipulagið þetta: Landinu yrði skipt í stór svæði, svo sem allir Austfirðir saman, allt Norðurland saman. Vestfirðingafjórðungurinn gamli er landfræðilega óheppileg heild, og mætti því skipta honum í tvennt. Þá er Sunn- lendingafjórðungur allt lil Suðvestur- lands ein heild. Hvar skiptamörkin yrðu, er mér ekkert höfuðatriði, heldur hitt, að fundin verði skipting, sem sé bæði land-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.