Sveitarstjórnarmál - 01.09.1945, Page 44
90
SVEITARSTJÓRNARMÁL
enda væru ömtin skyld. til liess bein-
línis að hlaupa undir bagga með
sveitarfélögum, sem rötuðu í fjár-
hagsvandræði, áður en til kasta rik-
isins kæmi.“
Nú er stefnl að þvi að skipa barna-
fræðslunni einmitt á þennan veg, með því
að stækka skólahverfin. Það gera bættar
samgöngur og fleiri heimavistarskólar.
Þetta og fleira bendir á, að sú stefna sé
rétt, sem fer i þá átt að gera starfssvæðin
stærri. En barnafræðslan tel ég, að eigi
undir öllum kringumstæðum að heyra
undir fylkin.
Eftirlit með fjárhagsmálum sveitarfé-
Iaga er eitt af þeim atriðum, sein sýnir
bezt, hverl stefnir, því að sýslurnar. eru
ekki einu sinni ábyrgar fyrir fjárhags-
legum skuldbindingum sveitartelaganna.
Og þó er það svo í sveitarstjórnarlögun-
uin, að hreppar mega ekki takast á hend-
um verulegar skuldbindingar nema með
samþykki sýslunefndar. Hreppur, sein
lendir í fjárþröng, fer ekki á sýsluna, og
sýslan gerir engar ráðstafanir, heldur fer
hann beint á rikið, — verður tekinn undir
eftirlit hjá rikinu, sem verður svo að sjá
um hann, og sýslan kemur þar hvergi
nærri. Þetta sýnir einna liezt, hvernig
sambandið er gersamlega slitið milli sýslu
og sveitarfélags.
„7. Rafmagnsmál og skipulagning á
raforkukerfi eða kerfum innan amts-
ins, í samráði við rafmagnseftirlit
ríkisins. Er hér eitt allra mesta nauð-
synjamál framtíðarinnar og fullkom-
in þörf á, að þegar í upphafi sé
skipulega og viturlega að þeim mál-
urn unnið, enda sýnir reynslan, að
flest núverandi þorp og byggðarlög
eru of lítil til sjálfstæðrar raforku-
framleiðslu.
Þessa upptalningu læt ég nægja sem
dæmi uin starfssvið amtsþinganna, og er
þeim ætlað að leysa þessi mál í heild
sinni fyrir hvert amt eða í samráði við
næsta eða næstu ömt, ef heppilegra þætti.
Eins og allir sjá, er hér um hrein sveitai’-
félagamálefni að ræða, enda eiga þau og
verða að vera höfuðgrundvöllurinn undir
starfsemi amtsþinganna.
Hitt vil ég þó einnig nel'na, að fyrir
mér vakir og, að þessi skipting landsins
i stórar hagsmunahcildir á einnig að geta
orðið undirstaða að frekari skipulagn-
ingu í þessum landshlutum, og hef ég
það þá einkum í húga, að amtsþingin
hefðu forgöngu um skipulagningu i at-
vinnuháttum innan amtsins. Má þar fyrst
nefna nýbýlahverfi, sem nú er mikið
rætt um, að koma þurfi á fót, nýjar ver-
stöðvar, iðnaðarframkvæmdir við hentug
orkuver o. m. f 1., sem nauðsynlegt er,
að komið sé upp eftir fvrir fram gerðum
áætlunum. Það er og nauðsynlegt, að
skapaður sé sterkur „höfuðstaður" í
hverju amti, sem sé eins konar miðstöð
amtsins í menningarlegu tilliti. Ýmsa
staði mætti og gera að framleiðslubæjum
í sérstökum greinum, þar sem svo stend-
ur á, að einhver ákveðin atvinnugrein
yfirgnæfir allt annað, líkt og nú er orðið
um Siglufjörð og sildina. A slíkum stöð-
um yrði amtsþingið að stuðla að því, að
nauðsynleg skilyrði yrðu sköpuð, svo að
atvinnureksturinn gæti vaxið þar upp.
Það vil ég taka greinilega fram, að ég
ætlast ekki til þess, að ömtin færu að
ráðast sjálf i neinn slíkan atvinnurekst-
ur, heldur ætla ég þeim aðeins að stýra
skipulagningunni og hafa nauðsynlega
forgöngu um málin.“
Þetta læt ég nægja úr þessari gömlu
grein minni. Skoðanir minar hafa lítið
brevtzt, miklu frekar styrkzt eftir því,
sem ég hugsa þetta mál lengur. Og einmitt
þessu síðustu ár hafa sveitarfélögin sjálf
og jafnvel Alþingi farið óvitandi inn á
þessa hraut. Austfirðingar t. d., sein á
margan hátt eru verst settir af öllum
landsfjórðungunum, hafa stofnað með sér
fjórðungssamband á frjálsum grundvelli,
sem tekur til heggja Múlasýslna að Aust-
ur-SkaftafelIssýslu og kaupstaðanna
Seyðisfjarðar og Norðfjarðar. Til hvers
væru Austfirðingar að þessu, ef þeir
fyndu ekki, að þeir eru vanmáttugir hver