Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Side 13

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Side 13
SVEITARSTJÓRNARMÁL 9 að og nemur á þessu ári milli 230.00 og 240.00 krónum fyrir kvæntan mann á fyrsta verðlagssvæði. Mjög hefur verið að því fundið, að ákvæði almannatryggingalaganna um heilsugæzlu hafi, því miður, enn eigi komið til fram- kvæmda. En rétt er í þessu sambandi að gera sér grein fyrir því í hverju mismunur- inn á núverandi fyrirkomulagi, og því, sem heilsugæzlukafli laganna gerir ráð fyrir, liggur. Sjúkrahjálp sú, sem samlögin nú veita, þ. e. læknishjálp, lyf og sjúkrahúsvist, er í aðalatriðum hin sama og veita ber samkv. heilsugæzlukaflanum, að öðru leyti en því, að nú greiða samlögin heimilislækni að fullu, cn samkv. heilsugæzlukaflanum, átti Trygg- ingastofnunin að greiða þeim að 3/4 hlutum, en sjúklingurinn sjálfur að greiða lA hluta. Eru því fríðindin, sem samlögin veita í þessu efni, talsvert ríflegri en almannatn’gginga- lögin ákveða. Ríkisframfærsla sjúkra manna og örkumla greiðir dvalarkostnað þeirra, sem haldnir eru langvinnum alvarlegum sjúkdómum, svo sem berklaveiki, geðveiki 0. fl., á sama hátt og gert var ráð fyrir, samkv. heilsugæzlu- kaflanum. Munurinn í þessu efni, er því sá einn, að kostnaðurinn er nú greiddur af rík- issjóði (Ts) og sveitarsjóðum (Vs), en ekki af tekjum trygginganna, enda hafa framlög þessara aðila til trygginganna verið lækkuð með tilliti til þessa kostnaðar, eins og ið- gjöld hinna tryggðu til Tryggingastofnunar- innar hafa verið lækkuð, meðan þeir greiða sérstök iðgjöld til sjúkrasamlaganna. Frestun á framkvæmd heilsugæzlunnar hefur því ekki orðið til þess að draga úr sjúkrahjálpinni almennt, og heldur ekki til þess að skerða hlut þeirra, sem haldnir eru alvarlegum langvinnum sjúkdómum og ríkis- framfærslan nú greiðir fyrir. Hins vegar hefur heilsuverndarstarfsemin til þessa orðið miklum mun minni en til var ætlazt og sú skipulagsbreyting, sem að var stefnt í lögunum, ekki kornizt í framkvæmd. Veldur þar miklu um skortur á heilsuvernd- ar- og lækningastöðvum, og á nægilegum sjúkrahúsum hér í Reykjavík. Til þess að veita nokkra hugmynd um, hve sjúkrahjálpin nemur miklu, hefur Trygg- ingastofnunin, sem hefur urnsjón með starf- semi sjúkrasamlaganna, látið semja sundur- hðaða yfirlitsskýrslu um heildarútgjöld allra samlaganna samtals á árunum 1947—1950. Á þessum árum voru sjúkratryggingar ekki lögboðnar um land allt, og tóku því ekki til nema 85%—90% allra landsmanna. Útgjöld s/úkrasaniJaganna árin 1947—1950. 1947 1948 1949 1950 í millj. í millj. í millj. í millj. kr. % kr. % Jcr. % kr. % Læknishjálp ............. 5,3 33,8 5,5 32,5 6,6 33,7 7,8 32,9 Lyf ..................... 3.9 24.8 4.1 24.3 5.1 26.0 6.2 26.2 Sjúkrahúskostnaður . 4.0 25.5 4.6 27.2 5.0 25.5 6.4 27.0 Ýmisl. sjúkrakostn. . 0.9 5.7 1.0 5.9 1.1 5.6 1.2 5.1 Innh., skrifstofuk. . . 1.6 10.2 1.7 10.1 1.8 9.2 2.1 8.9 Saintals 15.7 100.0 16.9 100.0 19.6 100.0 23.7 100.0 Vextir og ýmsar tekj. 0.4 0.5 0.5 0.5 Mismunur 15.3 16.4 19.1 23.2

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.