Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Page 14
10
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Læknishjálpin er hæsti einstaki útgjalda-
liðurinn kr. 7,8 millj. 1950. Greiðslur til
lækna hafa þessi ár numið um réttum þriðj-
ungi af öllum útgjöldum samlaganna. Eru
þó greiðslur fyrir læknishjálp á sjúkrahús-
um ekki taldar með í þessum lið, heldur
með sjúkrahúskostnaði, og að sjálfsögðu held-
ur ekki hin föstu laun héraðslækna, sem
ríkissjóður greiðir.
S/úkrahúskostnaðurinn er næst hæsti út-
gjaldaliðurinn kr. 6,4 millj. 1950, eða 27%
af öllum útgjöldum. Þessi liður myndi þó
verða allmiklu hærri, ef sjúkrahúsin hér í
Reykjavík gætu tekið við öllum sjúklingum,
sem þess óska og þarfnast sjúkrahúsvistar,
en fjöldi slíkra sjúklinga verður nú að liggja
rúmfastur í heimahúsum langtímum saman.
Fyrir sjúklinga greiða samlögin um ótak-
markaðan tíma á meðan læknar telja þess
þörf.
Lyf/akostnaðurinn er þriðji hæsti útgjalda-
liðurinn, og hefur hann hækkað úr 3,9 millj.
króna, eða 24,8%, upp í 6,2 millj., eða
26,2%, á þessum fjórum árum. Lyfjakostn-
aðurinn hefur þessi 4 ár numið því nær sömu
upphæð og sjúkrahúsvist meðlimanna hefur
kostað.
Reglum um lyfjagreiðslur samlaganna \'ar
breytt á s. 1. ári, 1951, þannig, að allmikið af
lyfjum, sem samlögin áður greiddu að V4
hlutum, er nú ekki skylt að greiða nema
að hálfu.
Þeirrar skoðunar hefur talsvert orðið vart,
manna á meðal, að hinar nýju reglur um
greiðslu lyfja hafi í för með sér stórfellda
skerðingu á hlunnindum þeim, sem samlög-
in veita. Er því sérstök ástæða til að benda
á, að svo er ekki. Lyfjagreiðslumar voru 1950
ca. 26% af hlunnindum samlagsmanna.
Áætlað er að nýju reglurnar lækki útgjöld
samlaga fyrir lyf um ca. 30% í mesta lagi
frá því, sem verið hefði að reglunum óbreytt-
um. Skerðingin á hlunnindum samlags-
manna nemur því í hæsta lagi 7—8% og
kemur í stað iðgjaldahækkunar, sem ella
hefði orðið nauðsynleg.
Alls hefur sjúkrahjálp sú, sem samlögin
veita meðlimum sínum, kostað 23,7 millj.
króna árið 1950 og hækkað um 8 millj. króna
á þessum 4 árum.
Ríkisframfærslan. Við þessa upphæð er
rétt að bæta útgjöldum ríkisframfærslunnar
fyrir sjúkrahúss- og hælisvist berklasjúklinga,
geðveikra og annarra, sem haldnir eru alvar-
legum langvinnum sjúkdómum. Þessi út-
gjöld námu kr. 6,5 millj. 1947, 7,2 millj.
1948, 7 millj. 1949 og ca. 8,8 millj. króna
1950. Fyrir fyrstu 5 vikurnar greiða sjúkra-
samlögin vegna sjúklinga, sem veikjast og
falla undir framangreind lög.
Samtals hafa því útgjöld sjúkrasamlaganna
og ríkisframfærslunnar vegna sjúkrahjálpar
numið 32,5 millj. króna árið 1950. Meðal-
vísitala þess árs var 108V3 stig, en síðan hefur
vísitalan farið ört hækkandi og útgjöldin
aukizt af þeim sökum, auk þess sem ein-
stakir útgjaldaliðir hafa hækkað langt um
fram vísitölu, t. d. sjúkrahúsvist, ameríkulyf
og fleira.
III. Hvernig kostnaðurinn af
almannatryggingum greiðist.
Þegar lögin um almannatryggingar voru
sett, var gert ráð fyrir, að kostnaðurinn við
tr^'ggingarnar væri borinn af eftirtöldum að-
ilum í þeim hlutföllum, sem hér segir:
Rikissjóður Vs hluta.
Sveitarsjóðir samtals Vé hluta.
Hinir ttyggðu ca. Vs hluta.
Atvinnurekendur ca. V6 hluta.
Og voru ák\ræðin um framlög hins opinbera
og iðgjöld hinna try'ggðu og atvinnurekenda
við það miðuð.
Hlutur ríkissjóðs og sveitarsjóða þ. e. um
helmingurinn er fenginn með sköttum og út-