Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Síða 17
SVEITARST J ÓRNARMÁL
13
Skýrslan sýnir, að iðgjöldin hafa hækkað úr
kr. 4.00 á mánuði 1936 upp í kr. 25.00 á mán-
uði í júní 1952. Hækkunin nemur því 525%,
þ. e. iðgjöldin hafa rúmlega sexfaldast. Dag-
gjöld fyrir sjúklinga á Landsspítalanum hafa
á sama tíma hækkað úr kr. 6.00 upp í kr.
60.00, eða um 900% ef ekki er tekið tillit til
skurðstofugjaldsins, en nokkru minna sé það
reiknað með 1936. Hefur því þessi útgjalda-
liður samlagsins því nær tífaldast á þessu
tímabili.
Tímakaup Dagsbrúnarmanna hefur einnig
um það bil tífaldast á þessum árurn, þ. e.
hækkað úr kr. 1.36 upp í kr. 13.86. Dagkaup-
ið þó ekki hækkað hlutfallslega vegna stytt-
ingar vinnudagsins.
Þegar Sjúkrasamlag Reykjavíkur var stofn-
að, 1936, þurfti Dagsbrúnarmaður að vinna
tæpa þrjá tíma á mánuði til þess að greiða
mánaðariðgjald til sjúkrasamlagsins. Nú
þarf hann að vinna tæpa tvo tíma á mánuði
fyrir iðgjaldinu. Árið 1936 nægði iðgjald
fyrir 1V2 mánuð til þess að greiða dagsvist á
Landsspítalanum. Nú þarf til þess iðgjöld
fyrir 2V5 úr rnánuði.
Cigarettur kosta nú 8—10 krónur hver
pakki, þ. e. 40—50 aura hver cigaretta. Ið-
gjaldið til S. R. er um 80 aurar á dag, þ. e.
andvirði tveggja cigaretta. Sjúkiatiyggingin
kostai því hvein meðlim 2 cigarettur á dag í
iðgjöldum.
'Fn'ggingagjald fyrir kvæntan mann í
Reykjavík til almannattygginganna er nú kr.
577.00 á ári, eða ca. 11 krónur á viku, og
tekur sú trygging til konu og bama undir
16 ára aldri. Tímakaupið er nú kr. 13.86.
Dagsbrúnannaður þarf því ca. 48 mínútur
á viku til þess að vinna fyrir tryggingagjald-
inu.
Ef hann reykir 4 cigarettur á dag, kostar
það a. m. k. kr. 1.60 á dag, eða kr. 11.20 á
, viku. Vikuiðgjald til Tryggingastofnunarinn-
ar er kr. 11.00.
Framlag ríkissjóðs til Tryggingastofnunar-
innar og sjúkrasamlaga nam árið 1950 kr.
21.5 millj. eða ca. 8% af rekstrarútgjöldum
ríkissjóðs en þau voru það ár, kr. 265 millj.
Er það svipað hlutfall og árin 1947—1949,
en þó heldur lægra.
Sé kostnaði ríkissjóðs vegna ríkisframfærsl-
unnar ca. kr. 7.1 millj. bætt við, nemur upp-
hæðin kr. 28.6 millj., eða 10.8% af rekstrar-
gjöldum ríkisins.
Framlög sveitarsjóða á öllu landinu til
Tryggingastofnunarinnar og sjúkrasamlaga
námu árið 1950 kr. 15 millj. eða ca. 15% af
álögum útsvörum það ár, en þau voru kr. 101
millj. Árin 1947—1949 námu þessi útgjöld
um 14.5% af útsvörunum.
Sé áætluðum útgjöldum sveitarsjóðanna
vegna ríkisframfærslu árið 1950, ca. kr. 1.7
millj. bætt við uppliæðina, nemur hún um
kr. 16.7 millj., eða ca. 16.5%.
Talið er að þjóðartekjurnar 1950 hafi num-
ið um 1600 (1593) millj. kr.
Framlög og iðgjöld til ahnannatiy'gginga,
sjúkrasandaga og ríkisframfærslu námu það
ár alls kr. 88.9 millj., þ. e. ca. 5.6% af þjóð-
artekjunum.
Er það nokkur minni hundraðshluti en ár-
in 1947—1949, enda er árið 1950 fyrsta árið,
sem halli verður á rekstri trygginganna.
Forstjóri Tiy'ggingastofnunar ríkisins er
Haraldur Guðmundsson. í tryggingaráði eiga
nú sæti: Gunnar Möller form., Brynjólfur
Stefánsson, Tlelgi Jónasson, Kjartan Ólafs-
son og Brynjólfur Bjarnason.