Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Page 23

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Page 23
SVEITARST J ÓRNARMÁL 19 um málið, þegar frumvarp þetta hefur náð samþvkki Alþingis. Nokkur sveitarfélög telja í svörum sínum réttu leiðina til lausnar þessu máli vera þá, að ríkið og Tryggingastofnun ríkisins reisi hæli þetta og reki það, en sveitarsjóðir greiði hæfileg daggjöld með framfærsluþurfum sín- um á hælinu. Ráðuneytið telur hins vegar, að eigi að bíða þess, að t. d. Kleppur verði stækkaður svo, að hann geti tekið við öllum, sem sveit- arfélögin þurfa að sjá fyrir hælisvist vegna þeirrar örorku, sem frumvaqrið fjallar urn, eða ríkið reisi nýtt hæli fyrir þá annars stað- ar á landinu, muni þær framkvæmdir dragast enn um langt árabil. Ráðuneytið er þeirrar skoðunar, að rétt sé að ríkissjóður leggi frarn nokkra fjárhæð þegar í upphafi til stofn- kostnaðar, eins og ráðgert er í frumvarpinu, og að Tryggingastofnun ríkisins verji fé elli- styrktarsjóðanna fyrst og frernst til að styrkja bvggingu deildar fyrir elliær gamalmenni, sein einna fyrst yrði að koma upp, þegar haf- in er bygging hælis þessa. Þá er og sanngjamt að gera ráð fyrir því, að Tryggingastofnun ríkisins veiti hagkvæm lán til hælisins, ef þess þyrfti með og framlög ríkis og sveit- arfélaga hrykkju ekki fyrir stofnkostnaði. Ekki hefur þörfin fyrir aðkallandi lausn þessa vandamáls minnkað síðan málið var síðast lagt fyrir Alþingi, nema síður sé. Öll höfuðrök h'rir þörf þess að reisa hæli þetta voru rakin í ýtarlegri greinargerð, er fylgdi frumvarpi því, sem lagt var fyrir síð- asta Alþingi og eru þau hin sömu enn, og lætur ráðuneytið nægja að vísa til þeirrar greinargerðar (þskj. 514 — 70. þing). Þess skal að lokum getið, að á sameiginleg- um fundi allra bæjarstjóra landsins, sem nú er nýlokið, var í öryrkjahælismálinu samþvkkt eftirfarandi tillaga: „Bæjarstjórafundurinn lýsir sig samþvkkan frumvarpi þvi um öryrkjahæli, sem félags- málaráðherra hefur ákveðið að leggja fyrir yfirstandandi Alþingi, og væntir þess, að það nái samþykki Alþingis sem allra fyrst.“ Þess mun nú vænzt, bæði af fyrirsvars- mönnurn sveitarfélaga landsins og öðrum þeim, sem kunnugastir eru málefnum þeim, sem frumvarp þetta er ætlað að leysa að vissu marki, að lengri dráttur en orðinn er á ein- hverri viðhlítandi lausn verði til mikils tjóns og sinni Alþingi engu málefni þessu munu sveitarfélögin að líkindum leggja árar í bát um lausn þess, en taka upp þá stefnu að ætla ríkissjóði einum að ráða fram úr vandræð- unum, sem fara vaxandi með hverju ári. Yrði þeim tæpast láð sú afstaða, ef urn enga sam- vinnu gæti orðið að ræða, hvorki við ríkis- valdið né þá, sem stjórna málefnum höfuð- staðarins.“ Nokkuð voru skiptar skoðanir í heilbr,- og félagsmálanefnd Ed., sem hafði frv. til með- ferðar, um málið í heild og lausn þá, er fr\'. gerði ráð fyrir, á vandræðum sveitarfélag- anna vegna skorts á vistheimilum fyrir ýmis konar öryrkja. Mættu formaður og fram- kvæmdarstjóri Sambands ísl. sveitarfélaga á fundi hjá nefndinni, þar sem frv. var rætt. Nefndinni var á það bent, að tillagan um byggingu öryrkjahælis á vegum sveitarfélag- anna, eins og lagt er til í frv., væri borin frarn af því, að sveitafél. sæju sér ekki annars úr- kosta. Ríkisvaldið hefði ekki hingað til verið þess umkomið að taka við slíkum sjúkling- um til gæzlu og hjúkrunar þótt það væri eðli- legast, heldur hefði það lent á sveitarfélög- unum, sem enga getu hefðu í þeirn efnum. Sveitarfélögin hefðu og viljað með þessum hætti sýna, að þau væru fús til framlags af sinni hálfu, enda yrði hafizt handa um fram- kvæmdir hið fyrsta. Frekari dráttur um að- gerðir væri óbærilegur. Mestu erfiðleikamir í þessu sambandi fyrir sveitarfélögin hefðu verið þeir, þegar fólk brjálaðist skyndilega og orðið hefði að hafa það í vörzlu um lengri

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.