Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Page 40
36
SVEITARST J ÓRNARMÁL
samþykkt reikninga sinna, þá fengi sú ráðstöf-
un heldur ekki staðizt.
I 31. gr. laga nr. 26/1918 um bæjarstjórn
er mælt fyrir um reikningagerð kaupstaðarins.
Það ákvæði, sem liér skiptir máli, er í 2. máls-
gr. 31. gr. laganna. Samkvæmt því úrskurðar
bæjarstjóm reikninga bæjarins„og veitir gjalcl-
kera kvittun.“ Þó að ekki væri lengra máli
mælt um þetta, þá mundi í alla staði þvkja
óeðlilegt, að gjaldkeri, sem jafnframt er bæj-
arfulltrúi, veitti sjálfum sér kvittun, enda
þótt hann gerði það ásamt öðrum bæjarfull-
trúum. En þessarar röksemdar þarf ekki við
hér svo sjálfsögð, sem hún virðist þó vera,
því að 2. málsgr. 31. gr. laganna hefur enn
svohljóðandi ákvæði: „Þó má enginn taka
þátt í úrskurði, sem snertir þau bæjarstörf,
er honum hafa verið sérstaklega á henclur
falin.“ Hér er sýnilega átt við það, ef ein-
hverjum bæjarfulltrúa hefur verið falið eitt-
livert starf í þágu bæjarins. Hann rná ekki
taka þátt í úrskurði um framkvæmd sína á
því. Bæjarstjórn getur engu um það atriði
þokað, enda geta fundarsköpin að sjálfsögðu
ekki breytt ákvæðum laganna.
Hér er svo farið, að einn bæjarfulltrúanna
er jafnframt bæjargjaldkeri. Honum er með
gjaldkerastarfinu falið mikilvægt starf í þágu
bæjarfélagsins, auk bæjarfulltrúastarfsins.
Ilann má því ekki taka þátt í úrskurði, er
það starf snertir, eða nánar tiltekið um rækslu
sína á því starfi, enda getur engu skipt í
því efni, þótt liann hafi fengið annan mann
til þess að vinna starfið eða gera reikninga
varðandi það fvrir sig. Reikningagerðin og
gjaldkerastarfið eru eftir sem áður á ábvrgð
gjaldkerans, enda skiptir ekki máli í því efni
hver liefur unnið starfið fyrir gjaldkerann.
Samkvæmt framansögðu lítur ráðuneytið
svo á, að hinn áfrýjaði úrskurður yðar, frá
9. marz 1951, sé andstæður gildandi réttar-
reglum um atkvæðisrétt bæjarfulltrúa um
mál, sem þá sjálfa varða, enda mun mega
telja það grundvallarreglu íslenzks réttar, að
enginn megi úrskurða í sjálfs síns sök. Frá
þessari reglu virðist því aðeins verða vikið,
að nægileg hermild sé til þess hverju sinni.
En í máli því, sem hér er um að ræða, brest-
ur slíka heimild. (Úrsk. 10. des. 1951.)
FRÁ HÆSTARÉTTI.
TI . . Arið 1931, mánudaeinn
Um breytingu a °
lóðarieigusamningi. júm, var i Hæstaretti
kveðinn upp dómur, er
heimilaði breytingu á afgjaldi eftir lóð, þótt
samningur um lóðarréttindin gerðu ekki ráð
fyrir breytingu á afgjaldi.
I Iákon Guðmundsson, hæstaréttarritari,
greindi frá máli þessu í útvarpinu í þættinum
„Frá Hæstarétti“ og fer frásögn hans hér á
eftir:
Ilofsós á Höfðaströnd hefur um langan
aldur verið verzlunarstaður. Um 1860 átti
stórkaupmaður, er Thaae hét, verzlunarstöð-
ina þar. Hús verzlunarstöðvar þessarar stóðu
þá og hafa síðan staðið í landi jarðarinnar
Ilof á Höfðaströnd.
Fyrir 90 árum eða hinn 30. október 1861
gerði þáverandi eigandi Ilofs Jakob nokkur
Holm samning við umboðsmann Thaae um
lóðarleigu fyrir verzlunarstöðina. Samkvæmt
þessum samningi voru þá í verzlunarstöðinni
1 íbúðarhús og 4 verzlunarhús og veitti leigu-
samningurinn eiganda stöðvarinnar lóðar-
réttindi fyrir þessi hús og stöðina í lieild, en
ekki var flatarmál hinnar leigðu lóðar greint
í sanmingnum. Þá var og um það samið að
þessum lóðarréttindum skyldu fylgja „til
sífeldra nota héðan í frá“ eins og það er orð-
að, ókevpis móttekja í landi Hofs, hagabeit
fyrir hesta og kýr verzlunarstjóra og fvrir
liesta verzlunarfólksins, spilda fyrir matjurta-
garð, réttur til netalagna og ádráttur í Hofsá
og við ströndina á tilgreindu svæði ásamt