Sveitarstjórnarmál - 01.06.1952, Síða 42
38
SVEITARST J ÓRNARMÁL
Endurskoðun á
skatta- og útsvarslögum.
Á síðasta Alþingi var samþykkt svo hljóð-
andi þingsályktun:
„Alþingi ályktar að beina þeirri áskorun til
ríkisstjórnarinnar, að hún beiti sér fyrir heild-
arendurskoðun laga um skatta og útsvör, sem
stefni að því, að lögfest verði heilsteypt kerfi
skattamála, sem byggist á eðlilegri og sam-
ræmdri tekju- og verkaskiptingu ríkisins ann-
ars vegar og bæjar- og sveitarfélaga hins vegar.
Sé jafnframt við það miðað að ofþyngja ekki
einstaklingum, hjónurn, félögum og atvinnu-
rekstri í opinberum gjöldum, try'ggt samræmi
og jafnrétti við álagningu gjaldanna, sem
var gerð 24. janúar 1911 hafi átt að gilda urn
óákveðinn tíma fyrir þáverandi og síðari eig-
endur verzluiiarstöðvarinnar. Þar sem réttur
jarðeigandans til að segja upp lóðarnotum
hafi þannig verið mjög takmarkaður, og nú
óviss, þá verði ekki talið, að ákvæði samnings-
ins um leigugjaldið hafi átt að binda leigu-
sala um ófyrirsjáanlegan tíma. Honum hafi
því verið heimilt, með hæfiíegum fvrirvara,
að krefjast mats á leigunni. Eftir gildistöku
laga nr .75/1917 þeirra, sem ég gat um áðan,
geti 2. mgr. 2. gr. þeirra samkvæmt lögjöfn-
un átt við um lögskipti kaupfélagsins og eig-
anda Hofs. Og þar sem grunnleigan hafi verið
ákveðin með löglegu mati, eigi eigaudi Hofs
rétt til þess að fá kr. 1786 í ársleigu fyrir
lóðarréttindi þau og hluunindi, sem leigu-
málinn tekur til, meðan mat þetta sé í gildi.
En í nefndu lagaákvæði segir, að krefjast
megi á hverjum 10 ára fresti mats á lóðar-
leigunni.
mundi auðvelda eftirlit með því, að framtöl
séu rétt. Lögð skal einnig áherzla á að gera
skattalöggjöfina svo einfalda og auðvelda í
framkvæmd sém frekast er unnt.
Rannsókn og undirbúningi málsins sé
liraðað svo, að ríkisstjórnin leggi frv. til laga
um málið fyrir næsta reglulegt Alþingi."
Svo sem álvktun þessi ber með sér er við
það miðað að fram fari heildarendurskoðun í
þessum efnum og er vissulega tími til slíks
kominn. Verkefni það, sem fyrir liggur er
margþætt og mjög umfangsmikið. Virðist
tími sá, er rannsóknin og undirbúningurinn
eiga að taka, skorinn nokkuð þröngur stakk-
ur. Þess má þó geta, að í þessum málum
liggja fyrir ýmis gögn og upplýsingar svo sem
nefndarálit milliþinganefnda í útsvars- og
skattamálum.
Það er almenn skoðun og hefur við full
rök að styðjast, að skattaálögur séu nú mjög
úr hófi; skattakerfið sé allt of margbrotið og
skatta- og útsvarsinnheimtan óhagkvæm og
dýr. Virðist á þessu sviði vera líkur fyrir því,
að unnt sé að gera þetta allt verulega einfald-
ara, hagkvæmara og ódýrara.
í annan stað er þess að geta, að verka-
skipting á milli ríkisins og sveitarfélaganna
er í mörgum tilfellum allt annað en eðlileg
og því full þörf á, að hún sé einnig tekin til
ýtarlegra athugunar í sambandi við endur-
skoðun skattamálanna.
Með tilliti til þessarar ályktunar skipaði
ríkisstjórnin nefnd, er hafa skvldi með hönd-
um endurskoðun þá, sem að framan getur,
og ganga frá frv. um þessi efni.
Nefndin er svo skipuð:
Skúli Guðmundsson, alþm., form.
Karl Kristjánsson, alþm.
Kristinn Gunnarsson, hagfr.
Sigurbjörn Þorbjörnsson, skrifst.stj.
Tómas Jónsson, borgarritari.
Nefndin hefur nú fyrir nokkru hafið störf
og vinnur sleitulaust.