Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Side 4
2
SVEITARST J ÓKNARMÁL
borgarstjóri. Bauð hann fundarmenn vel-
komna til starfa í húsakynnum höfuðborg-
arinnar og ræddi nokkur framfaramál
sveitarfélaganna í landinu. Taldi borgar-
stjóri, að æskilegt væri að endurskoða starfa-
skiptingu milli ríkis og sveitarfélaga í land-
inu með það fyrir augum að taka upp ein-
faldari og hentugri stjórnarhætti.
KJÖR FUNDARRITARA OG NEFNDA.
Samkvæmt tillögum formanns var séra
Sigurður S. Haukdal kjörinn fundarritari,
og honum til aðstoðar var Unnar Stefáns-
son fulltrúi sambandsins.
Formaður lagði til, að kjörnar yrðu 5
fastar nefndir og var sú skipan samþykkt.
Nefndir urðu þannig skipaðar:
Allsherjarnefnd: Björn Finnbogason, Magn-
ús Ástmarsson, Hermann Þórarinsson.
Fjárhagsnefnd: Hermann Eyjólfsson, Auð-
ur Auðuns, Hálfdán Sveinsson, Einar Hall-
dórsson, Snæbjörn Thoroddsen.
Almannavarnanefnd: Tómas Jónsson, Birg-
ir Finnsson, Sigurður S. Haukdal, Björn
Dúason, Karl Kristjánsson.
Lánsstofnunar- og fjáröflunarnefnd: Jónas
Guðmundsson, Guðmundur Vigfússon, Sig-
urður Ó. Ólafsson, Þórður Halldórsson,
Guðmundur Guðlaugsson.
Tímarits- og útgáfunefnd: Stefán Gunn-
laugsson, Guðlaugur Gíslason, Jón Jónsson,
Stefán Jónsson.
20 NÝ SVEITARFÉLÖG
GENGU í SAMBANDIÐ.
Formaður sambandsins flutti skýrslu um
störf sambandsstjórnar frá seinasta fulltrúa-
ráðsfundi og er hún birt á öðrum stað í
Jressu blaði.
Eftirtalin sveitarfélög — alls tuttugu —
höfðu gengið í sambandið á árinu: Eyrar-
sveit í Snæfellsnessýslu, Staðarsveit í Snæ-
fellsnessýslu, Suðurfjarðahreppur í V-
Barðastrandarsýslu, Laxárdalshreppur í
Dalasýslu, Reyðarfjarðarhreppur í S-Múla-
sýslu, Þorkelshólshreppur í V-Húnavatns-
sýslu, Skógarstrandarhreppur í Snæfellsnes-
sýslu, Sveinsstaðahreppur í A-Húnavatns-
sýslu, Fljótsdalshreppur í N-Múlasýslu,
Hvítársíðuhreppur í Mýrasýslu, Skaga-
hreppur í A-Húnavatnssýslu, Helgafellssveit
í Snæfellsnessýslu, Svalbarðsstrandarhrepp-
ur í S-Þingeyjarsýslu, Hlíðarhreppur í N-
Múlasýslu, Múlahreppur í A-Barðastrand-
arsýslu, Innri-Akraneshreppur í Borgar-
fjarðarsýslu, Bæjarhreppur í Strandasýslu,
Holtshreppur í Skagafjarðarsýslu, Hróars-
tunguhreppur í N-Múlasýslu og Hrófbergs-
hreppur í Strandasýslu.
DAGSKRÁRMÁL.
Reikningar sambandsins. Formaður lagði
fram endurskoðaða reikninga sambandsins
fyrir árið 1961 og var Jreim vísað til fjár-
hagsnefndar.
Fjárhagsáætlun sambandsins. Formaður
lagði fram fjárhagsáætlun sambandsins fyr-
ir árið 1962 og var henni vísað til fjárhags-
nefndar.
Tímaritið Sveitarstjórnarmál. Formaður
taldi æskilegt að stækka tímaritið og gera
það fjölbreyttara að efni. Málinu vísað til
tímarits- og útgáfunefndar.
Frumvarp til laga um almannavarnir. Sam-
kvæmt ósk heilbrigðis- og félagsmálanefnda
Alþingis lagði stjórnin fram á fundinum
frumvarp til laga um almannavarnir. Var
Jrví vísað til almannavarnanefndar.
Sveitarfélagabanki. Formaður reifaði til-
lögu, sem stjórnin flytur um Sveitarfélaga-