Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Page 5

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Page 5
SVEITARST J ÓRNARMÁL 3 banka íslands. Tillögunni var vísað til lánsstofnunar- og fjáröflunarnefndar. Fjárútvegun til varanlegrar gatnagerðar. Formaður fylgdi málinu úr hlaði. Því var síðan vísað til lánsstofnunar- og fjáröflun- arnefndar. Bókhald sveitarfélaga og endurskoðun sveit- arsjóðsreikninga. Formaður mælti fyrir til- lögu, sem stjórn sambandsins flutti um það efni. Var henni vísað til allsherjarnefndar. Aukaframlag til Alþjóðasambandsins. Stjórnin lagði fram tillögu um að veitt yrði sérstakt framlag til eflingar starfsemi Alþjóðasambands sveitarfélaga í nýjum ríkjum Afríku og Asíu. ÖNNUR MÁL. Undir þeim dagskrárlið kvaddi enginn sér hljóðs og var fundi þá frestað til kl. 13 á laugardag. Kl. 16 þennan dag var fulltrúum boðið að sjá í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur kvikmynd um almanna- varnir og útskýrði borgarlæknir, Jón Sig- urðsson, myndina. ÁLYKTANIR FUNDARINS. I. Frá fjárhagsnefnd. Framsögu hafði Hálf- dán Sveinsson. 1. Nefndin lagði til, að reikningur sam- bandsins fyrir árið 1962 yrði samþykktur og var það gert. 2. Nefndin lagði til, að fjárhagsáætlun fyrir árið 1962 yrði samþykkt með þeirri breytingu að greiddur yrði ferðakostnaður stjórnarmanna og sá liður hækkaður um kr. 3000,00. Samþykkt. 3. Nefndin lagði fram svofellda tillögu um sérstakt framlag til Alþjóðasambands- ins: „Fulltrúaráð Sambands íslenzkra sveit- arfélaga samþykkir að heimila stjórn sam- bandsins að veita sérstakt fjárframlag til eflingar starfsemi Alþjóðasambands sveitar- félaga í hinum nýju ríkjum Afríku og Asíu sem svarar 35% af árgjaldi sambands- ins til IULA eða um ísl. kr. 2000,00.“ Til- lagan var samþykkt. II. Frá tímarits- og útgáfunefnd. Fram- sögu hafði Guðlaugur Gíslason. 1. Nefndin hefur athugað reikning Sveit- arstjórnarmála fyrir árið 1961 og leggur til að hann verði samþykktur. 2. Nefndin leggur til að fjárhagsáætlun Sveitarstjórnarmála fyrir árið 1962 verði samþykkt eins og hún liefur verið lögð fram. 3. Nefndin leggur áherzlu á, að útgáfu tímaritsins Sveitarstjórnarmál verði haldið áfram og það aukið að efni til, ef tök eru á. 4. Nefndin ítrekar tillögufráseinastafull- trúaráðsfundi varðandi útgáfu sérrita um einstök þýðingarmikil mál sveitarfélaga og telur brýna þörf á slíkri útgáfustarfsemi nú með tilliti til margþættra breytinga, sem orðið hafa á ýmsum lögum, sem varða sveitarfélögin sérstaklega. Nefndin telur æskilegt að öll sérrit verði gefin út í sama formi. III. Frá allsherjarnefnd. Framsögu liafði Magnús Ástmarsson. 1. Nefndin hafði enga athugasemd að gera við skýrslu formanns. 2. Nefndin lagði fram eftirfarandi tillögu um bókhald og endurskoðun sveitarsjóðs- reikninga: „Fundurinn felur stjórn sambandsins að leita samvinnu við félagsmálaráðuneytið um hvernig framkvæmd verði ákvæði 48 — 54. gr. sveitarstjórnarlaganna um bókhald og reikningsskil sveitarfélaga þegar þau ákvæði koma til framkvæmda. Ennfremur felur fundurinn stjórn sam-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.