Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Side 6

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Side 6
4 SVEITARST JÓRNARMÁI- bandsins að athuga möguleika á því að korna á fót endurskoðunarskriístofu fyrir sveitarsjóðsreikninga, sem hlotið gæti við- urkenningu félagsmálaráðuneytisins sam- kvæmt 55. gr. sveitarstjórnarlaganna, og jafnframt að láta iram fara athugun á því, hvort sú skrifstofa gæti, jafnframt endur- skoðunarstarfi sínu, annast nauðsynlega leiðbeiningarstarfsemi um bókhaldogreikn- ingsgerð sveitarfélaga, útvegun hentugra bókhaldsvéla og annarra tækja, sem heyra til nútíma bókhaldi og rétt Jrætti að taka upp.“ Tillagan lilaut samjaykki. IV. Frá almannavarnanefnd. Framsögu hafði Tómas Jónsson. Svohljóðandi tillaga var samjDykkt: „Fulltrúaráðsfundur Sambands ísl. sveit- arfélaga 1962 telur frv. til laga um almanna- varnir, sem liggur fyrir Aljtingi, stefna í rétta átt, einkum að því leyti, að ríkis- valdinu er falið að skipa fytir um varnar- ráðstafanir, eða hafa Jiar forgöngu í sam- ráði við sveitarfélögin, svo og að úr ríkis- sjóði er ætlað að greiða ríflegri hluta kostn- aðar en skv. gildandi lögum. Lýsir fundurinn því stuðningi við frv., en treystir því jafnframt, að ríkisstjórnin hafi nána samvinnu við sveitarstjórnir, er stofna skal til ráðstafana á kostnað sveit- arsjóðanna." V. Frá lánsstofnunar- og fjáröflunarnefnd. 1. Um fjárútvegun til varanlegrar gatna- gerðar. Framsögu hafði Sigurður Ó. Ólafs- son. Svohljóðandi tillaga var samjtykkt: „Fulltrúaráðsfundur Sambands íslenzkra sveitarfélaga telur mjög aðkallandi að sveit- arfélögum landsins skapist írambúðarmögu- leikar til framkvæmda í varanlegri gatna- gerð. Fundurinn álítur að rétt sé að stofnaður verði sérstakur gatnagerðarsjóður og verði hlutverk hans að stuðla að varanlegri gatna- gerð i kaupstöðum og kauptúnum. I gatnagerðarsjóð renni árlega ákveðinn hluti af innflutningsgjaldi af benzíni (eigi minna en kr. 0,50 á lítra miðað við núver- andi verðlag) og samsvarandi hluti af Jtungaskatti bifreiða. Ef ríkisstjórn og Al- Jringi telja ekki unnt að greiða framlögin af núverandi tekjum ríkissjóðs af þessum skattstofnum, leggur fundurinn til, að gjöld Jjessi verði hækkuð sem þessu svarar. Um úthlutun og lánveitingar úr sjóðn- um verði settar ákveðnar reglur, er meðal annars tryggi, að fé sjóðsins verði eingöngu varið til varanlegrar gatnagerðar og mót- framlög komi úr sveitarsjóðum. Sjóðnum verði einnig veitt heimild til að taka lán til starísemi sinnar Jjegar um meiri liáttar gatnagerðarframkvæmdir er að ræða, ef Jjess gerist þörf. Fundurinn felur stjórn sambandsins að vinna ötullega að íramgangi þessa máls við AlJjingi og ríkisstjórn." 2. Um sveitarfélagabanka íslands. Fram- sögu hafði Guðmundur Vigfússon. Eftirfarandi tillaga var samþykkt: „Fundurinn felur stjórn sambandsins að láta fram fara rannsókn á Jjví, livort grund- völlur sé fyrir stofnun sveitarfélagabanka, og hvort stofnun slíks banka yrði raunhæf og hagkvæm fyrir sveitarfélög landsins. Ef athugun þessi leiðir í ljós að svo sé, felur fundurinn stjórn sambandsins að hlut- ast til um að samið verði og lagt fyrir lands- þing sambandsins 1963 frumvarp til laga um Sveitarfélagabanka Islands. Hlutverk bankans yrði að greiða fyrir fjármálaviðskiptum sveitarfélaga og sýslu- íélaga á hvern þann hátt, sem samrýmzt getur starfsemi bankans, svo sem með því:

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.