Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Page 9

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Page 9
SVEITARST JÓRNARMÁL 7 ekki talið sér fært að taka þeim boðum, á liðnu ári, aðallega kostnaðar vegna. Sveitarstjórnarþing á Ítalíu. Öðru hverju berast sambandinu boð um að eiga fulltrúa á meiri háttar þingum sveitarfélagasam- banda annarra Evrópuríkja. A seinasta ári tók stjórnin slíku boði með því að vara- formaður sambandsins, Tómas Jónsson borgarlögmaður í Reykjavík, gat komið því við að sækja þing sveitarstjórnarsam- bands Ítalíu, sem haldið var í borginni Stresa dagana 14.—18. maí. Tilnefning fulltrúa í nefndir. Sambandsstjórnin hefur á árinu þurft að tilnefna fulltrúa af hálfu sambandsins í nokkrar nefndir, sem starfa innan þeirra alþjóðasamtaka, sem sambandið er aðili að. Komið var á fót innan Sveitarstjórnar- þings Evrópu sérstakri fastanefnd til að starfa milli þinga. Stjórnin samþykkti að tilnefna formann sambandsins til að starfa í þessari nefnd. Innan sveitarstjórnarþingsins var sett á laggirnar önnur fastanefnd til að fjalla um svæðaskipulag í Evrópuríkjunum, en heild- arskipulagning stórra landsvæða ryður sér nú rnjög til rúms í þessum ríkjum. Stjórnin tilnefndi Pál Líndal, skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar, í þessa skipulagsnefnd. Innan Alþjóðasambands sveitarfélaga (IULA) liefur verið sett á laggirnar sérstök Evrópunefnd, sem í eru fulltrúar frá öllum aðildarríkjum Evrópuráðsins til að þinga um mál, sem varða málefni Evrópuríkjanna sérstaklega. Stjórnin tilnefndi Gunnlaug Pétursson borgarritara sem aðalfulltrúa og Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóra sem vara- fulltrúa í nefndina, en í sérstaka fram- kvæmdanefnd Evrópunefndarinnar Gunn- laug Pétursson borgarritara. Dagur Evrópu 7. marz. Sambandinu bárust tilmæli frá Alþjóða- sambandi sveitarfélaga um að gangast íyrir sérstökum „degi Evrópu“ hinn 7. marz s.l., en þann dag var ætlunin að halda sem „dag Evrópu" í öllum þeirn ríkjum, sem eru inn- an Evrópuráðsins. Hafði slíkur dagur verið haldinn í Hollandi á seinasta ári og var nú ætlunin að taka hann upp í fyrsta skipti í öllum ríkjunum. Stjórn sambandsins leitað- ist við að verða við þessari beiðni og var öll- um sveitarstjórnum send orðsending, þar sem gerð var grein fyrir hinu víðtæka starfi Evrópuráðsins og sveitarstjórnarþingsins og til þess mælzt, að dagsins yrði að einhverju minnst í sveitarstjórnum eða í skólum eða á annan liátt, sem henta þætti. Þessi orð- sending var send út í samstarfi við upplýs- ingafulltrúa Evrópuráðsins, sem dreifði samtímis handbók um starfsemi Evrópu- ráðsins. Dagsins var getið í dagblöðum Reykjavíkur og í nokkrum blöðum úti á landi og hinn 7. marz blakti fáni Evrópu- ráðsins í fyrsta skipti á húsakynnum borg- arstjórnarinnar í Reykjavík við Austurvöll. Um kvöldið flutti formaður sambandsins stutt erindi í fréttaauka ríkisútvarpsins og fjallaði það um samstarf Evrópuríkjanna einkum á sviði sveitarstjórnarmála. Nokkr- um dögum síðar, liinn 12. marz, flutti Per Federspiel, forseti ráðgjafarþings Evrópu- ráðsins stutt ávarp í fréttaauka útvarpsins og talaði þar um samstarf Evrópuríkjanna. Fyrirhugað er að halda dag Evrópu eftir- leiðis fyrsta miðvikudag í marz. Samstarf við ríkisstjórn og Alþingi. Á seinasta fulltrúaráðsfundi voru til um- ræðu tvö stórmál sveitarfélaganna: Frum-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.