Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Page 11

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Page 11
SVEITARST JÓRNARMÁL 9 húsnæðisvandamála hinna efnaminni í kaupstöðum og kauptúnum, frumvarp til nýrra sltipulagslaga, sem nú verður sent öll- um sveitarstjórnum til umsagnar, áður en Jrað kemur til afgreiðslu á næsta Jringi, frumvarp til laga um sveitarstjórnarkosn- ingar, sem afgreitt hefur verið sem lög. Að venju hefur stjórnin einnig íjallað um ýmis frumvörp og þingsályktunartillögur, sem einstakir Jringmenn hafa fram borið á Al- þingi. Afgreiðsla mála frá seinasta f ulltrúaráðsf undi. Þá er rétt að víkja að þeim málum, sem seinasti fulltrúaráðsfundur samþykkti að vísa til sambandsstjórnarinnar. Gatnagerðarmál. í eftiríarandi tillögu um varanlega gatnagerð í kaupstöðum og kaup- túnunr var stjórninni falið: 1. að leita samninga við Sementsverk- smiðju ríkisins um liagkvæm kaup og lánskjör á sementi til gatnagerðar í sveitarfélögum. 2. að kanna möguleika, innan lands og utan, í samráði við ríkisstjórnina um viðráðanlegt og hentugt lán til varan- legrar gatnagerðar. 3. að sambandið hefjist handa um að koma á stofn upplýsingajrjónustu um gatnagerð, sem veiti sveitarfélögunum allar upplýsingar í Jrví efni gegn hóf- legu gjaldi. Þegar fulltrúaráðsfundurinn var haldinn hafði stjórn sambandsins skipað þriggja manna nefnd til Jress að ræða við stjórn Sementsverksmiðju ríkisins um framkvæmd fyrstu greinar tillögunnar, þ. e. möguleika á kaupum sements til gatnagerðar með hag- kvæmari kjörum en almennt gerist. í nefnd- inni voru formaður og ritari sambandsins og Gunnlaugur Pétursson borgarritari, eftir tilneíningu borgarstjórans í Reykjavík. hessum viðræðum lauk nreð samkomulagi á Jrá leið, að Sementsverksmiðjan lánaði, til 10 ára, þriðjung af verði sements, sem sveitarfélög nota til gatnagerðar og eru 5% vextir á lánunr þessunr en afborgunarlaus eru þau fyrstu 5 árin og greiðast síðan nreð jöfnum árgreiðslunr á seinni 5 árunum. Þegar samkomulag Jretta var fengið taldi stjórn sambandsins, að rétt væri að láta málið r hendur Gatnagerðarinnar s.f. Stjórn Gatnagerðarinnar tók síðan málið að sér og undirritaði sanrning við senrentsverk- smiðjustjórn hinn 5. júní. Nokkur atriði úr skýrslu nrinni á aðalfundi Gatnagerðarinn- ar s.f. er rétt að nelna hér, senr sýna hvað hefur verið gert í Jressu eíni: 1. Samkv. senrentsverksmiðjusamningnum keyptu sveitarfélögin sement til gatna- gerðar fyrir 3.988.000 krónur og fengu Jrar af til 10 ára lánað 1,3 millj. króna. 2. Lítil malbikunarstöð lreíur verið keypt og er nú komin til landsins, kostar nreð 1 valtara ca. 800 Jrús. krónur, Jrar af lán úr Bjargráðasjóði til 10 ára 500 Jrús. krónur. Eigið fé er ca. 500 Jrús. krónur. 3. Unnið er að útvegun véla til að steypa gangstéttarhellur og kantsteina og í athugun er unr kaup á grjótmulnings- vélunr, sem flytjanlegar eru. ☆ Önnur mál. Af öðrunr tillögum, sem af- greiddar voru til sanrbandsstjórnar á síðasta fulltrúaráðsfundi, vil ég geta um tvær, sem enn hafa ekki lrlotið úrlausn. Tillaga um endurskoöun laga um atvinnu- leysistryggingar var send til nefndar, sem

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.