Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Page 12

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Page 12
10 SVEITARST JÓRNARMÁL nú vinnur að endurskoðun laganna um at- vinnuleysistryggingar. Þeirri endurskoðun er ekki lokið en nefndin er að störfum und- ir forustu ráðuneytisstjórans í félagsmála- ráðuneytinu, Hjálmars Vilhjálmssonar. Tillögu um endurskoðun laga um lögreglu- menn, sem fundurinn aígreiddi, hefur ekki verið hægt að sinna frekar því lög um lög- reglumenn eru í endurskoðun á vegum dómsmálaráðuneytisins, samkvæmt þings- ályktun frá Alþingi, en niðurstöður liggja ekki fyrir. Skrifstofa og starfslið. Skrifstofan hefur eins og áður verið stjórn- inni til aðstoðar um framkvæmd liinna ýmsu niála og um daglega afgreiðslu, inn- heimt gjöld til sambandsins og sinnt öðr- um venjulegum daglegum störfum. For- maður hefur haft á hendi, framkvæmda- stjórnina en á skrifstoíu hefur starfað full- trúi, Unnar Stefánsson viðskiptafræðingur, að hálfu leyti til seinustu áramóta, móti störfum hjá Bjargráðasjóði, en frá áramót- um hefur hann verið fulltrúi hjá samband- inu og að nokkru leyti hjá Gatnagerðinni s.f. Hefur stjórnin ráðið hann til starfa sem fulltrúa fram að næsta landsþingi. Stúlka hefur starfað á skrifstofunni allan daginn, en nú verður sú breyting á, eftir að fulltrúi verður Jiar allan daginn, að ráðin verður stúlka til starfa hálfan daginn. Frú Anna Bjömsdóttir, sent verið hefur á skrifstof- unni síðast liðið ár, flyzt nú búferlum til Noregs, en stjórnin hefur ráðið i hennar stað frú Fríðu Frímannsdóttur til starfa hálfan daginn, eins og fyrr segir, en hún hefur áður starfað hjá sambandinu. Það hefur farið mjög í vöxt, að skrifstof- an annist um ýmiss konar fyrirgreiðslur í Jnágu sveitarfélaganna. Slíkum verkefnum var áður lítið unnt að sinna vegna vöntunar á starfsliði. En augljóst er, að sveitarstjórn- armenn víða um landið geta sparað sér ferðir til Reykjavíkur, tafsamar útréttingar Jjar og veruleg fjárútlát með því að fá úr- lausn sinna mála um skrifstofu sambands- ins. Þessar fyrirgreiðslur verður þó mjög að takmarka rneðan ekki er meira starfsliði á að skipa. Undirbúin framkvæmdaáætlun. Segja má að sú lilið af starfi sambandsins, sem snýr að samskiptum við hið opinbera, færist mjög í vöxt, Jjví hinar ýmsu stofnanir ríkis- valdsins snúa sér til skrifstofunnar og leita Jjar upplýsinga um málefni, sem varða sveitarfélögin. Samstaif lieíur verið eins og áður við Hagstofu íslands um söfnun og úrvinnslu sveitarsjóðsreikninga. Á s.l. sumri komu til landsins þrír norskir sérfræðingar til að vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um gerð 5 ára framkvæmdaáætlunar, sem fyrir- hugað er að gera á þessu ári. Þessir sérfræð- ingar höfðu aðsetur í Framkvæmdabankan- um og leituðu til sambandsins um aðstoð við söfnun upplýsinga um fyrirhugaðar framkvæmdir sveitarfélaganna í landinu á árunum fram til 1966. Ferðuðust þeir til sveitarfélaganna víða um land, en hagfræð- ingur Framkvæmdabankans og skrifstofa sambandsins létu útbúa í samráði við þá fyrirspurnalista, sem síðan var sendur öll- um hinum stærri sveitarfélögum í landinu. Skrifstofa sambandsins vann síðan að söfn- un Jiessara upplýsinga og lét sveitarstjórnar- mönnum í té aðstoð við að svara þeim. Skrifstofan tók einnig að sér að vinna að nokkru úr jæssum plöggum og lét Fram- kvæmdabankanum í té niðurstöður Jjeirra. Svör sveitarstjórnanna eru á skrifstofu sam- bandsins, sem veitir ríkisstofnunum þær upplýsingar, sem um er beðið, en að sjálf- sögðu er farið með þessar áætlanir sveitar-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.