Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Side 15

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Side 15
SVEITARST J ÖRNARMÁL 13 önnur samningsbundin jarðarafnot sé að ræða. Þá greiðist skatturinn af ábúanda eða notanda. Gjalddagi fasteignaskatts er 15. janúar. Fatseignaskattinum fylgir lögveð í fast- eign Jjeirri, sem hann er lagður á, og skal ásamt dráttarvöxtum í 2 ár frá gjalddaga ganga fyrir öllum öðrum veðkröfum, er á eigninni hvíla. Ef hús brennur, eftir að skatturinn er fallinn í gjalddaga, er sami forgangsréttur fyrir honum í brunabóta- fjárhæð hússins. ★ Fasteignaskattur hefur um mörg undan- íarin ár verið fastur tekjustofn í kaupstöð- um og kauptúnum en lítið notaður í sveit- um. Nú verður hann liins vegar fastur tekjustofn í öllurn sveitarfélögum eins og hann hefur verið um áratugi í nágranna- löndum vorum. Sveitarstjórnir, sem leggja lasteignaskatt á í fyrsta sinni nú í ár, geta, samkv. 66. gr. tekjuskattslaganna, ákveðið sama gjalddaga á honum og útsvörum. 2. ASstöðugjald. Aðstöðugjald er heimildarskatturogkem- ur í stað hins umdeilda veltuútsvars, sem áður var lagt á í svo til öllum sveitarfélög- um landsins. Aðstöðugjald er heimilt að innheimta hjá atvinnurekendum og öðrum jDeim, sem sjálf- stæða atvinnu hafa í sveitarfélaginu. Aðstöðugjald skal miða við samanlögð rekstrarútgjöld næstliðið almanaksár, Jsar með tafdar fyrningarafskriftir samkvæmt ákvæðum skattalaga, svo og vörukaup verzl- ana og efniskaup vegna íramleiðslu iðn- fyrirtækja. Aldrei skal reikna aðstöðugjald af hærri upphæð en sem nemi brúttótekjum. Ráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um álagningu gjaldsins. Aðstöðugjald má eigi hærra vera en hér greinir: a. Allt að i/2% af rekstri fiskiskipa og flugvéla. b. Allt að 1% af rekstri verzlunarskipa. c. Allt að 11/2% af hvers konar iðnaðar- rekstri. d. Allt að 2% af öðrum atvinnurekstri. Aðstöðugjald af rekstri fiskiskipa og hvers konar starfsemi við fiskvinnslu má eigi nema hærri hundraðshluta, miðað við tegund gjaldstofns, en veltuútsvar var á hverjum stað árið 1961. Heimilt skal Jjó sveitarfélögum, sem ekki lögðu á veltuút- svör, eða lögðu á lægri veltuútsvör á árinu 1961, miðað við tegund gjaldstofns, en lögð voru á í Reykjavík jnað ár, að hækka að- stöðugjald allt að þeim lrundraðshluta, sem veltuútsvör Jsar voru Jiá á lögð. Skattstjórar annast álagningu aðstöðu- gjalds, og skal Jaað álagt í heilum liundruð- um króna. Aðstöðugjald, sem ekki nær kr. 300.00, fellur niður. Gjalddagi aðstöðugjalds er 1. júlí. (Nú i ár Jdó í september.) Innheimta má aðstöðugjald hjá gjald- anda í öðru sveitarfélagi en þar, sem hann á lögheimili eða heiur aðalatvinnurekstur sinn, ef a. hann rekur Jjar fiskikaup, fiskiverkun eða liefur Jsar heimilisfasta atvinnu- stofnun, svo sem útibú, og verður Jrá ekki lagt aðstöðugjald á hann að því leyti annars staðar. b. hann er búsettur erlendis og rekur at- vinnu hér á landi. Skylt er gjaldanda að gefa hlutaðeigandi

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.