Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Side 17

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Side 17
SVEITARST J ÓRNARMÁL 15 Breytingin, sem þar á verður frá því, sem verið hefur, er víðast hvar ekki mikil, síst nú í ár. Aðalbreytingin er sú, að nú skal leggja á eftir einum og sama útsvarsstiga í öllum sveitarfélögum. Á árinu 1962 leggja niðurjöfnunarnefnd- ir og hreppsnefndir á útsvör samkvæmt V. kafla tekjustofnalaganna og fer um kærur og fresti á þessu ári eftir lögum nr. 66/1945, — þ. e. útsvarslögunum, sem áður giltu. Samband íslenzkra sveitarfélaga hefur lát- ið gera útsvarsstiga til afnota við álagningu útsvara samkvæmt hinum nýju ákvæðum og hefur skattstofan og Skýrsluvélar ríkisins annazt það verk. Skattstiga þennan geta sveitarstjórnir fengið keyptan á skrifstofu sambandsins. Verulegasta breytingin við álagningu út- svara er sú, að rannsaka framtölin og úr- skurða þau til útsvarsálagningar, og annað það, sem talið er í 42. gr. tekjustofnalag- anna. En þar sem sveitarstjórnir hafa nú lagt á útsvör s.l. tvö ár að mestu eftir þessum reglum, þótt útsvarsstigarnir væru þrír, ætti þegar að hafa myndazt form, sem notast má við, þó einhverra endurbóta þurfi það að sjálfsögðu ennþá. Samband ísl. sveitarfélaga hefur í undir- búningi útgáfu á eyðublöðum og eyðu- blaðabókum undir sveitargjaldaskrár, og verða þær seldar sveitarstjórnum eða fram- talsnefndum. Skattstjórar hafa enn ekki verið skijDaðir í hinum nýju skattaumdæmum og geta því lögin ekki komið til framkvæmda nú í ár að því leyti, sem til þeirra tekur,, og því verða það nú í ár, eins og fyrr segir, niður- jöfnunarnefndir og hreppsnefndir, sem leggja á útsvörin eins og verið hefur. Það er ætlun stjórnar Sambands íslenzkra sveitarfélaga að hafa íyrir næsta vor geíið út í bókarformi hin nýju tekjustofnalög með nauðsynlegum skýringum og leiðbein- ingum iyrir framtalsnefndirnar og verður því ekki frekar að þessu vikið hér. Rétt er þó að taka þetta fram: 1. Svo er ákveðið í 28. gr. tekjustofnalag- anna að ef ekki eru fleiri en þrír aðilar í sameignarfélagi með persónulegri ábyrgð, skuli útsvar ekki lagt á félagið sjálft, heldur á hvern einstakan félags- mann, nema tilmæli komi um það frá félaginu einu ári áður en tekjur eru taldar fram. Þessu ákvæði er nú í ár breytt þannig, að nægilegt er að þessi tilmæli hafi borizt fyrir 1. maí 1962. 2. Ennfremur er sveitarstjórn heimilt, á árunum 1962—1967, að víkja frá eftir- töldum ákvæðum skattalaga um frá- drátt, samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignaskatt: 3. gr. Um tekjur hjóna ef bæði vinna fyrir skattskyldum tekjum. 11. gr. B, 2. mgr.: Tap, sem verður á atvinnurekstri og flytja má milli ára samkvæmt skattalögum. 12. gr. D. Einstakar gjafir til menning- armála, vísindalegra rannsóknar- stofnana, viðurkenndrar líknarstarf- semi og kirkjufélaga. 14. gr. Sjómannahlunnindi og ívilnanir þeim til handa. 17. gr. 2. mgr. Ef nokkuð af ársarði félaga, stofnana og sjóða, sem talin eru í 5. gr. A—D í lögum um tekju- og eignarskatt, er lagt í varasjóð, er sú upphæð undanþegin tekjuskatti og skal koma til frádráttar við ákvörðun skattskyldra tekna. 3. Vegna þess að nokkur sveitarfélög missa verulegan hluta útsvarstekna

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.