Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Blaðsíða 18
16 SVEITARST JÓRNARMÁL- Myndin er a£ Sundlaug1 Vesturbæjar í Reykjavk, sem nú hefur verið tekin í notk- un. Hún er 12x25 metrar að stærð, en út frá aðal sundlaug er grunn vaðlaug ætl- uð börnum og er sá hluti laugarinnar eink- ar vinsæll nú í sumarhitunum. í húsinu eru búningsherbergi, gufubaðstofa og hvíld- arherbergi. Umhverfis laugina eru hellu- lagðar gangstéttir og grasflöt til sólbaða. Sundlaugin er öll hin nýtízkulegasta og mun fullgerð kosta um 9 milljónir króna. núna við það, að útsvörum ríkisstofn- ana og olíufélaga er breytt í landsút- svör, er sett það bráðabirgðaákvæði í lögin, að á árunum 1963—1965 sé ráð- herra heimilt að verja fé úr Jöfnunar- sjóði til þess að bæta sveitarfélögum að nokkru eða öllu leyti þann halla, sem þau kunna að bíða vegna ákvæðanna um landsútsvör, ef hallinn er verulegur fyrir sveitarfélagið og útsvarsbyrði þess til muna meiri en almennt gerist. ★ Hér hefur þá verið drepið á helztu atrið- in í hinum nýju tekjustofnalögum, sérstak- lega með tilliti til framkvæmda þeirra nú í ár. Svo sem vænta mátti geta lögin ekki komið að fullu til framkvæmda fyrr en á árinu 1963, þar sem undirbúningur allur tekur nokkurn tíma, enda enginn ávinn- ingur að því að hraða um of framkvæmd slíkrar löggjalar sem þessarar, sem svo mjög snertir hvern gjaldanda til sveitarsjóðs. Við næstu áramót á að mega vænta þess að öllum undirbúningsstörfum verði lokið og lögin komi að fullu til framkvæmda frá og með upphafi ársins 1963. J. G.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.