Sveitarstjórnarmál - 01.06.1962, Qupperneq 26
24
SVEITARST JÓRNARMÁL
1960 með umsömdum breytingum (lækk-
unum). Að öðru leyti eru breytingarnar í
samræmi við það, sem um hafði samizt í
Reykjavík.
Tryggingastofnunin helur látið fjölrita
samningana og sent þá samlögum þeim,
sem hlut eiga að máli, ásamt gjaldskrá
L. R. frá 1960.
Framangreindir samningar gilda báðir
írá 1. apríl 1962.
Samanburður á verði lyfja.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur hefur látið
gera skrá um verð ýmissa samsvarandi lyfja
í nokkrum lyfjaflokkum. Er skráin fyrst
og fremst ætluð læknum til þess að auð-
velda þeirn að átta sig á verðlagi hinna
ýmsu lyfja.
í formála segir m. a.: „Skráin sýnir ljós-
lega, að stundum er mjög mikill munur á
verðlagi samsvarandi lyfjá, og getur því
miklu varðað um lyfjakostnað bæði sjúkl-
ings og samlags, að ódýrari lyfin séu skrif-
uð, frekar en hin dýrari, þegar ekki eru
sérstakar ástæður til liins gagnstæða."
Tryggingastofnunin liefur sent læknum
og sjúkrasamlögum utan Reykjavíkur skrá
þessa.
Sjúkratryggingar í Finnlandi.
í Finnlandi hefur liingað til ekki verið
almenn opinber sjúkratrygging eins og
annars staðar á Norðurlöndum. Nú hefur
hins vegar nefnd, sem skipuð var af finnsku
ríkisstjórninni, skilað áliti, og leggur hún
til, að komið verði á opinberri tryggingu.
Er gert ráð fyrir, að frumvarp þess efnis
verði lagt fram á þingi.
Samkv. tillögunum skulu sjúkratryggð-
ir allir Jreir, sem búsettir eru í Finnlandi.
Gert er ráð fyrir, að tryggingunni verði
komið á í Jrremur áföngum á árunum 1964
— 1969. Áætluð útgjöld, þegar lokið verður
síðasta áfanga, nema 14,9 milljörðum
marka á ári. Af þeirri fjárhæð er hinum
tryggðu ætlað að bera 7,9 milljarða, at-
vinnurekendum 3,4 milljarða og ríki og
sveitarfélögum 1,8 milljarða marka hvor-
um.
Veikindavottorð.
Ekki er fátítt, að óánægjuraddir heyrist
vegna læknisvottorða, sem krafizt er af
vinnuveitendum og tryggingum í sjúk-
dóms- og slysaforföllum starfsfólks, en
slíkum vottorðsgjöfum hefur fjölgað mjög
eftir að margir hafa öðlazt rétt til launa
í 14 daga eða lengur. Virðist óánægju
þessarar gæta hjá öllum þeim aðilum, sem
hlut eiga að máli, þ. e. læknum, launjreg-
um, vinnuveitendum og tryggingaraðilum.
Sömu sögu er í þessu efni að segja frá
Danmörku. Þar riðu sjúkratryggingarnar
á vaðið, svo að nú er að jafnaði ekki kraf-
izt læknisvottorðs fyrr en eftir 14 daga
veikindi.
Á öðrum sviðum gekk hins vegar erfiðlega
að koma á hliðstæðum breytingum vegna
trúarinnar á læknisvottorðin. Danska
læknafélagið hefur nú látið til skarar skríða,
hefur látið gera ný eyðublöð fyrir slík
vottorð, en bannað notkun ýmissa eldri
eyðublaða. Ekki má heldur gefa veikinda-
vottorð fyrr en á 4. veikindadegi. Er það
von læknafélagsins, að með þessu móti
notist bæði opinberir aðilar og vinnuveit-
endur meira en áður við drengskaparyfir-
lýsingar eða annað eftirlit án Jress að lækn-
um sé blandað í málið.