Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1964, Qupperneq 7

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1964, Qupperneq 7
r Þróunarsvæði á Islandi • • „Onnur borg er eina mótvægið, sem getur dugað." Valdimar Kristinsson Erindi það, sem Valdimar Kristinsson, viðskipta- fræðingur fiutti á fundi fulltrúaráðsins 28. febr. s. 1. „Þróunarsvæði á íslandi" hefur hann einnig flutt á öðrum mannfundum, og hefur það vakið verðskuldaða athygli. Það hefur komið á prenti i Fjármálatíðindum númer 3, 1963. í erindinu er horft yfir vandamál byggðarlaganna af nýjum sjón- arhóli, en hér er aðeins rúm til að birta ágrip af því, og er það unnið á skrifstofu sambandsins. Miklir fólksflutningar til borganna eru eitt helzta einkenni þeirrar þjóðfélagsbylt- ingar, er gengið hefur yfir Vesturlönd sein- ustu mannsaldra. Iðnþróunin hefur stuðlað að auknu þéttbýli, og það býður upp á fjöl- breyttan vinnumarkað í samgöngum og verzlun. ísland fór lengi vel á mis við þessar frantfarir, þar sem aðalatvinnuvegurinn, frumstæður landbúnaður, gaf minna í aðra hönd hér en í flestum nágrannalöndunum. Með útgerðinni rofaði til í atvinnumálum, og byltingin í sjávarútveginum leiddi af sér myndun þorpa og þéttbýlis við sjávarsíðuna. Þorpin risu upp við bez.tu fiskimiðin, og togaraútgerðin, eini stórreksturinn í land- inu, stuðlaði að uppbyggingu Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, og þar varð fyrsti vísir að iðnaði og þjónustustörfum. Þar sem þéttbýlisstigið á .íslandi er orðið eins hátt og víðast á Vesturlöndum, en fólks- flutningarnir úr dreifbýli hafa staðið skem- ttr yfir, liefur eðlilega orðið skyndilegri röskun þjóðfélagshátta hér á landi en víðast annars staðar. Á einum mannsaldri hefur byggðin þróast úr dreifbýli upp í það, að helmingur landsmanna býr nú á stað, sem er að verða stórborg með 100 Jtús. íbúum, en minna en fimmtungur býr í sveitunt. Kostir Jjessarar byltingar sýnast vera yfir- gnæfandi, Jjótt ekki geti hún verið eingöngu til góðs. Nútíma Jjjóðfélag er ekki hægt að byggja upp án Jjéttbýlis og borga, enda er Jrað undirstaða hinna stórbættu lífskjara. Verkaskipting hefur aukizt stórlega og af- köstin sömuleiðis í <>llum starfsgreinum, líka í landbúnaðinum. Þróunarsvæði. Til Jiess að byggja upp nútíma Jjjóðfélag var íslendingum nauðsynlegt að eignast nokkuð stóra borg, en fámenni Jjjóðarinnar hefur hingað til ekki leyl’t uppbyggingu nema einnar borgar. Áhrifin frá henni hafa orðið til Jress, að á Suðvesturlandi hefur myndazt eins konar Jjróunarsvæði. Stór markaður dregur til sín iðnfyrirtæki, orkan er frá sameiginlegum orkuverum, samgöng- SVEITARSTJÓRNARMÁL 5

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.