Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1964, Page 18

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1964, Page 18
Frá Alþingi Alþingi 1963—19(54, sem var 84. löggjaf- arþing, stóð frá 11). október 1963 til 14. maí 1964 með þinghléi frá 21. tlesember 1963 til 16. janúar 1964. Þingið afgreiddi 55 lög og 32 þingsályktanir. Hér verður að venju getið ýmissa mála, sent snerta almannatryggingar eða aðra starfsemi Tryggingastofnunarinnar, og greint frá afdrifum þeirra. I. Lög frá Alþingi. 1. Lög nr. 72 9. desember 1963 um hækkun á bótum almannatrygginga. Með lögum þessuni voru bætur, að undanteknum fjölskyldubótum, hækkaðár um 15% frá I. júb 1963 að teíja. Sjá grein í 5.-6. helti 1963 (nr. 73). 2. Lög nr. 85 30. desember 1963 um Líf- eyrissjóð barnakennara. Lög þessi eru hliðstæð lögum þeim um Lífeyrissjóð starl'smanna ríkisins, sem Alþingi af- greiddi vorið 1963. Er hér um að ræða veigamiklar breytingar á fyrri lögum. 3. Lög nr. 2 28. lebrúar 1964 um hækkun á bótum almannatrygginga. Með lögum jjessum voru bætur almannatrygginga, aðrar en fjölskyldubætur, hækkaðar um 15% frá 1. janúar 1964, jiannig að bæt- urnar, eins og þær eru ákveðnar í lög- um nr. 40 1963, skulu greiddar með 32,25% álagi í stað 15% álags, sem ákveðið var með lögum nr. 72 1963. Sjá grein í 1. hefti 1964. 4. Lög nr. 14 15. maí 1964 um breyting á lögum nr. 40 30. apríl 1963 um almanna- tryggingar. Með lögurn Jjessum er 69. gr. almannatryggingalaga breytt þannig, að iðgjöld af ökumönnum bifreiða skulu innheimt fyrir fram fyrir hvert bifreiða- skattár, en ekki eftir á, eins og verið hefur. 5. Lög nr. 21 21. maí 1964 um breyting á lögum nr. 29 7. apríl 1956 um atvinnu- leysistryggingar. í lögum jjessum felst viðbót við bráðabirgðaákvæði laganna frá 1956 Jiess efnis, að meðan Kjararann- sóknarnefnd starfar, skuli kostnaður við störf nefndarinnar greiddur úr atvinnu- leysistryggingasjóði, en reikningar yfir slíkan kostnað skuli samþykktir al' for- sætisráðherra. II. Þingsályktanir. 1. Þingsályktun um sérstakar örorku- og dánarbætur sjómanna, svohljóðandi: ,,A1- Jiingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta athuga, á hvern hátt megi tryggja að allir íslenzkir sjómenn njóti sérstakr- ar slysatryggingar, eigi lægri en 200 þús- und krónur miðað við fulla örorku eða dauða. Athugun skal lokið lyrir Jiinglok vorið 1965.“ 2. Þingsályktun um almennan 1 ífeyrissjóð, svohljóðandi: ,,Aljiingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta kanna til hlítar, hvort ekki sé tímabært að setja löggjöf um almennan lífeyrissjóð, sem allir lands- menn, sem eru ekki nú Jjegar aðilar að lífeyrissjóðum, geti átt aðgang að.“ 3. Þingsályktun um sjómannatryggingar, er hljóðar svo: „Aljjingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa fimm manna nefnd, sem athugi til hlítar, hvort ekki sé unnt að breyta núverandi sjómanna- 16 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.