Sveitarstjórnarmál - 01.07.1964, Blaðsíða 19
tryggingum í eina lieildartryggijigu.
Nefndin veiði skipuð einum tiygginga-
fræðingi, er ráðherra skipar, einum
manni tilnefndum af Landssambandi
íslenzkra útvegsmanna, einum manni
tilnefndum af Sjómannasambandi ís-
lands, einum manni tilnefndum af
Vinnuveitendasambandi íslands og ein-
um márini tilnefndum af Alþýðusam-
bandi íslands. — Jafnhliða verði athugað,
ef slík breyting telst framkvæmanleg,
hvort ekki sé grundvöllur fyrir, að heild-
artryggingin verði boðin út á fijálsum
markaði."
III. Frumvörp, sem ekki urðu útrædd.
1. Frumvarp Alfreðs Gíslasonar, Björns
Jónssonar og Gils Guðmundssonar um
breyting á almannatryggingalögum. Sam-
kvæmt frumvarpi þessu skyldu allar bóta-
fjárhæðir hækka og verða vísitölubundn-
ar.
2. Frumvarp Alfreðs Gíslasonar um hækk-
un bóta almannatrygginga. Frumvarp
Þetta var sama efnis og frumvarp ríkis-
stjórnarinnar, sem Alþingi samþykkti
sem lög (lög nr. 2 1964, sjá hér að lram-
an), að því undanskildu, að í frumvarpi
Alfreðs var gert ráð fyrir hækkun fjöl-
skyldubóta.
ÍV. Þingsályktunartillögui', sem ekki urðu
útræddar.
1. Tillaga Hannibals Valdimarssonar um
ábyrgðartryggingar atv.rekenda vegna
slysa, er verða kunna á starfsfólki þeirra
við vinnu. Samkvæmt tillögu þessari
skyldi ríkisstjórninni falið að láta undir-
búa lagasetningu, sem geri atvinnurek-
endum skylt að kaupa fullnægjandi
ábyrgðartryggingu fyrir slysabótum, sem
á atvinnureksturinn kunna að falla.
Frá sjúkrasamlögum.
Iðgjaldahækkanir.
Sjúkrasamlag Aðaldæla úr kr. 400 í kr. 600 á ári frá 1/7 1964
— Barðstrendinga - — 480 - — 720 - - - 1/7 1964
— Bessastaðalirepps — — 400 - — 500 - - - 1/1 1964
■ — Borgarness — - 420 - - 600 - - - 1/7 1963
— Breiðdalshrepps - - 360 - — 600 - - - 1/1 1964
- Breiðuvíkurhrepps — — 400 - — 600 — - - 1/1 1964
— Búlandshrepps - — 300 - - 480 - - - 1/1 1964
— Djúpárhrepps — - 360 - — 480 - - - 1/1 1964
— A.-Eyjafjallahrepps — — 360 - — 420 - - - 1/1 1964
— Fellahrepps — - 400 - — 480 - - - 1/1 1964
17
SVEITARSTJÓRNARMÁL