Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1964, Síða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1964, Síða 21
Xlm daggjölcl opmfcerra sjúkrakúsa Á síðastliðnum vetri gaf nýstoínað lands- samband sjúkrahúsa út gjaldskrá, þar sem tilteknar voru aukagreiðslur vegna utan- héraðsmanna. Tryggingaráð ræddi mál þetta með hlið- sjón af ákvæðum 3. málsgr. 51. gr. almanna- tryggingalaga, en þar segir svo um opinber sjúkrahús: „Ef ekki næst samkomulag við opinber sjúkrahús um daggjald, ákveður heilbrigðismálaráðuneytið daggjaldið í einu lagi fyrir sjúkrahúsvist og þjónustu. Á sama hátt skal heilbrigðismálaráðuneytið, ef Tryggingastofnunin óskar þess, ákveða daggjald, er opinberu sjúkrahúsi sé rétt að taka af utanhéraðsmönnum, enda þótt ekki hafi verið leitað samninga um það.“ Sam- þykkti tryggingaráð að kreíjast þess, að heil- brigðismálaráðuneytið ákveði daggjald, er opinberu sjúkrahúsi sé rétt að taka af utan- héraðsmönnum, og enn íremur beindi það þeim tilmælum til ráðuneytisins, að það staðfesti, að daggjald ríkisframfærslunnar á opinberum sjúkrahúsum sé hið opinbera daggjald fyrir sjúkrahúsvist og þjónustu fyrir aðra en utanhéraðsmenn og sé íull greiðsla til sjúkrahússins. Hinn 27. maí sl. ritaði dóms- og kirkju- málaráðuneytið Tryggingastofnuninni svo- hljóðandi bréf: „Samkvæmt ósk Tryggingastofnunar rík- isins i bréfi dags. 27. febrúar s.l. og að fengn- um tillögum landlæknis, dags. 5. þ. m., tek- nr ráðuneytið hér með íram, að það stað- festir hér með, samkvæmt heimild í 3. mgr. 51. gr. laga um almannatryggingar nr. 40, 30. apríl 1963 að daggjald {tað, sem ríkis- framfærslan greiðir opinberum sjúkrahús- um sem daggjald fyrir sjúkrahúsvist og þjónustu íyrir aðra en utanhéraðsmenn, sé hið opinbera daggjald fyrir aðra en utan- héraðsmenn fyrir sjúkrahúsvist og þjónustu og sé það full greiðsla fyrir sjúkrahúsvist- ina, lyf og þjónustu alla, þar með talin læknishjálp, og ákveður jafnframt, að hin- um sömu sjúkrahúsum sé auk þess rétt að taka af utanhéraðssjúklingum stundunar- gjald, sem sé 30% al' daggjaldinu og greið- ist fyrir lyrslu 30 daga sjúkrahússlegunnar. Sé það einnig full greiðsla bæði fyrir sjúkra- húsvist, lyf og þjónustu alla, þar með taldar aðgerðir og önnur læknishjálp. Fyrir ntanhéraðssjúklinga, sem dvelja á sérstökum opinberum hjúkrunarspítölum greiðist engin aukagreiðsla." í bréfi, dags. 5. júní sl., gerir Trygginga- stofnunin sjúkrasamlögum grein fyrir máli þessu og leggur fyrir samlögin að greiða að fullu sjúkrahúsvist samlagsmanna eítir þess- um reglum. Almenn viðbótartrygging fyrir launþega í Danmörku. I sambandi við lausn víðtækrar kjaradeilu vorið 1963 hét danska ríkisstjórnin að beita sér fyrir lagasetningu um almenna lífeyris- tryggingu launþega til viðbótar gildandi almannatryggingum. í marzmánuði síðast- liðnum samþykkti danska þingið lög um þetta efni, sem komu til framkvæmda 1. apríl. Hin nýju lög taka til allra launþega, að undanskildum opinberum starfsmönnum, nemum og lausavinnufólki, og útgjöld við- bótatryggingarinnar hvíla á vinnuveitend- um og launþegum. SVEITARSTJÓRNARMÁL 19

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.